Embla - 01.01.1949, Side 55
daginn sem pósturinn kom. Húsbóndinn keypti flest blöð, sem
þá komu út. Jafnóðum og húsbóndinn var búinn að fara yfir þau,
voru þau lesin upphátt í baðstofunni. Húsmóðirin las sjálf eða þá
sú af stúlkunum, sem las áheyrilegast. Á milli þess, sem lesið var,
var svo rætt um það, sem í blöðunum stóð. Aðra daga var og ýmis-
legt liaft til skemmtunar í baðstofunni, svo sem að lesa bækur
upphátt, fara með kvæði, geta gátur og fleira.
Til svefnherbergis síns gekk húsmóðirin alltaf kl. 9 eða á 10.
tímanum að kvöldi. Fylgdi henni þá jafnan til herbergis einhver
dóttir hennar, eða þá sú stúlkan, sem henni var handgengnust.
Aðra tíma árs voru störfin auðvitað á annan veg, en alltaf mikil,
ekki sízt urn sláttinn, þegar bæði var unnið að heyskapnum
heima og auk þess fjölmennur viðleguflokkur — eða tveir flokkar
— úti í Saurbæ. Nokkuð af vistum viðlegufólksins var vegið á
helgum og sent í einu lagi til vikunnar, en mjólk og fleira sent
daglega. Var sá, er flutninga hafði á hendi, kallaður „kútapóstur“.
— Á sumrin var líka mikil smjör- og ostagerð. Hafði ein dóttir
hjónanna, Ragnheiður, síðar húsfreyja í Arnarholti, stundað
mjólkuriðnaðarnám í Danmörku. Kenndi hún systrum sínum
þessi störf, og tóku þær við þeirn af henni, þegar hún giftist. Var
ostagerð stunduð lengi síðan í Ólafsdal.
Gestkvæmt mjög var jafnan í Ólafsdal árið um kring. Komu
þar jafnt æðri sem lægri, sem svo er kallað, og var öllum tekið af
liinni sömu hlýju og hispurslausu gestrisni. Þegar umkomulitla,
athvarfssnauða menn bar að garði, eins og alloft átti sér stað í þá
daga, var þeim lofað að vera tímunum saman. Voru húsbændurnir
samtaka í því, eins og öllu öðru, að reyna að láta þessa gesti
gleyma því, meðan þar var dvalið, að þeir væru olnbogabörn.
Ef tilgreina ætti, hvað framar öllu hafi einkennt heimilisbrag
í Ólafsdal, þá myndi ég nefna þetta tvennt: glaðvœrð og hdttprýði.
Voru húsbændurnir og börn þeirra þar fyrirmyndin, og má segja,
að allur heimilisbragurinn mótaðist af ljúflyndi þeirra og innri
gleði. Þeim var lítið gefið um víl og þunglyndishjal eða rauna-
söngvana, sem þá tíðkuðust svo mikið. Húsmóðirin sagði við
nýkomna stúlku, sent fór með slíka söngva, að hún skyldi heldur
syngja eitthvað, sem gæti lyft henni; það fengju flestir nóg af
EMBLA
53