Morgunblaðið - 22.05.2009, Qupperneq 23
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2009
✝ Matthildur Jóns-dóttir fæddist á
Frakkastíg 6 í
Reykjavík 8. febrúar
1922. Hún andaðist á
hjúkrunarheimilinu
Sóltúni 13. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Jón Ár-
mann Benediktsson
bóndi, ættaður frá
Eystri-Reyni í Innri-
Akraneshreppi, f. 17.
des. 1897, d. 2. des.
1963 og Valdís Ragn-
heiður Jónsdóttir
húsfreyja, ættuð frá Leiti í Dýra-
firði, f. 26. okt. 1892, d. 10. okt
1962. Hálfsystir Matthildar, sam-
mæðra var Bergþóra, látin. Matt-
hildur átti fjórar alsystur, Sigríði,
Ingunni, látin, Ruth, látin, og Guð-
björgu.
Hinn 16. maí 1941 giftist Matt-
hildur Ívari Hannessyni vélfræð-
ingi frá Ánanaustum í Reykjavík, f.
15. feb. 1913, d. 19. nóv. 1996. Þau
bjuggu lengst af sínum búskap í
Granaskjóli 11 í
Reykjavík. Börn
þeirra eru: 1) Ingunn
húsmóðir, f. 29. maí
1942, gift Guðmundi
Jónssyni húsasmíða-
meistara, d. 18. maí
2008, þau eiga 3 börn
og 8 barnabörn. 2)
Valdís Ragnheiður
bankastarfsmaður, f.
20. mars 1948, gift
Viðari Stefánssyni
lögreglufulltrúa, þau
eiga 4 börn og 9
barnabörn. 3) Herdís
framkvæmdastóri, f. 12. janúar
1950, gift Inga Þór Vigfússyni flug-
virkja, þau eiga 4 börn, 9 barna-
börn og 1 barnabarnabarn. 4) Ívar
vélfræðingur, f. 1. maí 1958, kvænt-
ur Árnýju Sigríði Jakobsdóttur full-
trúa, þau eiga 4 börn og 1 barna-
barn. Afkomendur Matthildar og
Ívars eru 43.
Útför Matthildar verður gerð frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag 22.
maí og hefst athöfnin kl. 15.
Mig langar til þess að kveðja
tengdamóður mína með nokkrum
orðum. Ég kom á heimili hennar
fyrst fyrir rúmum fjórum áratugum
og hitti þar fyrir húsmóður sem á
okkar tímum kallast af gamla skól-
anum. Húsmóður sem starfaði á
heimili sínu og gerði það vel.
Ég man ánægjustundirnar sem
fylgdu hverri máltíð á heimilinu.
Húsbóndinn kom heim í mat í hádeg-
inu og þær stundir urðu á hverjum
degi verðmætar vegna góðs undir-
búnings húsmóðurinnar.
Matthildur giftist ung manni sín-
um, Ívari Hannessyni vélstjóra. Þau
urðu sérlega samrýmd þrátt fyrir að
þau væri mjög ólík. Þau gerðu allt
saman og tilvera þeirra byggðist á
væntumþykju og á heimilinu sem
þau lögðu mikla rækt við.
Matthildur og Ívar voru vinmörg
og heimilið að Granaskjóli 11 var
fjölsótt af vinafólki þeirra enda var
þar gott að koma. Borðstofa þeirra
var vettvangur skoðanaskipta, en
pólitískar skoðanir voru einsleitar og
hefðu fallið vel inn í þjóðfélags-
ástandið nú um stundir.
Ívar var félagshyggjumaður og
haldinn mikilli réttlætiskennd og
samkvæmur því í öllum sínum lífs-
háttum. Matthildur var honum sam-
stiga í því.
Ég hafði gaman og gagn af að
hlusta á þjóðfélagsumræður sem
ungur maður og hlusta á ákveðnar
skoðanir í umræðunum í Granaskjól-
inu. Ívar lagði sitt til málanna í hægð
sinni þegar gestirnir mættu til fund-
ar og Matthildur skerpti á áherslu-
punktunum.
Matthildur nefndi oft við mig þeg-
ar hún sem ung stúlka fór á Siglu-
fjörð á síld og átti góðar minningar
frá æsku sinni, en hún ólst upp í
stórum systrahópi.
Starfsvettvangur hennar var þó að
mestu heimilið og lagði hún mikla
vinnu þar af mörkum sem skilaði sér
í frábærum aðbúnaði heimilisfólks-
ins og annarra er þangað komu.
