Embla - 01.01.1949, Page 115
Ung lijón voru á ferðalagi uppi í sveit í yfirfullum áætlunarbíl.
Kunningjakona þeirra ætlaði að fá far með sama bíl stuttan spöl,
og kvað bílstjórinn henni það heimilt, ef einhver farþeganna
fengist til þess að sitja undir henni. Konan, sem vissi, að ungi
maðurinn hafði lengi þjáðst af taugagigt, sneri sér að honum
og sagði:
Ef ég settist ofan á þig
í öllu þessu hossi
og þjakaða lærið þyldi mig,
þá yrði stutt að Fossi.
Hann svaraði:
Ef þú settist ofan á mig,
illa farið gæti.
Vertu, kona, vör um þig.
Vertu ekki með nein læti.
Þá lagði eiginkonan orð í belg:
Ef hún settist ofan á hann,
illa máske færi.
Veit ég manninn viðkvæman
víðar en í læri.
LeiðréUing
Jóhanna Friðriksdóttir, yfirljósmóðir, skrifar:
Kæra Embla!
Ekki er ein báran stök fyrir rjúpunni í Miðfirðinum. Nú hefur
prentsmiðju-„púkinn“ komizt í Jitlu ferskeytluna, sem hún átti
í síðasta hefti og gjört hana Ivisvar hrœdda, en gleymt því, hversu
lirelld hún var.
Hún var bæði hrelld og hrædd og hennar vísa er svona:
Rjúpan á Bjargi
Hræðist bæði hunda og menn,
hrelld af stefnivargi,
hefur í mörgu að mæðast enn
móðurást á Bjargi.
EMBLA - 8
113