Morgunblaðið - 22.05.2009, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 22.05.2009, Qupperneq 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2009 Sumarhús Þrastahólar - Grímsnesi Snyrtilegt og nýstandsett 58 m² sumarhús á góðri 5.500 m² eignarlóð. 100 m² sólpallur. Upplýsingar í síma 898-1598. Lækkað verð aðeins 14,4 millj. Skoða skipti á hjólhýsi. Sumarhús - orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Sumarbústaðaland til sölu Sölusýning á laugardag kl. 13-16 í landi Kílhrauns á Skeiðum. Kalt vatn, sími og rafmagn að lóðarmörkum. Verið velkomin. Hafið samband í síma 824 3040 eða 893 4609. www.kilhraunlodir.is Spennandi gisting Ættarmót, fyrirtækjahópar, golfhópar, saumaklúbbar, kínahópar, hvata- ferðir o.fl. o.fl. Bjóðum upp á frábæra aðstöðu fyrir alla hópa og fjölskyldur. Heitir pottar og grill. Stutt í sundlaug. Allar sjónvarpsstöðvar -líka ef þú ert boltanörd. www.minniborgir.is og Gsm 868-3592. Rotþrær-siturlagnir Heildarlausnir - réttar lausnir. Heildarfrágangur til sýnis á staðnum ásamt teikningum og leiðbeiningum. Borgarplast, www.borgarplast.is s. 561 2211 - Völuteigi 31 - Mosfellsbæ. GESTAHÚS 20 m² 44 mm bjálki til sölu.Verð kr. 789.000. Spónasalan ehf. Smiðjuvegi 40, gul gata, sími 567 5550. Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið Leðurtöskugerð Sumardagskráin tilbúin. Ekki missa af námskeiði þetta sumarið. Kjörið fyrir einstaklinga, saumaklúbba og gæsahópa. Uppl. í s. 578 1808 og á www.leduroglist.is Byrjendanámskeið í tennis Skemmtileg byrjendanámskeið í tennis fyrir fullorðna í sumar. Sumar- skráning hafin. Tíu tíma námskeið. Upplýsingar í síma 564 4030 og á tennishollin.is Til sölu Úrval af vönduðum handskornum trémunum frá Slóvakíu á góðu verði. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Vertu örugg/ur í fríinu ! Fáðu þér öryggishólf frá Rökrás. Rökrás ehf. Kirkjulundi 19. Sími 565 9393. www.rokras.is. MERCEDES BENZ S 220 CDI Ekinn 99 þús. km. Sjálfskiptur, keyless go, fjarlægðar hraðastillir, nudd í sætum, stillanlegir demparar, hæðarstillir, Zenon ljós o.fl. Uppl. í s. 544 4333 og 820 1071. Mercedes Benz E 220 CDI dísel. Avandgarde, sk. 09.2005. Sjálfskiptur, topplúga o.fl. Uppl. í síma 544 4333 og 820 1070. Matador heilsársdekk útsala 165R13 kr. 3.900 155/70R13 kr. 5.500 165/65R14 kr. 7.900 185/65R14 kr. 8.900 195/65R15 kr. 9.900 215/55R16 kr. 16.900 Kaldasel ehf. hjólbarðaverkstæði, Dalvegi 16 b, Kópavogi s. 544 4333. Hjóla- og bílaflutningakerra til sölu - Lækkað verð Lengd 6,60 m, breidd og hæð 2,50 m. Verð 3,5 millj. Tilboð 1.990 þús. Áhv. 1.200 þús. Glitnir. Afb. 25 þús. Uppl. í s: 898-1598. Handslípaðar kristalsljósakrónur frá Tékklandi og Slóvakíu. Mikið úrval. Frábær gæði og gott verð. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. FORD FIESTA 1.6 L DÍSEL til sölu. Sk. 09.2005. Ekinn 7 þús. km. Rafmagnsrúður, samlæsingar, útvarp og CD. Uppl. í síma 544 4333 og 820 1070. Ýmislegt Teg. Bethany - mjög glæsilegur í D,DD,E,F,FF,G,GG,H skálum á kr. 9.990, Teg. Amelie - virkilega haldgóður og flottur í D,DD,E,F,FF,G,GG,H skálum á kr.9.990 Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Blómaskór. Margir litir. Eitt par 1.000 kr., tvö pör 1.690 kr. Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 44. Sími 562 2466. Hjólbarðar Til sölu 41” dekk á 20” krómfelgum - Lækkað verð Passar undir Ford 350 og Harley Davidson. Verð: 350 þús. Uppl. í s: 898-1598. Kaldasel ehf. hjólbarðaverkstæði, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi. S. 544 4333 Gegn framvísun auglýsingar fæst 15% afsláttur af vinnu og Matador dekkjum föstud. 22.05.2009. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Iðnaðarmenn Pípulagningaþjónusta Jónas pípulagningameistari. S: 896-0074. Pípulagnaþjónusta - Stillingar kerfa - Get bætt við smáverkefnum í pípulagnaþjónustu, ásamt stillingum stjórnb. o.fl. Vönduð vinnubrögð. Föst verðtilboð. Lögg. pípul.meistari. Sími 893 7124. Svanhvít, ástkær mágkona mín og vin- kona, verður borin til grafar í dag. Missirinn er mikill og sorgin djúp. Hún var mér og syni mínum sem klettur, ávallt reiðubúin að hjálpa og vernda, rausnarleg og réttsýn. Ég er henni svo óendanlega þakklát fyrir allt. Ég votta elsku Þresti, Daney Rós, Svövu, Þráni, Víði, fjölskyldu okkar og vinum þeirra hjóna inni- legrar samúðar. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Sonný Þorbjörnsdóttir. Svanhvít Rósa Þráinsdóttir ✝ Svanhvít RósaÞráinsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 6. jan- úar 1964. