Embla - 01.01.1949, Qupperneq 47
ég allt eins og er, og þetta er grasafræðingurinn okkar, en ekki
Páll, og ég dreg andann einlivern veginn léttara.
Að morgunverði loknum er lagt af stað í landkönnunarferð.
Fyrst er farið að Vígabergsfossi. Það er fagur og einkennilegur
foss í Jökulsá. Þá er sérkennilegur bergkristallinn, sem rís á aust-
urbakka árinnar rétt við fossinn, Vígabergið. Frá fossinum er
lialdið norður mcð ánni og margir fagrir og einkennilegir staðir
skoðaðir: Silfurtærar smáár og lækir hoppa þarna stall af stalli
milli skógivaxinna bakka og hólma. Þetta er vatn, sem sígur saman
langar leiðir að, gegnum grjóturðina, sem alls staðar er þarna
undir jarðveginum, og fær að síðustu útrás, þegar hallinn verður
nógu mikill. Manni finnst undarlegt að sjá vatnið fossa út úr
brekkubrúnunum með nokkurra faðma millibili. En allar
drukkna þær í kolmórauðum flaumi jökulelfarinnar, þessar tæru
bergvatnslindir.
Alltaf sjáum við eitthvað nýtt og nýtt, og við ætlum ekki að
tíma að yfirgefa þessa öræfaparadís. Við hefðum sjálfsagt flest
kosið að mega dveljast hér lengur, en nú verðum við að lialda af
stað heimleiðis. Tjöldin eru tekin upp, og allir virðast jafn sam-
taka um að láta ekki sjást nein ummerki eftir komu okkar.
Á heimleiðinni skoðum við Hafragilið. Það er djúp gjá eða
sprunga, sem liggur út í Jökulsárgljúfur. Og J>á komum við í
„Klaustrið". Það er hellir eða hraungjóta, sem hlaðið hefur verið
yfir og gerðar dyr á. En í Jressu skýli hafðist Fjalla-Bensi við,
Jjcgar hann var í fjárleitum um öræfin fyrir sveitunga sína fyrra
hluta vetrar.
í Reykjahlíð borðum við kvöldverð, og þar kveðjum við okkar
ágæta förunaut Jóhannes.
Nú yfirgefum við Mývatnssveitina. Allir eru mettir af Mý-
vatnssilungi, og enginn virðist syfjaður, þó að áliðið sé orðið,
og einhverjir hafi kannske sofið lítið síðastliðna nótt. Það er
hlegið og masað, rnest- á dönsku, því að sumt af dönsku stúlk-
unum er í bílnum með okkur á leiðinni heim. Þær hafa ekki
viljað fara aftur upp í „boddíið“ og kalla það alltaf „Hönsehus-
et“. Nú er haldið rakleiðis áfram og ekið greitt. Mér finnst bíll-
inn verða eins og heimfús, óþolinmóður hestur, og það er hvergi
EMBLA
45