Embla - 01.01.1949, Side 54
einnig öll bókleg kennsla £ram. Allt starf, sem liér var unnið,
utan liúss og innan, var undir umsjón húsbændanna, hvors á
sínu sviði.
í húsinu í Ólafsdal á livert herbergi sína sögu, þó að hér verði
það lítið rakið. En baðstofan kemur mér fyrst í hug. Það var
sólrík stofa í miðju húsinu á neðri Iiæð. Þar sváfu vinnustúlk-
urnar í rúmum a£ sérstakri gerð, sem breytt var í þægilega setu-
bekki á daginn, en þá var þarna vinnustofa fyrir húsmóðurina og
stúlkur hennar. Svefnherbergi hjónanna var uppi á lofti, og við
hliðina á því skrifstofa húsbóndans. Kl. 7 á morgnana kom hús-
móðirin niður, alltaf þvegin og greidd, með skotthúfu, til þess
að skenkja morgunkaffið handa öllu heimilisfólkinu. Síðan fór
hún niður í kjallarabúrið til þess að taka til allt, sem til dagsins
þurfti. Allt var vegið, útákastið, mjöl til brauða, yfirleitt allt,
sem eytt var yfir daginn. Mjólkin var og vegin, en í fjósi voru
8—10 mjólkandi kýr, og á sumrin auk þess 150 ær í kvíum eða
fleiri. Allar tölur varðandi það, sem vegið var, skrifaði húsmóðir-
in í bók, sem húsbóndinn notaði við búreikninga sína. Kl. að
ganga 11 var morgunverkum húsmóðurinnar lokið. Kom hún þá
inn í baðstofuna og settist í sæti sitt. Þar sat hún við vinnu sína
með slúlkum sínum allan daginn, nema þær stundir, sem hún
var að sinna matarskammti, eftirliti eða öðrum húsmóðurstörf-
um. Áður en tóvinnuvélarnar komu, gengu í baðstofunni fimm
rokkar daglega á vetrum. Oftast spann húsmóðirin mest. Vissi ég
til, að hún lauk við þrjár hespur af þriggja lóða verki á dag, og
munu færri hafa leikið það eftir. Hún átti afbragðsrokk með
sérstaklega snúðgóðu hjóli, og hafði húsbóndinn sjálfur smíðað
rokkinn. Hún liélt líka áfram að spinna, einnig eftir að tóvinnu-
vélarnar komu.
Þrifnaður og reglusemi var ófrávíkjanlegt lögmál í Ólafsdal.
Húsmóðirin gekk um og leit eftir öllu innanhúss. Hver stúlka
hafði sín ákveðnu verk, og varð að skila þeim hreinlega og dyggi-
lega. Þegar stúlkurnar settust við vinnu sína í baðstofunni, urðu
þær að vera þvegnar og greiddar og snyrtilega til fara.
Einn virkan dag í hverjum mánuði þögðu rokkarnir í baðstof-
unni og önnur hljóðlátari vinna var unnin í staðinn, Það var
52 EMBLA