Ívar lést í nóvember árið 1996 eftir
langvarandi veikindi. Mikil breyting
varð á högum Matthildar við það og
virtist sem hún hefði misst aðaltil-
gang lífs síns. Hún bjó áfram á heim-
ili sínu að Granaskjóli 11, en líkaði
einveran ekki vel. Hún fékk áfall í
október árið 2002 og eftir það var
hún rúmliggjandi.
Síðustu æviárin bjó hún á hjúkr-
unarheimilinu Sóltúni við gott atlæti.
Starfsfólkinu þar eru færðar þakkir
frá aðstandendum Matthildar.
Fjölskyldan sótti hana tíðum heim
á Sóltún og Ívar sonur hennar sem
var hennar helsta stoð og stytta kom
til hennar daglega og kunni hún
sannarlega að meta það.
Að leiðarlokum þakka ég Matt-
hildi fyrir góð kynni og vináttu í ára-
tugi. Ég naut þess að búa á heimili
hennar tvo vetrarparta á árum áður
við gott atlæti og á um það góðar
minningar. Hvíldu í friði.
Viðar Stefánsson
Við erum mörg sem höfum verið
svo lánsöm að eiga samastað í tilver-
unni undir verndarvæng ömmu
Matthildar. Hvernig sem veröldin
snerist var amma alltaf til staðar
með hlýjan faðminn. Í Granaskjólinu
hjá Matthildi og Ívari áttum við öll
okkar skjól og sælureit. Amma var
húsmóðir af guðs náð og tók lagið um
leið og hún hrærði í pottunum. Hún
stýrði heimilishaldinu af ráðdeild og
samviskusemi og kryddaði tilveruna
með sinni eðlislægu glaðværð og lífs-
gleði. Amma upplifði bæinn Reykja-
vík vaxa og verða að risavöxnu út-
hverfi. Barnsskónum sleit hún á
Langholtinu í stórum systrahóp á
býlinu Fögrubrekku. Fagrabrekka
stóð upp af Laugardalnum sem þá
hét nú reyndar Laugamýri. Til að
komast í skólann þurftu systurnar í
fyrstu að brölta suður yfir Sogamýr-
ina yfir að forvera Laugarnesskóla.
Þegar kennsla hófst í Laugarnes-
skóla þá var amma ein af sveitastelp-
unum sem skokkuðu þar um.
Amma fór ung með eldri systrum
sínum á síldarvertíð til Siglufjarðar.
Á þeim árum var stórborgarbragur
yfir Siglufirði og átti amma margar
kærar minningar frá þeim sumrum.
Amma og afi kynntust á Siglufirði,
afi Ívar var þá vélstjóri á einum af
Fossum Eimskipafélagsins. Að lok-
inni síldarvertíð sigldi amma suður
til Reykjavíkur með afa. Eftir það
varð ekki aftur snúið, snemmsumars
árið 1941 giftu þau sig og réttu ári
síðar fæddist mamma. Þau bjuggu
fyrst á Karlagötunni en fluttu síðan
vestur yfir læk í Granaskjólið. Þar
höfðu afi Ívar og félagar stofnað
byggingarsamvinnufélag um bygg-
ingu sænsku húsanna við Nesveg og
Granaskjól. Upphaflega horfðu
amma og afi inn í Hvalfjörð út á Jök-
ul og upp á Skaga frá Granaskjólinu.
Með tíð og tíma minnkaði þó útsýnið
með aukinni byggð. Amma hafði
græna fingur, trén og blómin voru
henni kær og fengu sinn skammt af
nærgætni og alúð. Vorið 1991 komu
afi og amma í heimsókn til okkar í
Kaupmannahöfn. Afi lóðsaði okkur
um og rifjaði upp þegar hann sigldi á
gömlu höfuðborgina okkar. Einn
daginn voru þau sposk á svip og vildu
endilega bjóða okkur Röggu út að
borða. Yfir kvöldverðinum ljóstruðu
þau því upp að nú ættu þau 50 ára
brúðkaupsafmæli. Þau voru enn eins
og ástfangnir unglingar. Missir
ömmu var mikill þegar afi Ívar féll
frá. Hún hélt þó sínu striki sem horn-
steinn fjölskyldunnar. Síðustu árin
dvaldi amma á Sóltúni og naut þar
góðrar umönnunar. Hún var stál-
minnug og fylgdist grannt með fjöl-
skyldunni, afmælisdaga allra barna-
barnabarna hafði hún á hraðbergi.
