Embla - 01.01.1949, Síða 75
Fyrir sex áratugum
Vorið var komið, og sumarið fór í liönd með öllum þeim önn-
um, sem þá kölluðu á eldri og yngri. Fyrst var að „berja á tún-
inu“. Áburðurinn beið vinnslunnar í smáum hjólböruhlössum,
og við þau röðuðu rnenn sér Idið við hlið, með klárur í hönd-
unum að mylja taðið. (Kláran var með aflöngum tréhaus, nokkuð
þykkum, en önnur brún hans þynnri, var hún kölluð egg, en hin
skalli).
Mig langaði snemma til að verða stór eins og mörg önnur börn,
og þar sem ég varð 9 ára um sumarið, var það alveg sjálfsagt, að
ég fengi að berja, þegar ég gat komið því við fyrir yngsta bróður
mínum, sem var aðeins fjögra mánaða. En frá því ég fór að geta
nokkuð var barnaumsjá aðalverk mitt.
Að „breiða túnið“, sem líka var gert með handafli, gerði ég lítið
að, en í þess stað gekk ég með lambáasmalanum seinni part
daga og mjólkaði þær ær, sem lömbin gátu ekki þurrsogið (það
leifði í þeim). Svo komu fráfærurnar, og þó að ég vorkenndi
lömbunum að skilja við mæður sínar, hlökkuðum við börnin
ætíð til þeirra daga, því að þá kom nóg mjólk, ostur, smjör og
skyr, sem lítið var um yfir veturinn nema gamalt skyr. Allan
sinn búskap höfðu foreldrar rnínir aðeins eina kú, handa 9—11
manns og var því ekki mikil vetrarmjólkin. Þetta ár hafði
mamma enga vinnukonu nema systur mína, sem var 4 árum eldri
en ég, og varð hún því að ganga á útengi til raksturs. Það var
langt frá bæ, en ég varð að vera heirna með 3 systkini mín, dreng
5 ára, stúlku 2 ára og litla bróður.
Mamma fór kl. 11 fyrir hádegi, var þá búin að búverka, mjalta
F.MBLA 73