Morgunblaðið - 02.07.2009, Blaðsíða 23
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009
✝ Guðmundur Jóns-son fæddist í
Kjólsvík í Borgarfirði
eystra 20. sepember
1918. Hann lést á
Hjúkrunarheimilinu
Skjóli laugardaginn
20. júní 2009. For-
eldrar hans voru Jón
Magnússon, f. 15.
febrúar 1880, d. 24.
ágúst 1946 og Sól-
veig Sigurbjörns-
dóttir, f. 12. júlí 1889,
d. 28. nóvember
1927. Látin systkini
Guðmndar eru, Kristberg, f. 15.
janúar 1916, d. 5. desember 1996,
Magnús, f. 3. júlí 1917, d. 13. nóv-
ember 1981. Kristborg, f. 8. janúar
1923, d. 28. nóvember 1992. Eft-
irlifandi systir hans er Sigurbjörg,
f. 10. febrúar 1920.
3. júlí 1944, kvæntur Svanborgu
Jónsdóttur, f. 14. apríl 1947.
Sem ungur drengur fer Guð-
mundur til Brúnuvíkur til Lukku
og Sigurðar og er þar í tvö ár. Fer
aftur heim til föður síns í Kjólsvík,
eftir það stundaði hann búskap
með bróður sínum Kristbergi í
Breiðuvík en hætti búskap 1947.
Kringum 1945 og 1946 byggir
Guðmundur sér hús í Borgarfirði
eystra og fór gangandi daglega frá
Breiðuvík yfir Gagnheiði til Borg-
arfjarðar. Var á vertíðum í Vest-
mannaeyjum áður en hann flutti til
Reykjavíkur um 1953, þar sem
hann kynntist konu sinni Guðlaugu
árið 1955. Vann við fiskvinnslu í
Hraðfrystistöðinni á „Grandanum“
og lengi sem verkstjóri hjá Jón
Halldórssyni í „Verbúð 23“. Frá
1980 vinnur hann hjá Garðastáli
þangað til hann hættir vegna ald-
urs.
Útför Guðmundar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 2. júlí og
hefst athöfnin klukkan 13.
Guðmundur kvænt-
ist 19. maí 1956 Guð-
laugu Jóhanna Júl-
íusdóttir frá
Hokinsdal í Arn-
arfirði, f. 12. janúar
1916, d. 21. mars
1997. Þau eignuðust
tvo syni, a) Jón, f. 26.
október 1956, kvænt-
ur Guðrúnu Sig-
urbjörnsdóttir, f. 11.
maí 1953, þau eiga
einn dreng Guð-
mundur H., f. 2. febr-
úar 1988, og b) Við-
ar, f. 8. nóvember 1958.
Fyrri maður Guðlaugar var
Skúli Zophaníasson, f. 28. ágúst
1914., d. 4. júní 1948 og áttu þau
tvo syni, a) Þóri, f. 17. ágúst 1937,
kvæntan Unu O. Guðmundsdóttir,
f. 10. október 1937, og b) Júlíus, f.
Nú hefur hann tengdafaðir minn
loksins fengið hvíldina, þetta hafa
verið erfið ár í gleymsku Alzeimer-
sjúkdómsins.
Ég vil þakka honum samfylgd-
ina í yfir þrjátíu ár.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Guð blessi þig, Guðmundur
minn.
Guðrún Sigurbjörnsdóttir.
Ég gleymi því aldrei þegar ég
var yngri og fór í heimsókn til afa
með vinum mínum, hann tók á
móti okkur með hoppum og ka-
ratehreyfingum eins og hann væri
25 ára. Hann var hressari en nokk-
ur annar maður áður en hann
veiktist, hann keyrði um allan bæ,
fór í sund hvern einasta morgun
og var alltaf í löngum labbitúrum
um allan bæ.
Það var hreint ótrúlegt þegar
við fórum til Borgarfjarðar eystra
og hann sýndi okkur leiðina sem
hann þurfti að labba frá Breiðuvík
yfir í Borgarfjörð, til að byggja
húsið sitt í Borgarfirðinum. Dugn-
aðurinn og krafturinn í honum var
gífurlegur alveg fram á seinasta
dag. Þegar ég var kominn á 16 ár,
þá byrjaði hann fyrst að spyrja
„Jæja Helgi minn, hvenær á svo að
fara finna sér konu og byggja
handa henni hús?“ Þetta sagði
hann við mig reglulega alveg
þangað til hann veiktist svona gíf-
urlega. Ég gleymi því aldrei þegar
við fjölskyldan vorum stödd í
litlum bæ í Þýskalandi og foreldr-
ar mínir ákváðu að fara og sýna
vini mínum kastalann á staðnum.
Ég og afi höfðum séð hann marg-
oft áður svo við fórum bara á eitt
af okkar þó mörgu röltum. Þá
fundum við þessa örsmáu búð inni
í lítilli hliðargötu sem seldi viský.
Þetta var ekki venjuleg áfengis-
verslun, því að þarna gastu valið
þér flösku og svo var tappað á
flöskuna. Afi var ekki lengi að
grípa einhverja mjög skrýtna
flösku og fylla hana af viský, sá
var sáttur. Svo settumst við niður
á einhverjum litlum stað og feng-
um okkur að drekka, það leið ekki
á löngu fyrr en kallinn vildi fara
aftur í búðina og hann keypti sér
aðra flösku. Svo var ekkert talað
meira um það, fyrr en komið var
til Íslands, þá var vínið smakkað
og vínið var svo gott að enn þann
dag í dag er pabbi minn að reyna
finna þessa búð.
