Embla - 01.01.1949, Qupperneq 71
þrungnu stundu, þegar hún ætlaði að mæta með unnusta sínum
i'yrir framán hin vakándi augu fjölskyldu sinnar, að hann væri í
rauninni ekki sjálfum sér ráðandi, — og hvenær myndi hann verða
jrað? — Þetta var henni ofviða að hugsa um.
Svala hrökk við. Það var barið frammi á ganginum. Allar
áhyggjur liennar liurfu frá henni eins óg dögg fyrir sólii. Það
* hlaut að vera Bill, sem var kominn.
Hún gekk fram á ganginn og ætlaði að kveikja, en þá mundi
hún eftir því, að peran var brotin.
— Fyrirgefðu Bill, peran er brotin, ég get ekki kveikt hérna,
en gjörðu svo vel að koma inn fyrir.
Svala fann hönd hans þrýsta hönd sína, og hún fann Jrað á sér,
að harin var eitthvað öðruvísi nú en í öll hin skiptin, sem jrau
liöfðu fundizt. Hún lagði hönd sína á handlegg hans.
— Bill, er nokkuð að þér?
— Því skyldi það vera, — tautaði hann.
— Ha, þú ert ekki í hermannabúningnum þínum, — Svala
strauk eftir handlegg lians. — Bara að hann þyrfti aldrei í hann
aftur, lnigsaði hún, og leiddi liann með sér inn í stofuna.
— Bill, hér sérðu móður mína og systkini, — sagði Svala. Svo
sneri hún sér við til að loka hurðinni. — Hún var óstyrk í
hnjánum.
— Upp fxá þessu augnabliki verð ég ekki lengur Bill hermaður,
— lieyrði hún Bill segja. — Heldur er ég íslendingur í húð og hár.
Svala, hvað segir Jxii um Jxetta?
— Ég skil þig ekki, —stamaði hún.
— Svala, fyrirgefðu mér. — Þú varst svo ung og saklaus, og ég
sá hvernig augu þín voru full aðdáunar á ungu Ameríkumönnun-
um. Ég vantiæysti, að ég nxyndi fá Jxig til að taka eftir mér, nema
ég væri einn af þeirn. — Skilur þú mig?
Svala liorfði niður fyrir sig og hristi höfuðið.
— Ég fékk leigð föt hjá kunningja mínum, senx er í hernum,
og sem hermaður gat ég verið ögn áleitnari en ég hefði getað leyft
mér í minni eigin persónu. Og nú er aðeins eitt, sem ég hef
áhyggjur út af. — Getur þú fyrirgefið mér þetta Svala, og liugsað
þér að halda áfram að elská mig, eins og þú hefur lofað?
E'MBLA
f)9