Embla - 01.01.1949, Síða 91
eins og ég gat, því að hún var mjög góð við mig og mér þótti
ósköp vænt um hana.
Svo þegar mamma kom á fætur, tók hún víst fljótlega til starfa í
eldhúsi, en amma hjálpaði henni með þjónustubrögð og ýmis-
legt. Þá fékk ég það einbætti að sitja inni hjá litlu systur minni,
þegar hvorug þeirra var inni. Þótt mér þætti vænt um þessa litlu
systur mína, leiddist mér alltaf í baðstofunni, þegar ég var var
orðin ein. En ég þorði samt aldrei að svíkjast út frá henni, því að
ég hafði heyrt, að álfkonur gætu komið og tekið börn, ef þau væru
ein, og látið ófétis umskipting í staðinn. Ég var ekki örugg um,
að það gæti ekki enn komið fyrir, þrátt fyrir það þótt ég sæi, að
mamma gerði krossmark yfir vöggunni í hvert skipti, sem hún
gekk út frá henni. En það vissi ég auðvitað, að var gert til þess
að verja barnið fyrir því, sem illt var.
Svona leið nú sumarið, og haustið tók við með sínum venjulegu
störfum. Þá var nú fyrst lokið við að koma hverjum hlut á sinn
stað. Þá voru bækurnar fluttar úr skemmunni og látnar í hillu í
baðstofunni. En blöðin urðu eftir. Enginn hirti um þau, nema ég.
Ég hélt áfram að eiga þau ein og lét mig dreyma um, að ég hefði
lifað með sögupersónunum, að ég hefði setið með Árna við vatnið
og gengið með honum um skóginn og ort með honum kvæðin
hans.
Síðan hef ég lesið margar sögur, ævintýri og kvæði. En ekkert
af því stendur með þvílíkum ljóma fyrir hugarsjónum mínum og
þessi saga með kvæðum sínum. Þessi saga, sem ég hafði svo mikið
fyrir að tína saman og las fyrsta af öllum skáldsögum, í þessu
litla og í mínum augum ævintýralega einhýsi. Mér finnst enn í
dag, að hún sé gullinn draumur, sem tilheyri einhverju æðra og
betra en þessu daglega lífi.
Pálina Benediktsdóttir
EMM.A
89