Hún hélt lengi í þann draum að snúa
aftur í Granaskjólið en hreyfihömlun
kom í veg fyrir það. Hún missti þó
aldrei móðinn og brosti hvað sem leið
verkjum í skrokknum.
Og nú fór sól að nálgast æginn,
og nú var gott að hvíla sig,
og vakna upp úngur einhvern daginn
með eilífð glaða kríngum þig.
Nú opnar fángið fóstran góða
og faðmar þreytta barnið sitt;
hún býr þar hlýtt um brjóstið móða
og blessar lokað augað þitt.
Hún veit, hve bjartur bjarminn var,
þótt brosin glöðu sofi þar.
(Þorsteinn Erlingsson)
Blessuð sé minning Matthildar
Jónsdóttur.
Jón Guðmundsson og fjölskylda.
Elsku amma. Þá er kallið komið.
Við kveðjum þig með söknuði en gott
er að vita að núna líður þér vel, nú
ertu frjáls. Veikindi þín voru löng og
ströng og breyttust lífsgæði þín mik-
ið. Hlutir sem þú elskaðir að gera
eins og handavinna, heimsækja fólk-
ið þitt o.fl. voru teknir frá þér að
mestu og var það þér þungbært og
erfitt oft á tíðum. Það eru margar
minningar sem koma upp í hugann
þegar við hugsum tilbaka. Þær voru
nú ófáar stundirnar sem við áttum
með henni ömmu í Granaskjólinu.
Alltaf var tekið með gleði á móti okk-
ur og ekki munum við nú eftir henni
ömmu í fýlu enda ávallt stutt í hlát-
urinn hjá ömmu. Eldhúsið var alltaf
aðalstaðurinn á Granaskjólinu, þar
sátum við og gæddum okkur á góð-
gæti sem amma töfraði fram og alltaf
var nóg til. Þá sat amma með kaffi-
bollann sinn, spjallaði og horfði útum
eldhúsgluggann. Ekki þótti henni
verra að vera með smá rúgbrauð
með kaffinu sínu. Heimilið hennar
ömmu var ofboðslega fallegt, alltaf
svo hreint og fínt og í minningunni
þá glansaði á mublurnar í stofunni.
Garðurinn var sá flottasti í götunni,
fullur af blómum og háum trjám.
Amma hafði unun af því að hugsa um
garðinn og heimsótti hún Grana-
skjólið árlega á þessum tíma eftir að
hún veiktist þegar vorlaukarnir eru í
blóma og veðrið svo fallegt. Amma
var mikil húsmóðir og lifði hún fyrir
fjölskylduna sína, börnin sín, barna-
börnin og svo barnabarnabörnin
þegar þau komu í heiminn eitt af
öðru og eru þær ófáar hosurnar sem
amma hefur prjónað á litla fætur í
gegnum árin. Amma var virkilega
góð manneskja sem bauð alla vel-
komna á heimili sitt. Ekki breyttist
viðmót hennar þó hún lægi lengi á
spítala og síðan á Sóltúni. Alltaf
ljómaði hún þegar við komum og sér-
staklega þegar litlu barnabarna-
börnin voru með. Við eigum eftir að
sakna þín mikið, þú varst svo
skemmtileg og góð, elsku amma.
Vilborg Viðarsdóttir og Júlíana
Viðarsdóttir.
Elsku besta amma, eða „stut-
tamma“ eins og við systkinin vorum
vön að kalla hana til aðgreiningar frá
langömmu, er búin að kveðja okkur í
bili. Við vitum þó að hún er ekki al-
farin frá okkur því við eigum svo
sannarlega margar og fallegar minn-
ingar um hana sem munu ylja okkur
um ókomna tíð. Amma var yndisleg-
asta amma í heimi, með stórt hjarta
og nóg af kærleika sem við höfum
svo sannarlega notið alla okkar tíð.
Nú er komið að því að leiðir skilji um
sinn en við viljum trúa því að við hitt-
umst aftur, seinna, en þangað til vit-
um við að þau afi gæta okkar allra.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Amma, við elskum þig alltaf. Þín
barnabörn,
Valdís, Inga Þóra,
Eva Dögg og Davíð Örn.
Elsku amma mín, mig langar að
minnast þín með örfáum orðum. Þú
varst mér svo kær, það er erfitt að
hugsa sér að þú sért farin frá okkur
en þú varst búin að vera svo veik að
maður mátti vita að þetta myndi ger-
ast fyrr eða síðar. Alltaf þótti mér
gaman að koma til ykkar afa í heim-
sókn og á ég mér yndislegar minn-
ingar af þér og afa, það er mér minn-
isstætt hversu hjartahlý og góð þú
varst.
