Embla - 01.01.1949, Qupperneq 53
og mamma var komin í reiðfötin. Við lögðum öll af stað inn með
Holtalilíð. Þegar við komum inn á Ólafsdalseyrar, fann ég ein-
IiVcrja kynlega lykl. Undrandi spurði ég, hvaða lykt þetta væri.
Pabbi hló og sagði, að það væri kolalyktin úr smiðjunni hús-
bóndans. En það var fleira skrítið. Hér niðri á eyrunum var stórt
tún og stór hús. Pabbi sagði, að það væru fjárhús og hlaða. Inni
í dalnum var stór húsaþyrping. Við héldum inn í dalinn. Það
var trébrú á ánni. Heim túnið voru breiðar og djúpar traðir, og
ofan við þær var húsaþyrpingin. Stærst var íbúðarhúsið, grámál-
að, með rauðu þaki og mörgum, mörgum gluggum. Pabbi hjálp-
aði okkur mömmu af baki efst í tröðunum. Þegar við vorum að
ganga upp traðarstigann, kom húsbóndinn á móti okkur og með
honum hávaxin, tíguleg kona. Þetta var þá nafna mín. Þegar þau
höfðu heilsað pabba og mömmu, tók hún mig í fang sér og sagði:
„Svona lítur hún þá út, hún litla nafna mín.“ Á þeirri stundu
gleymdi ég að vera feimin, og mér fannst ekki lengur nafna mín
vera ókunnug kona. En ég átti eftir að kynnast henni betur. Ég
var eftir þetta í nokkra mánuði á hverjum vetri í Ólafsdal, fram
yfir fermingu og hálft annað ár síðar. Tímarnir, sem ég dvaldi
]>ar, eru einhverjir hinir ógleymanlegustu og áhrifaríkustu, sem
ég hef lifað. Og húsmóðirin í Ólafsdal er Jiin mcsta fyrirmynd
meðal húsmæðra, sem ég lief þekkt.
Þegar kynni mín af Guðlaugu í Ólafsdal Iiófust, var hún rúm-
lega fimmtug að aldri. Hún var þá enn glæsileg kona í sjón, fríð
í andliti, fremur há vexti og nokkuð þrekin, einbeitt, en þó við-
mótsþýð. Þó að starfsdagurinn væri orðinn þetta langur og einatt
umsvifamikill, var hún enn ótrúlega létt í hreyfingum. Það þurfti
ekkert glöggt gestsauga til að sjá, að hún hafði miklu að sinna, þó
að hún væri þá farin að njóta aðstoðar dætra sinna við heimilis-
stjórnina. Á heimilinu voru 30—40 manns. Þau hjón höfðu eign-
azt tólf börn. Af níu, sem á lífi voru, voru fimm heima, —
þrjár dætur uppkomnar og tvö innan fermingar. Þrjú stálpuð
fósturbörn. Svo var vinnufólkið, kennarar og nemendur búnaðar-
skólans, daglaunamenn um lengri og skemmri tíma og unglings-
stúlkur, sem lærðu handavinnu hjá dætrum hjónanna. Þetta fólk
bjó allt undir sama þaki, í hinu stóra íbúðarhúsi, og þar fór
EMBLA
51