Embla - 01.01.1949, Blaðsíða 42
í Reykjahlíð bætist nýr maður í hópinn, Jóhannes Sigfinnsson
frá Grímsstöðum við Mývatn. Hann hefur verið fenginn til að
fara með okktlr að Dettifossi og í Hólmatungurnar. Hann á að
kynna okkur það, sem fyrir augun ber. Þetta er hægur og yfirlætis-
laus maður, en hann reynist okkur hinn prýðilegasti fylgdar-
maður og skemmtilegasti ferðafélagi. Við leggjum nú upp frá
Reykjahlíð og ökum fram hjá blómlegum kartöfluekrum Mý-
Scð snður eftir Jökulsá
vetninga neðan við Námaskarðið. Þegar komið er upp í skarðið,
lokast fyrir allt útsýni til Mývatnssveitarinnar, en nýtt svið blasir
við, þegar ekið er út úr skarðinu að austan. í suðri rís hrikalegur,
sundurskorinn fjallgarður, sem nefnist einu nafni Skógamanna-
fjöll, en í norðri gnæfa Hlíðarfjall, Jörundur og Krafla. Við för-
um úr bílunum og skoðum hverina, sem eru neðan við skarðið.
Megna brennisteinsfýlu leggur á móti okkur, en við hirðum
ekki um það og göngum alveg út á hverbarmana og lítum niður
í þessa vítis-katla, þar sem grá og þykk leðjan ólgar og byltist.
Nú ökum við eftir nýlögðum beinum og breiðum vegi, sem
á að verða Austurlandsbrautin, þegar brúin kemst á Jökulsá.
40 EMBLA