Morgunblaðið - 22.05.2009, Page 2

Morgunblaðið - 22.05.2009, Page 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is „VIÐ erum alltaf með öndina í hálsinum í maí vegna þess að við viljum ekki fá frost ofan í auða jörð en það er eins og það sé liðin tíð. Ég man eftir því þegar ekki var hægt að reka niður skóflu í maí vegna frosts í jörðu. Það var ekki hægt að stinga upp heimilisgarðinn,“ segir Eva G. Þorvaldsdóttir, forstöðumaður Grasagarðsins í Reykjavík. Í höfuðborginni eru garðaeigendur farnir að slá og verður þeim tíðrætt um gróskuna og blíð- una. Eva segir vorið þó seinna á ferð í ár en í fyrra. Þrátt fyrir hlýindin undanfarna daga hafi maí verið hlýrri í fyrra. „En þetta er miklu fyrr á ferðinni en fyrir 10 til 15 árum. Ég man ekki eftir því að blómin á garðarifsi hafi frosið eða eyðilagst af roki síðan þá, en við það eyðileggst uppskeran. Það má kannski segja að nú vori um tveimur vikum fyrr. Það er alveg greinilegt að vaxt- artímabilið hefur lengst og það þykir mjög mikið þótt aðeins sé um viku að ræða,“ tekur Eva fram. Hún segir aukna grósku á þessum tíma ársins ekki bara vera vegna breytts veðurfars, heldur hafi aukið skjól í görðum auðvitað sitt að segja. „Það er mikilvægt að búa til gott skjól,“ segir hún og bendir um leið á að nú sé hægt að rækta viðkvæmari tegundir í görðum en áður. „En það er enn draumórakennt með mjög suð- lægar tegundir eins og eik.“ ingibjorg@mbl.is Aukin gróska með betri tíð  Garðaeigendur í Reykjavík eru farnir að slá vegna mikillar sprettu  Eins og það sé liðin tíð að fá frost ofan í auða jörð í maí, segir forstöðumaður Grasagarðs Reykjavíkur í Laugardalnum Í HNOTSKURN »Grasagarður Reykjavík-ur varðveitir stóran hluta af íslensku háplöntuflórunni ásamt fjölbreyttu úrvali er- lendra plantna, að því er seg- ir á heimasíðu garðsins. »Heildarfjöldi tegunda,undirtegunda, afbrigða og yrkja er tæplega 4.000. »Eitt meginhlutverkGrasagarðsins er fræðsla. Á hverju skólaári er tekið á móti leik- og grunnskólanem- endum Reykjavíkurborgar. »Á sumrin er almenningiboðið upp á fræðslu- dagskrá í Grasagarðinum. Morgunblaðið/Friðrik Í Grasagarðinum Gróskan hefur aukist vegna breytts veðurfars og aukins skjóls. Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is SÆKJA þarf um leyfi til Fornleifa- verndar ríkisins fyrir fyrirhugaðri lagningu nýs Álftanesvegar í Gálga- hrauni. Þetta er mat Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðings sem gerði úttekt á því að hvaða leyti til- teknar fornminjar verða fyrir raski vegna framkvæmdanna. „Fornleifavernd ákveður hvort fara þarf í áframhaldandi rannsóknir og hvort hlífa þurfi einhverju algjör- lega. Það getur tekið einhvern tíma en ég er að vona að það sé bara spurning um nokkrar vikur,“ segir Jónas Snæbjörnsson, svæðisstjóri hjá Vegagerðinni. Hann segir að að öllu jöfnu hefði átt að skrifa undir samning við verk- taka í kringum 5. maí. ,,Við óskuðum hins vegar eftir því að verktakinn léti tilboðið standa áfram á meðan verið væri að skoða þessi mál.“ Andstæðingar vegarlagningarinn- ar hafa bent á að við fyrirhugaða vegarlagningu muni klettur sem nefnist Ófeigskirkja fara undir veg- inn. Auk þess muni vegurinn ganga nærri gamalli tóft þar sem þeir telja fornminjar vera. Fornar leiðir muni einnig verða fyrir raski. Í úttekt Ragnheiðar, sem hún gerði að beiðni Vegagerðarinnar, segir meðal annars um Ófeigskirkju að svo rýrar heimildir séu um hana að af þeim verði ekki ályktað með vissu að umræddur hraunklettur njóti verndar samkvæmt þjóðminja- lögum sem álagablettur. Enn fremur leiki vafi á hvort kletturinn, sem nú nefnist Ófeigskirkja, sé hinn sami og fékk það heiti í öndverðu. Önnur rök kunni að vera fyrir því að reyna að sneiða hjá klettinum þar sem hann hafi augljóslega gildi fyrir stóran hóp fólks. Um tóftina segir í úttektinni að ekki verði nánar sagt til um hlutverk hennar eða aldur nema að undan- genginni fornleifarannsókn. Andstæðingar vegarlagningarinn- ar draga í efa nauðsyn hennar þar sem ekki séu líkur á að reist verði jafnstór byggð og fyrirhugað var í Garðaholti næsta áratuginn. Að sögn Jónasar telja menn þörf fyrir nýja veginn þótt byggð verði minni en upphaflega var gert ráð fyrir. Leyfi fyrir vegi þarf frá Fornleifavernd Morgunblaðið/Golli „Álfaklettur“ Fyrirhugað vegarstæði nýs Álftanesvegar skoðað. ÓS Breiðamerkurlóns, eða útfall Jökulsár á Breiðamerkursandi, var sundriðinn um klukkan fjögur í gærmorgun. Að sögn heimamanna er þetta í fyrsta sinn sem ósinn hefur verið sund- riðinn. Á árum áður lá þjóðleiðin yfir jökulinn til að sneiða hjá Jökulsárlóninu og ánni. Mesta hættan stafar af sterkum straumi. Byrj- að var að falla út þegar farið var yfir ósinn í gærmorgun og mátti ekki seinna vera. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Ós Breiðamerkurlóns sundriðinn í fyrsta sinn HÓPUR reiðmanna ætlar að sund- ríða öll vötn frá Höfn í Hornafirði að Selfossi. Þeir lögðu af stað frá Höfn síðastliðið þriðjudagskvöld og komu sjö reiðmenn með 44 hesta að Svínafelli í Öræfum í gær. „Við riðum Hornafjarðarfljót fyrst, svo Kolgrímu og síðan Breiðamerkurósinn og Fjallsá,“ sagði Hermann Árnason sem fer fyrir hópnum. Í dag á að ríða Skeiðará, Gígju og Núpsvötn. Síðan Skaftá, Kúðafljót og Múlakvísl. Þá verður áð í nokkra daga á Heiði í Mýrdal. Stefnt er að því að ljúka reiðinni um hvítasunnuhelgina. Hermann sagði reiðmennina alla duglega ferðamenn og vana löngum dagleiðum. Fjórir þeirra eru ættaðir frá Pétursey í Mýrdal. Þeir eru yfirleitt í hefðbundum reiðfatnaði en tveir prófuðu í gær blautbúning og þurrbúningsbuxur. Nestið í ferðinni er þjóðlegt. „Allt grænmeti er bannað. Við erum með hangikjöt, svið, kjötsúpu, baunasúpu, súrt slátur, lifrarpylsu og hrátt hangikjöt – verulega kjarngott fæði,“ sagði Hermann. Sundríða vötn á Suðurlandi Neysla grænmetis er bönnuð í ferðinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.