Embla - 01.01.1949, Page 110
KAFLAR Ú R BRÉFUM
og fleira
Austfirzk kona skrifar:
Mér þykir vænt um tilveru Emblu og óska þess, að hún megi
lifa vel og lengi. Hér sendi ég ykkur tvær lausavísur:
Horft á sjómann, er skaut til fugls, en missti marks:
Tómas skaut, en happ ei hlaut,
hafði staut um fiskalaut.
Skotið þaut, en fuglinn flaut
frá honum braut með enga þraut.
Konur, er sátu við rokkspuna, töluðu um, hvað veðráttan væri
vond og kviðu því, að hún héldist lengi.
Hrunda nú þó hrelli lund
hríðin stríð og veðratíð,
undir fönnum blítt í blund
bíða vorsins fræin þíð.
Erla skáldkona skrifar:
-------Það vildi svo vel til, að rétt eftir að ég kom heim, kom
móðursystir mín í heimsókn, Margrét Sigfúsdóttir. Hún leyfði
mér, að skrifa upp eftir sér fáeinar vísur eftir ömmu sína, lang-
108
F.MRLA