Embla - 01.01.1949, Page 114
En Iiali liann óskila afkvæmi getið
hjá öðrum í bækurnar skráð,
þá réttlátt og sanngjarnt í mót skal hér metið,
að missi ’hann allt tilkall í lengd og í bráð
til kynborins ljóðhæfis mann fram af manni,
sem margfaldast heldur og vex.
Frá Þorbjörgu rakið að Þorsteini í Teigi,
nú þekkja menn ættliði fimm en ’ei sex.
Bóndi i Rangdrvallasýslu skrifar:
Kæru útgefendur Emblu.
Ekki er ég áskrifandi ykkar ágæta rits, en samt get ég ekki
látið hjá h'ða að þakka það. Fátt hefur vakið mér meiri aðdáun,
en þrautseigja íslenzku alþýðukonunnar, sem í örbirgð og allsleysi
hefur varðveitt eld andans. Betur, að þjóðin beri alltaf gæfu til
að eiga slíkar konur. .. .
Sveitakona, sem bjó við lítil þægindi, skrifaði vinkonu sinni:
Algóði faðir, eilífi drottinn,
verndaðu fyrir mig vatnsgrautarpottinn.
Ég hef í vasanum blýant og blað;
mig langar svo ákaft að yrkja á það.
Heyrir þú ekki? Ég hrópa og bið.
Bænheyr mig fljótt, svo að brenni ekki við.
Vinkonan, sem eldar við jarðhita, sendi henni aftur þessa vísu:
Öll eru blöðin útkrotuð.
Ég elda og skrifa á meðan
og hirði ekki um að hrópa á guð.
Hjálpin kemur að neðan.
112
EMBLA