Þar sem þú ert farin af þessu til-
verustigi óska ég þess að þú sért
komin á betri stað og þér líði vel, ég
mun alltaf hugsa til þín, elsku amma
mín.
Hvernig er hægt að þakka,
það sem verður aldrei nægjanlega
þakkað.
Hvers vegna að kveðja,
þann sem aldrei fer.
Við grátum af sorg og söknuði
en í rauninni ertu alltaf hér.
Höndin sem leiddi mig í æsku
mun gæta mín áfram minn veg.
Ég veit þó að víddin sé önnur
er nærveran nálægt mér.
Og sólin hún lýsir lífið
eins og sólin sem lýsti frá þér.
Þegar að stjörnurnar blika á himnum
finn ég bænirnar,sem þú baðst fyrir
mér.
Þegar morgunbirtan kyssir daginn,
finn ég kossana líka frá þér.
Þegar æskan spyr mig ráða,
man ég orðin sem þú sagðir mér.
Vegna alls þessa þerra ég tárin
því í hjarta mínu finn ég það,
að Guð hann þig amma mín geymir
á alheimsins besta stað.
Ótti minn er því enginn
er ég geng áfram lífsins leið.
Því með nestið sem amma mín gaf
mér,
veit ég að gatan hún verður greið.
Og þegar sú stundin hún líður
að verki mínu er lokið hér.
Þá veit ég að amma mín bíður
og með Guði tekur við mér.
(Sigga Dúa.)
Davíð Örn Ingason.
Elsku langamma,
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt, hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa)
Mikið var gaman að búa hjá þér,
elsku amma Matthildur. Minningin
um árin í Granaskjólinu er mér svo
kær. Það var ómetanlegt að geta
ávallt leitað til þín. Þú varst heill
viskubrunnur og ég vart talandi á ís-
lensku. Alltaf varstu full af lífi og
húmor, en engan hef ég hitt sem
hafði jafn mikinn húmor fyrir sjálf-
um sér, eins og þú. Þú hlóst hátt og
dátt og aðrir hlógu með. Í seinni tíð
sannaðir þú að sóttin er aðeins hamla
á líkamanum en ekki viljanum og síst
af öllu lífsgleðinni. Ég mun sakna þín
sárt en þú munt fylgja mér sem hlý
minning um kæran vin, yndislega
langömmu, góðan kennara og frá-
bæra fyrirmynd.
Sigurrós Jónsdóttir.
Matthildur Jónsdóttir
Elsku amma Matthildur,
takk fyrir að hafa alltaf verið
svona góð við okkur, þú svo
sannarlega kenndir okkur
margt, meðal annars að búa
til langbestu aspassúpuna.
Það var alltaf hægt að
treysta á þig, þú leyfðir okk-
ur alltaf að gista, spilaðir við
okkur og veittir okkur
ógleymanlegan félagsskap.
Nú þegar þú ert farin mun-
um við minnast þín sem
bestu ömmu í heimi sem
gerði nánast allt fyrir barna-
börnin sín.
Við munum sárt sakna þín
og okkar minningar um þig
munu verða í hjörtum okkar
að eilífu.
Megir þú hvíla í friði,
Margrét Lilja
og Matthildur (Mattý).
HINSTA KVEÐJA
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ANDRÉS BERGSSON,
Klapparstíg 5,
Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð Akureyri laugardaginn
16. maí.
Útför hans fer fram frá Glerárkirkju mánudaginn
25. maí kl. 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hans er bent á líknarstofnanir.
Arnar Andrésson, Hrefna K. Hannesdóttir,
Gísli Andrésson,
Jón Andrésson, Margrét Pálsdóttir,
Guðrún Andrésdóttir, Jakob Tryggvason,
afa- og langafabörn.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
FANNEY SOFFÍA SVANBERGSDÓTTIR,
Þingvallastræti 38,
Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 5. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýjan hug.
Steinunn Árnadóttir, Sigurður J. Sigurðsson,
Ragnhildur Thoroddsen,
Hildur, Arnar, Árni Fannar, Ólafur Björn, Sigurður Árni
og langömmubörn.
✝
Elskulegur móðurbróðir minn,
PÁLMI ALFREÐ JÚLÍUSSON
frá Syðra-Skörðugili,
Skagafirði,
verður jarðsunginn frá Glaumbæjarkirkju laugar-
daginn 23. maí kl. 14.00.
Fyrir hönd frændfólks og vina,
Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir.