Embla - 01.01.1949, Page 97
Kvæðið um skóginn
í Sólhlíð grær skugginn við hliðina á birtunnar blómi.
Við bíðum hér morguns, því ennþá er nótt yfir bænum,
jörðin í eyði og örfok í skógarins ríki.
Æskan í dalnum flutti sig norður að sænum.
Segðu mér, livers vegna skógurinn fagri flúði.
Forðum var birki í hlíðinni, skjól og friður.
Um nakin holtin norðanstormurinn þylur,
nú er skógurinn eyddur að rótum niður.
Er leit ég í bernsku ránshendi um ríki það farið,
rann mér í skap líkt og ómaði klökkvans strengur.
Þá vissi ég engan, sem orti um gróðursins prýði,
því Eggert var fallinn, cn Hákon var svolítill drcngur.
Regnský í blámöttli svífur af heiði til suðurs,
sitjum við hérna við eldinn, en reykur hvítur
líður sem vorþoka lágt yfir jörðina græna.
— Ljóð mitt í kyrrðinni þýtt að eyra þér lýtur.
Rödd mín er systir þín, lækur, sem ljóðar og niðar.
Lágnættið hlustar og trúnað sinn einlægan gefur.
Brosmild og fögur í birtunnar ástríka faðmi
bláfjólan unga í dimmgræna knappinum sefur.
9
EMBLA
95