Embla - 01.01.1949, Side 113
gamni, til að vita, hvað hún segði. Sagði hann svo sjálfur frá, að
hún hefði snúið sér snöggt við og samstundis látið stökuna fjúka.
Gáðu að þér guðs um láð,
að grána ci heiður þinn við rán.
Ráðvandur með dyggð og dáð,
dánumaður, hyggðu af smán.
Ljóðabréf endaði Þorbjörg eitt sinn með þessari stöku:
Læt svo enda litla hending.
Lyndisgóði sveinninn, fróði,
þigg af kvendi þessa sending,
þulu óðar les í hljóði."
Sigurður Gunnarsson, prófastur, skrifar grein f Eimreiðina
37. árg. er hann nefnir: Sýnishorn ættgengrar hagmælsku. Þar
bendir hann á hve hagmælskan sé algeng hjá afkomendum Þor-
bjargar á Langhúsum. í lok greinarinnar segir svo: — „Ef til
vill mætti rekja hagmælskuna í þessum ættlegg lengra fram en
til Þorbjargar gömlu á Langhúsum.
Sú sögn lifir cnn austur Jrar, að Þorbjörg hafi verið laundóttir
Ilallgríms, hreppstjóra Ásmundssonar á Stóra-Sandfelli í Skrið-
dal. Hann var skáldinæltur vel.--------Hallgrímur var föður-
bróðir síra Ólafs Indriðasonar, föður Jieirra bræðra Jóns og Páls.“
Þegar Erla, skáldkona, las þessa grein, kvað hún:
Með almannaróminn til forna menn flimta
um foreldra, er voru ekki hjón. —
Menn ætla Jrau séu að öðrum og fimmta
þau Erla’ og þeir Páll og hann Jón.
í ritgerðum hafa menn leitt að því líkur,
að ljóðgáfan Hallgrími frá
sé komin í ættina, borin í blóðið
því barninu laungetna’ er hratt hann sér frá.
EMBLA
111