Ég mun alltaf muna eftir honum
afa mínum, þessum litla orkubolta
sem gat oft og tíðum verið meiri
prakkari en ég. Loksins færðu að
hitta ömmu sem þú ert búinn að
sakna svo gífurlega og auðvitað
líka systkinin þín þau Kristberg,
Magnús og Kristborgu. Ef ég
þekki þig rétt þá siturðu núna með
bros á vör í Breiðuvíkinni að raula
eitthvert lítið harmonikulag.
Ég elska þig. afi minn. Þinn son-
arsonur og nafni,
Guðmundur Helgi.
Guðmundur Jónsson
✝
Eiginmaður minn,
JÓN ÍSBERG
fyrrv. sýslumaður í Húnavatnssýslu,
Brekkubyggð 36,
Blönduósi,
verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju föstudaginn 3. júlí kl. 14.00.
Þórhildur Ísberg.
✝
Elskuleg móðir mín, dóttir, systir og mágkona,
HLÉDÍS GUNNARSDÓTTIR,
Snægili 9,
Akureyri,
sem lést þriðjudaginn 23. júní, verður jarðsungin
frá Garðskirkju í Kelduhverfi fimmtudaginn 2. júlí
kl. 14.00.
Elvar Pálsson,
Kristveig Árnadóttir,
Ómar Gunnarsson, Hrafnhildur Stella Sigurðardóttir,
Árni Grétar Gunnarsson, Margrét Sigurðardóttir.
✝
Innilegt þakklæti til allra sem sýndu okkur ómetan-
lega vináttu, hlýhug og samúð við andlát og útför
okkar kæru móður, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
BIRNU SALÓMONSDÓTTUR.
Salómon Viðar Reynisson, Þóra Lind Karlsdóttir,
Ásgrímur Víðir Reynisson, Helga Þorsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi, langafi og langalangafi,
ÁRNI JÓHANNES HALLGRÍMSSON,
Breiðuvík 6,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum sunnudaginn 28. júní.
Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánu-
daginn 6. júlí kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið og Hjartaheill.
Ásdís Ásgeirsdóttir,
Ása Árnadóttir, Sigurdór Friðjónsson,
Kristjana Vilborg Árnadóttir, Hannes Björn Friðsteinsson,
Guðrún Árnadóttir, Ásgeir Óskarsson,
Ásgeir Þór Árnason, Karlotta Jóna Finnsdóttir,
Hallgrímur Árnason,
Sigurður Árnason, Kari Anne Østby,
Dagný Árnadóttir, Hafsteinn Hróbjartur Hafsteinsson,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
FRIÐGERÐUR GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR,
Engjavegi 34,
Ísafirði,
verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn
4. júlí kl. 14.00.
Steinunn S. L. Annasdóttir, Halldór Benediktsson,
Vilhelm S. Annasson, Særún Axelsdóttir,
Ásgerður H. Annasdóttir, Ómar Ellertsson,
Bergþóra Annasdóttir, Kristján Eiríksson,
Sigmundur J. Annasson, Agnes Karlsdóttir,
Guðný Anna Annasdóttir, Sigurjón Haraldsson,
Dagný Annasdóttir, Húnbogi Valsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SVERRIR LEÓSSON
útgerðarmaður,
Aðalstræti 68,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn
7. júlí kl. 13.30.
Auður Magnúsdóttir,
Magnús Sverrisson, Unnur Dóra Norðfjörð,
Ásthildur Sverrisdóttir, Jóhann Björgvinss.,
Ebba Sverrisdóttir, Sveinbjörn Bjarnason,
Ragnhildur Sverrisdóttir, Steinar Sigurðsson,
afabörnin og langafastrákarnir.
✝
Okkar frábæra móðir, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
INGA VALBORG EINARSDÓTTIR,
Gullsmára 5,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
miðvikudaginn 1. júlí.
Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn
10. júlí kl. 13.00.
Soffía Sveinsdóttir,
Sveinn M. Sveinsson, Auður E. Guðmundsdóttir,
Guðmundur G. Sveinsson,
Einar Sveinsson, Arnild Mölnvik,
Sigurður V. Sveinsson, Sigríður Héðinsdóttir,
Þórlaug Sveinsdóttir, Guðmundur Friðjónsson,
barnabörn, barnabarnabörn,
barnabarnabarnabörn og makar þeirra.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ELÍSABET HANNESDÓTTIR
íþróttakennari,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð að morgni
miðvikudagsins 1. júlí.
Anna Björg Sveinsdóttir, Ingólfur Sigmundsson,
Ingveldur Sveinsdóttir,
Þóra Sveinsdóttir,
Sveinn Ingimar Sveinsson, Linda Margrét Arnardóttir,
ömmubörn og langömmubarn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
MARGRÉT J. JÓNSDÓTTIR,
Hlévangi,
Keflavík,
áður Sóltúni, Garði,
lést aðfaranótt miðvikudagsins 1. júlí.
Hafsteinn Júlíusson, Sigríður Auðunsdóttir,
Kristín Oddbjörg Júlíusdóttir, Karl Ásgrímsson,
Hreiðar Júlíusson, Salóme Kristinsdóttir,
Guðný Júlíusdóttir, Helmuth Guðmundsson
og ömmubörnin.