Embla - 01.01.1949, Síða 112
Hér er vísa um nöfn barna Þorbjargar;
Nú skal muna nöfnin barna,
nett sem eiga Langhús-hjón
Kristrúnu, Unu, Önnu, Bjarna,
Einar, Sigfús, Guðmund, Jón.
Einu sinni kom Þorbjörg til dyra, er ókunnan gest bar að garði.
Hann spurði, hverjir ættu þar húsum að ráða, og svaraði hún þá
með eftirfarandi stöku:
Máls af krús ég mæli fús,
meður sónar-blandi:
Á Langhúsum, og Sigfús,
er ég húsráðandi.
Þorra og Góu vísur:
Lundhýr Þorri þíða mund
þandi yfir holt og sand.
Undir fjalla ultu’ á grund,
anda volgum hlés á land.
Rastir sainan frjósa fast
festir Góa slæman gest,
kastar éljum kynja liast,
kestir snjóa hylja flest.
Guðhjörg dótturdóttir Þorhjargar á Langhúsum kenndi mér fá-
einar stökur eftir hana, þar á meðal vísu þá, sem hér fer á eftir.
Var stakan ort um tengdason hennar, Eirík, sem átti Unu frá
Langhúsum. Var Guðbjörg þessi dóttir Eiríks og Unu.
Freyju-tára frægur ver
fáðu kláran heiður,
hítur ljárinn þrávallt þér
þinn er skárinn breiður.
Einu sinni var Þorhjörg í fjársmölun í Langhúsfjalli, með karl-
mönnum. Fór þá einn smalamanna að leita til ásta við hana, í
110
EMRLA