Embla - 01.01.1949, Page 51
GuOlaug i Ólafsdul
Guðlaug í Ólafsdal
Eftir GuÖlaugu Bjarlmarsdóttur frd Prestsbakha.
Ég var látin heita Guðlaug. Móðir mín, Ingibjörg Guðmunds-
dótLÍr, fór í vist, 18 ára, til Torfa Bjarnasonar og Guðlaugar Zak-
aríasdóttur, konu lians, árið sem þau byrjuðu að búa. Var hún
síðan hjá þeim lijónum í 10 ár, unz hún giftist föður mínum,
Bjartmar Kristjánssyni á Neðri-Brunná í Saurbae.
Ég varð snemma vör við, að ég var öfunduð af nafninu. En
hvers vegna? Það skildi ég ekki, meðan ég var lítil, milli vita.
En þegar ég fór að stækka, var mér sagt, að það væri nafn hús-
móðurinnar í Ólafsdal. Og hennar nafn heyrði ég oft nefnt.
Mamma, sem hafði verið svo lengi hjá henni, miðaði oft við það,
EMBLA - 4
49