Embla - 01.01.1949, Side 79
í ÓFÆRÐ
Áætlunarbíllinn rennur af stað úr Reykjavík. Það er flygsufjúk,
þegar við komurn upp að L^ögbergi. Bílstjórinn hendir böggli til
bóndans á hlaðinu, fær í nefið úr pontunni lians, gengur aftur
fyrir bílinn til þess að vita, hvort ekki sé allt í lagi með kjallara-
hurðina, lætur upp háa bílvettlinga og snarast í sæti sitt.
En.híllinn fer ekki í gang. Við þegjum öll um stund, og bíl-
stjórinn reynir árangurslaust að gefa bensín.
í framsætinu, næst bílstjói'anum, situr gömul kona í snjáðum
rykfrakka með þverröndótt langsjal um höfuðið. Hún hefur
rauðan hvarm og það rennur stöðugt úr öðru auga hennar. „Þetta
getur tafið okkur nokkuð lengi,“ segir hún hlutleysislega og án
þess að krefjast undirtekta.
En gamli maðurinn við lilið hennar, búinn klæðisfrakka og
skinnhúfu, hefur upp loðna og syngjandi rödd sína, og gráan
vangasvíp lians ber við bílrúðuna.
„Svonalagað kemur ekki fyrir í Aineríku. Þetta eru engir vegir
hér og engin farartæki. Nei, þetta er öðru vísi í Ameríku, piltar."
Farþegarnir anza þessu engu, — hafa yfirleitt ekki áhuga á
vegum í Ameríku.
Hann tekur það ekki sem andsvar, þótt gamla konan gefi
honvun hornauga, hafi misst hlutleysið úr röddinni og segi með
fussi: „Skyldu þeir ekki mega skondra sína breiðu vegi fyrir mér,
þarna í Ameríku.” ’
Og gamli maðurinn heldur áfram að tala við sjálfan sig.
„Er þetta alvarlegt með bíHnn?“ stynur loks einhVer upp við
.EMPIiA .77