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 7. maí síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 19. maí. Frænka mín Svan- hvít er látin langt um aldur fram. Eftir stutt og erfið veikindi yfirgefur hún þetta líf og heldur á vit nýrra heimkynna. Svanhvít var stóra frænka mín þótt hún væri bara fimm mán- uðum eldri en ég. Hún var elsta stelpan af barnabörnum Jóns og Klöru á Látrum í Vestmannaeyjum sem bæði eru látin. Er við kvöddum ömmu í janúar sl. átti enginn von á því að Svanhvít myndi fylgja henni aðeins örfáum mánuðum síðar. Sem jafnaldra systkinabörn lék- um við okkur saman sem smábörn og síðan sem unglingar þegar við Nonni bróðir dvöldumst á sumrin á Látrum. Þar var alltaf mikið líf og fjör svo minnti stundum á járn- brautarstöð þar sem barnabörn og vinir þeirra sem og fullorðið fólk kom og fór liðlangan daginn. Svan- hvít var mikill orkubolti og ásamt vinnu sinnti hún mörgum verkefn- um af miklum skörungskap. Hún tók þátt í alls kyns sjálfboða- og fé- lagsstörfum og nutu margir henn- ar á því sviði. Orka hennar var allt- af mikil og í lok janúar þegar við fórum saman á þorrablót sagði hún okkur frá því að hún og Þröstur ætluðu að fara hringinn á mótor- hjólunum, sú ferð þeirra bíður betri tíma í öðrum heimi. Að Svan- hvít skuli nú vera fallin frá er mjög mikið áfall fyrir Þröst og Daneyju Rós augastein hennar og biðjum við öll fyrir þeim. Umhyggja henn- ar fyrir þeim var ótakmörkuð og til marks um það sagði hún við mömmu sína nokkrum dögum fyrir andlátið „mamma, getur þú flutt í bæinn í nokkra mánuði og passað upp á hann Þröst minn og Daneyju Rós því ég hef miklar áhyggjur af þeim“. Fráfall Svanhvítar er líka mjög mikið áfall fyrir einkabróður hennar Víði en þau voru mjög náin og er missir hans mikill. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Minningin um eðalmanneskju lif- ir og biðjum við góðan guð að styrkja og varðveita Þröst, Dan- eyju Rós, Svövu, Þráin og Víði í sorg sinni. Úlfar Örn, Elín og synir. Stundum er maður minntur all- harkalega á hve lífið getur verið ósanngjarnt og óskiljanlegt. Svan- hvít mamma hennar Daneyjar er dáin. Það óraði engan fyrir því að þetta myndi enda svona, er hún var greind með gigtarsjúkdóm fyr- ir nokkrum vikum. Svanhvít var einstaklega barn- góð og var heimili þeirra Þrastar alltaf opið vinum Daneyjar. Það er erfitt að trúa því að við eigum ekki eftir að heyra glaðværu röddina hennar eða sjá fallega brosið hennar aftur. Elsku Þröstur og Daney, þið hafið staðið ykkur ótrúlega vel á erfiðum tímum. Með þessu ljóði sem amma eins bekkjarfélaga Daneyjar orti viljum við þakka Svanhvíti samfylgdina. Við erum rík að hafa fengið að kynnast Svanhvíti Rósu Þráins- dóttur og eiga um hana aðeins góð- ar minningar. Blóm var eitt til bana slegið burt úr lífsins ólgusjó minningar þið mætar eigið meðan lífs það anda dró. Almættisins óravegi aldrei skilja munum við hljóður grátur hinsta á degi hægt um losar orkusvið. Öll við sendum óskir hlýjar ykkar til á sorgarstund er leggið þið á leiðir nýjar lofið draum um endurfund. Huga ykkar hlýja og næra hún mun vaka yfir hér daga og nætur dóttir kæra og deyfa sorg í huga þér. Áfram munu árin líða undur fljótt við leik og störf föður áttu faðminn blíða fara í með alla þörf. (ÞAJ.) Fyrir hönd foreldra og barna í 6. S, Snælandsskóla, María, Ingibjörg og Sigríður. Elsku Svanhvít, það er svo óraunverulegt að sitja hérna og skrifa til þín eins og þú sért ekki hér. Við erum ekki búin að meðtaka þetta allt saman, þetta gerðist svo snögglega. Mágkona mín og besta vinkona, þegar sólargeisli ykkar Þrastar, hún Daney Rós, var skírð baðst þú mig að sauma skírnarkjólinn henn- ar og halda henni undir skírn, á sama tíma kom ég með nýjan maka og samband okkar varð enn nán- ara. Við vorum eins og heimalningar hjá ykkur og þið hjá okkur. Þú varst alltaf svo brosmild og fjörug, alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd og dugleg að hóa fólki saman. Við áttum yndislega tíma saman, margar ferðir voru farnar innan- lands og alltaf farin ein til tvær ferðir til útlanda á ári. Þegar við misstum dóttur okkar varst þú stoð og stytta í okkar sorgum, þær mörgu ferðir sem þú og Þröstur fóruð með okkur til Englands voru ómetanlegar. Við höfum fengið að fylgjast með uppeldi Daney Rósar. Verðum við ævinlega þakklát fyrir það og mun- um við halda því áfram, elsku Svanhvít mín. Á sunnudeginum fyrir andlát þitt þá töluðum við við þig í síma, þú varst svo glöð og bjartsýn. Elsku Þröstur, Daney, Svava, Þráinn og Víðir. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina. Minning þín mun ævinlega lifa í hjarta okkar, elsku Svanhvít. Valborg og Karl (Vallý og Kalli).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.