Morgunblaðið - 02.07.2009, Page 4

Morgunblaðið - 02.07.2009, Page 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009 einfaldlega betri kostur Komdu og njóttu góðra veitinga Ekta danskt smurbrauð m/hangikjöti og kaffi 499,- laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is PER Callesen, Martti Hetemäki, Tore Eriksen og Per Jensen, fulltrú- ar Norðurlandanna í viðræðum við ís- lensk stjórnvöld vegna láns hingað til lands, greindu frá því í bréfi til Jóns Sigurðssonar, fyrrv. stjórnarfor- manns FME, hinn 15. maí að Ísland þyrfti að virða skuldbindingar sínar vegna innstæðutrygginga. Það atriði var eitt af fimm atriðum sem Norð- urlöndin settu sem skilyrði fyrir lána- fyrirgreiðslu til Íslands. Þannig var Icesave-samningur milli Íslands, Hollands og Bretlands, þess efnis að Ísland tæki ábyrgð á lágmarksinnstæðutryggingum upp á 20.887 evrur á hvern, forsenda fyrir lánum frá Norðurlöndum. Þetta kemur fram í fyrrnefndu bréfi frá 15. maí sem er meðal þeirra gagna sem íslensk stjórnvöld hafa gert opinber um viðræður vegna Ice- save-reikninganna. Hin skilyrðin voru skýr stefna í ríkisfjármálum og áætlun um hvernig á þeim skyldi haldið, samþykkt frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) um að efnahagsáætlun sjóðsins og ís- lenskra stjórnvalda verði framfylgt, og skilvirkt upplýsingastreymi milli fulltrúa Norðurlanda og Íslands sam- hliða samskiptum við IMF. Fyrrnefnd skilyrði komu til við- bótar við önnur atriði sem gerðu ís- lenskum stjórnvöldum ómögulegt annað að en að samþykkja ábyrgð á lágmarksinnstæðutryggingum, að mati ríkisstjórnarinnar. Lán Norðurlandanna til Íslands, upp á 1,8 milljarða evra, var veitt með því meginskilyrði að IMF aðstoðaði Ísland úr þeim vanda sem hrun bankakerfisins í byrjun október í fyrra skapaði. Óbeint var því sameiginleg aðstoð Norðurlanda og IMF háð því að Ís- land tæki á sig ábyrgð á Icesave- reikningum vegna falls Landsbank- ans. Íslensk stjórnvöld lögðu áherslu á, skömmu eftir að bankarnir féllu, að aðstoð IMF væri ekki háð því skilyrði að Ísland tæki ábyrgð á lágmarks- innstæðutryggingu vegna Icesave. Á endanum var það svo að ábyrgðin á Icesave-innstæðutryggingunum var skilyrði fyrir lánafyrirgreiðslu og þar með áætlun IMF og Íslands. Það mat ríkisstjórnarinnar, að ekki sé hægt að komast hjá ábyrgð á lágmarks- innstæðutryggingu, byggir meðal annars á þessum skilyrðum. Forsenda aðstoðar  Norðurlöndin settu fimm skilyrði fyrir lánafyrirgreiðslu  Ábyrgð á lágmarksinnstæðutryggingum algjör forsenda ÍSLENSK stjórnvöld birtu 30. júní sl. 68 skjöl sem tengjast Icesave- samningum stjórnvalda við Breta og Hollendinga. Ekki eru þó öll skjöl er tengjast málinu birt enn. Í tilkynningu stjórnvalda segir að leynd hafi verið létt af hluta gagnanna. Sérstaklega segir að ekki megi birta öll gögnin op- inberlega. Um 24 skjöl er að ræða sem þingmenn einir fá aðgang að. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fá þingflokkar að kynna sér gögnin en ekki á tölvutæku formi. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna þurfa því að eyða nokkrum tíma í að kynna sér gögnin áður en endanleg ákvörðun um Icesave-samninginn verður tekin. Auk þess er önnur mappa á þingnefndarsviði Alþingis sem þingmenn geta kynnt sér, þar sem enn meiri leynd er ríkjandi. Hún geymir m.a. fund- argerðir frá samningafundum vegna Icesave-málsins. Mikil áhersla er lögð á að halda upplýsingum í þeirri möppu leyndum þar sem um trúnaðar- samskipti Íslands, Hollands og Bretlands er að ræða. Fá ekki Icesave-gögnin í hendur Morgunblaðið/Heiddi Þung á brún Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra voru þung á brún þegar Icesave-gögn voru kynnt. Icesave Ábyrgðin gæti reynst Íslandi dýr. Norðurlöndin kröfðust þess að Ísland tæki ábyrgð á lágmarks- innstæðutryggingum. Annars hefði ekkert lán fengist. Ábyrgð á lágmarksinnstæðutryggingum var forsenda aðstoðar frá IMF. ÞAÐ getur kostað Íslending 245.000 krónur að leigja sér skutbíl í eina viku, sem er meðaltímalengd á bíla- leigubíl. Hefur verð á bílaleigubílum nær tvöfaldast frá síðasta sumri. Vilhjálmur Sigurðsson, sölu- og markaðsstjóri hjá bílaleigunni Avis, segir erlenda ferðamenn ekki eiga að finna mikið fyrir hækkun, þar sem allir samningar séu gerðir í evrum en ekki íslenskum krónum. Raunhækkun til þeirra sé því aðeins um 5%. Út á við séu það Íslend- ingar sem finni mest fyrir hækk- uninni enda hafi allur kostnaður bæði af lánum og við kaup á nýjum bílum hækkað á móti hruni krón- unnar. Lægra gengi og dýrari rekstur Björgvin Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Bílaleigu Hertz á Ís- landi, tekur í sama og streng og segir rekstrarkostnað hafa hækkað. „Nýir bílar hafa hækkað um 30%, bílavarahlutir hafa hlaupið upp í verði og þá hafa iðgjöld trygginga- félaga líka hækkað gríðarlega.