Embla - 01.01.1949, Qupperneq 85
svo lítið á austur í gær. Maðurinn er kominn með hesta upp á
fjall í þessari líka færð, — og svo viltu fara til Reykjavíkur. Nú
dámar mér ekki.“
„Þetta stendur, sem ég hef sagt,“ segir konan. Bílstjórinn er
ckki af baki dottinn að koma fyrir hana vitinu.
„Ertu búin að gleyma blessuðum börnunum hans Dodda þíns
og sælgætinu, sem þau eru alltaf að vonast eftir.“
„Nei, ég gleymi ekki blessuðum börnunum. Hún Sigga mín í
Reykjavík á líka börn, og þau geta þurft mín við. En sælgætið.
Já. Máskc maðurinn," og hún lítur aftur fyrir sig í átt til Amer-
íkufarans; sem setztur er aftur í miðjan bíl og jóðlar kræsingamar
úr Skíðaskálanum. „Máske nraðurinn taki mitt far austur. Það er
öruggur ferðamaður drengurinn minn og eflaust góðir hestar."
„O, ekki hafði ég nú hugsað mér að láta flytja mig eins og
hreppsómaga heirn á eignarjörð sonar míns. En maður má víst
vera öllu feginn, þegar til íslands er komið.“
„Já,“ segir sú gamla með hægð. „Mig langaði til að biðja mann-
inn bónar. Já, jæja, rétt svona að koma þessari tösku í hendurnar
á syni mínum. Ég tek prjónana með mér. Þá er það bara ögnin
til krakkanna, sem eftir er. Þetta þyngir engan niður.“
„Ég skal fá syni þínum töskuna,“ flýti ég mér að segja, áður en
gamli maðurinn fær ráðrúm til að anza. „Ég býð hér lrvort sem
er, þangað til hann kemur.“
„Já, þakka þér fyrir, góði. — Þá læt ég mér það nægja. — Segja
honum bara, að þetta sé taskan mín með svolitlu upp í krakkana.
Ekkert annað.“
Hún rétti mér töskuna um lcið og ég hjálpaði henni út úr bíln-
um. Það hékk Iivítt pappaspjald við handfangið. Þá minntist ég
þess, að ég hafði aldrei spurt þessa samferðakonu mína að heiti. —
Á spjaldinu stóð: Snjólaug Þórðardóttir, Teigi, Flóa.
Valdis Halldórsdóttir
EMBLA
83