Embla - 01.01.1949, Síða 43
Okkur ber hratt yfir. Vegurinn er góður, bílarnir ágætir — en
bílstjórarnir beztir. En bráðlega snúum við þó af breiða veginum
inn á mjóan og grýttan veg. Við ökum nú til skiptis eftir hrísmó-
um og melabörðum. Við förum hægt og athugtun útsýnið. í austri
sjáum við á Jökulsá, og við sjáum þrjá bæi á Hólsfjöllum. í suðri
rís Herðubreið, há og mikilúðleg, og litlu austar Snæfell, kon-
ungur austur-öræfanna. En í vestri sjáum við Gæsafjöll, þar
Vfgabcrgsfoss
sem Jónstind ber hæst., Hágöng, Þórunnarfjöll, Hrútafjöll og
Eilíf. Hann rís einstakur og auðþekktur og sést langt til. Við
rætur Eilífsfjalls er stöðuvatn, sem heitir Eilífsvatn. Þarna var
einn bær til forna, Hlíðarhagi liét liann, en nú er þarna leitar-
mannakofi. En nokkru nær Mývatnssveitinni eru rústir af öðru
eyðibýli; það hét Austara-Sel. Síðasti ábúandi á báðum þessum
jörðum mun hafa verið Sigurjón, faðir hins þjóðkunna garps,
Fjalla-Bensa, og Jjeirra systkina. Við liöfðum ekki tíma til að
heimsækja eyðibýlin, en hugurinn leitar heim að rústunum og
ímyndunaraflið fær byr undir báða vængi. Manni verður hugsað
til þeirra, sem hér hafa barizt mann fram af manni, við duttlunga
EMBLA
41