“ Hann bendir einnig á að stærstur hluti þeirra ferðamanna sem hingað koma sé búinn að bóka fyrirfram hjá ferðaskrifstofum í sínu landi, eina verðhækkunin sem sé hægt að leyfa sér sé í gegnum netið. „Við vorum að senda ferðaheildsölunum verð allt frá september og fram í desember til að selja fyrir okkur núna í sumar. Það gefur auga leið að við gátum ekki séð fyrir hið gríð- arlega fall krónunnar sem varð í bankahruninu, þannig að ég efast um að við séum að ná inn fyrir kostnaði.“ Björgvin segir verðhækkunina til ferðaheildsala vera um 5-7% reikn- að í evrum. Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, sagðist vera með nánast sama verð og árið áður í evrum og hafa í raun tekið gengis- tapið mest á sig. Hann er hins veg- ar bjartsýnn á sumarið enda aukn- ing í bókunum erlendis frá sem bæti upp innlendan samdrátt sem orsak- ist af almennri kólnun hagkerfisins. Getur kostað allt að 245.000 krónur að leigja skutbíl í viku Verðgjá hjá bílaleigum milli inn- lendra og erlendra ferðamanna ÞEIR sem eru atvinnulausir eiga ekki rétt til atvinnuleysisbóta fari þeir í orlof jafnvel þó þeir hafi verið án vinnu í lengri tíma og hafi því ekki fengið greidda orlofsdaga frá fyrri vinnuveitanda. Vinnumálastofnun lítur svo á að þeir sem eru atvinnulausir hafi flestir unnið sér rétt til orlofstöku og fengið greidda orlofsdaga frá fyrri vinnuveitanda. Ljóst er hins vegar að margir hafa verið at- vinnulausir lengur en svo. Virk atvinnuleit er skilyrði þess að fá greiddar atvinnuleysistrygg- ingar og litið er svo á að þeir sem fara í orlof teljist ekki í virkri at- vinnuleit á meðan. haa@mbl.is Atvinnulausir eiga ekki rétt á bótum í orlofi FRÉTTASKÝRING Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is VINNUMÁLASTOFNUN er nú farin að samkeyra færslur sínar við staðgreiðslugrunn ríkisskattstjóra (RSK), í því skyni að fá fram allar þær tekjur sem gefnar hafa verið upp til skatts en mismunandi tekjur geta haft áhrif á rétt til atvinnuleys- isbóta. „Með þessu náum við fram bættu eftirliti, þar sem við getum séð tekjur þeirra sem hafa ekki gefið þær upp hjá okkur. Við munum sjá þær strax,“ sagði Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Hingað til höfðum við ekki hug- búnað í svona vinnslu og unnum þetta eftir á en fáum nú þessar upp- lýsingar jafnharðan og þær eru til- búnar hjá RSK. Það eru því að koma fram mun ýtarlegri upplýsingar um þær tekjur sem einstaklingar hafa haft og áttu að gefa upp, sem hafa þá bein áhrif á útreikninginn.“ Gissur sagði að í raun væri ekki verið að gera neitt nýtt, bara gera það fyrr og með skilvirkari hætti. „Við erum að fá miklu fleiri at- hugasemdir en áður og þarna eru um 1.700 einstaklingar með tekjur sem þeir höfðu ekki gert grein fyrir og við þurfum að leita skýringa á. Við þurfum þá að endurreikna, skerða og jafnvel fella niður bætur.“ Aðspurður sagði Gissur að mis- jafnt væri hvers konar tekjur væru ekki gefnar upp á umsóknum til þeirra. Um væri að ræða alls kyns eingreiðslur og uppgjör vegna slysa og bóta, sem gæti jafnvel hlaupið á hundruðum þúsunda. Þá var í einu tilfelli um að ræða milljónir króna. Þurfa að fá útskýringar Gissur segist eiga von á að það séu í sjálfu sér til útskýringar á þessum tekjum í mörgum tilvikum. Í út- sendu bréfunum sé útskýrt um hvaða tekjur er að ræða og hvernig eigi að koma upplýsingum til Greiðslustofunnar. „Af þessum 1.700 bréfum sem við sendum koma örugglega útskýr- ingar frá stærstum hluta þeirra. Væntanlega munu einhverjir ekki geta skýrt af hverju þeir gáfu ekki upp tekjurnar. Í einhverjum til- fellum koma einstaklingar svo til með að missa bótarétt með hliðsjón af þeim tekjum sem um ræðir.“ Atvinnuleysisbætur voru greiddar út í gær. Alls greiddi Vinnu- málastofnun nær fimmtán þúsund einstaklingum tæpa 1,9 milljarða króna. Vantar upplýs- ingar frá 1.700 atvinnulausum Vinnumálastofnun hefur óskað eftir því að 1.700 umsækjendur um atvinnuleysistryggingar skili inn upplýsingum um tekjur, áður en þeir fá greiðslur úr Atvinnu- leysistryggingasjóði. 16.965 atvinnulausir í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.