Embla - 01.01.1949, Page 59
REGN
Um haustgulnuð strá þýtur vindur og varlega spyr:
Vakir þú? enn sjást hér merki míns spors
við þurrar rætur.
Ég er andvari, er kom hér áður í gróanda vors,
nú er áliðið sumars, naprar og dinnnar nætur.
Um náttmál, þá sólin er loggyltum legi falin
og lýsigull tindrar á bárum,
kem ég gamall grár fyrir liárum.
Ég er gnauðið í bliknuðum stráum
við þurrar rætur og þýt niður dalinn.
Hér var áður iðjagræn lilíð,
ég andvari mildur, en kom um óttu til þín,
ég var morgunblær, þú varst mjúklát, hlíðin mín,
marglitum ilmblómum skreytt, eins og draumurinn minn.
Ég hef strokið þín döggvuðu augu, og ilminn ])inn
lief ég endurvakið og frjó þinna blóma borið í nýja mörk.
En nú er ég gamall og gref mig niður í gráan sand
og geysa í trylltri bræði um blásið harðbala land
og brýt niður grannar greinar og kalviði trjáa.
Ég er gustur liins volduga krafts, hins máttuga háa,
og feyki sandi yfir sána akra og engi,
þar svíður lengi.
Ég ríf upp grastóarrætur.
Hver grætur?
Er það regn, sem seitlar að rótum bliknaðra stráa,
regn, er seitlar og drýpur af anganbjörk?
SigritSur Einars frrí MunaSarnesi
EMBLA
57