Embla - 01.01.1949, Side 72
Allra augu mændu á Svölu. Myndi henni sárna þetta, eða finna
einlægni hans á bak við þessa aðferð, sem hann beitti hana, til
þess að fá hana til að taka eftir sér?
— Ég er þakklát, að þú ert ekki fangi í hermannabúningi, —
sagði Svala loksins hæglátlega, meira gat hún ekki sagt, því að
gráturinn tók fyrir mál hennar.
— Við skulum fremur gleðjast en gráta, — sagði móðir hennar.
Ég hef alltaf treyst því, að ég myndi hljóta bænheyrslu, og þú
myndir ekki hverfa frá mér út í óvissuna með ókunnum útlend-
ingi.
Er ég þá ekki rekinn út, — sagði Bill, og horfði bænaraugum
á Svölu.
— Nei, — sagði hún og rétti honum hendurnar. — í kvöld fann
ég einmitt svo sárt til þess, að þú skyldir vera hermaður. Þú varst
eins og fangi, sem saklaus er færður í fjötra, — og þú veizt ekki,
hvað ég er glöð að vita, að þú ert frjáls maður.
GuOlaug Benediktsdóltir
70
EMBLA