Morgunblaðið - 02.07.2009, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 02.07.2009, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009 Hvíld Þegar biðin eftir hlaupurunum í friðarhlaupinu var orðin of löng lögðust nokkrir yngstu, og jafnframt þreyttustu, áhorfendanna niður og hvíldust. Golli Vala Andrésdóttir Withrow | 30. júní Ferðafrelsi og aukin lífsgæði … En aftur að bílunum, því eitt það helsta sem ég hef áhyggjur af með hækkandi bensínverði, bílaverði, sköttum og bílalánum er að ferða- frelsi landsmanna skerð- ist þegar færri hafa efni á að keyra eða þá að fólk hafi almennt efni á að keyra minna. Bifreiðin var enda á sínum tíma á margan hátt álíka frelsandi og internetið er fyrir okkar kynslóðir. [...] Ferðafrelsið hefur haft bein áhrif á að auka framboð og samkeppni og þar af leiðandi lækkað verð. Lægra verð leiðir til hærri kaup- máttar, eða „meira fyrir peninginn“ ... Meira: vala.blog.is NOKKUR umræða hefur orðið í fjölmiðlum um þingsályktunar- tillögu þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram 11. júní sl. um nauðsyn- legar aðgerðir vegna alvarlegs ástands efna- hagsmála. Einkum hef- ur umræðan snúist um þann þátt sem varðar skattlagningu lífeyrissjóðsgreiðslna. Þar er lagt til að skoðað verði í sam- vinnu við aðila vinnumarkaðarins, að gera kerfisbreytingu á skattlagningu lífeyrissjóðsgreiðslna til að afla rík- issjóði frekari tekna. Þannig verði inngreiðslur í lífeyrissjóð skattlagðar í stað útgreiðslna eins og nú er. Þessi aðgerð er sögð geta aflað ríkissjóði allt að 40 milljarða kr. viðbótartekna á ári, án þess að skerða ráðstöf- unartekjur launþega og eft- irlaunaþega. Í stöðugleikasáttmála nær allra aðila á vinnumarkaði og stjórnvalda sem lokið var við 25. júní sl. er ekki tekið undir þau sjónarmið í tillögunni að skattleggja lífeyris- sjóðsiðgjöldin í stað útgreiðslna. Í greinargerð með tillögunni kem- ur m.a. fram að mismunandi háttur er hafður á skattlagningu lífeyrissjóða í nágrannalöndunum. Þannig séu fjár- magnstekjur og útgreiðslur skatt- lagðar í Danmörku, Finnlandi og Sví- þjóð en eingöngu útgreiðslur í Noregi og hér á landi. Með því að skattleggja inngreiðslur í stað útgreiðslna megi auka tekjur ríkissjóðs mikið. Fullyrt er í greinargerðinni að ráðstöf- unartekjur launþega og eft- irlaunaþega skerðist ekki á nokkurn hátt við þessa kerfisbreytingu. Hvað framkvæmdina varðar er vikið að því að lífeyrissjóðirnir myndu t.d. stofna tvær deildir. Í annarri yrðu inngreiðslur skattlagðar en hinni út- greiðslur. Gömlu deildinni yrði lokað við breytinguna – hún tæki ekki við frekari inngreiðslum. Nýja deildin myndi síðan taka yfir þá gömlu með tímanum. Gert er ráð fyrir því að við kerfis- breytinguna muni tekjustreymi rík- issjóðs samstundis aukast um 40 milljarða. Landssamtök lífeyr- issjóða hafa farið yfir þessar tillögur þing- manna Sjálfstæð- isflokksins. Umræða um málið fer nú fram á Alþingi, en LL settu fram eftirfarandi skoð- anir í umsögn sinni til efnahags- og skatta- nefndar Alþingis í síð- ustu viku:  Megineinkenni og styrkur núverandi íslenska lífeyris- sjóðakerfisins er að hver kynslóð stendur undir sínum lífeyri með sparnaði en veltir ekki kostn- aðinum yfir á næstu kynslóðir eins og flestar þjóðir gera í mjög ríkum mæli.  Íslenska lífeyriskerfið sem bygg- ist á sjóðsöfnun mun, ef það fær að búa við viðunandi starfsskilyrði, leiða til samkeppnishæfara at- vinnulífs í framtíðinni, og þar með betri lífskjara. Það byggist m.a. á því að íslensk fyrirtæki muni ekki þurfa að afla verðmæta til að standa undir tröllvöxnum kostnaði vegna stóraukinnar lífeyrisbyrðar sem mun óhjákvæmilega fylgja öldrun þjóða á Vesturlöndum, þ.m.t. á Íslandi. Þar sem það tekur áratugi að byggja upp sjóðs- myndað lífeyriskerfi er brýnt að hafa í huga að hverskyns breyt- ingar á grundvallarforsendum þess, jafnvel þó þær séu hugsaðar til fárra ára, geta haft veruleg áhrif yfir mun lengri tíma.  Tilfærslur og hvers kyns róttækar breytingar á lífeyrissjóðakerfinu eru mjög til þess fallnar að veikja tiltrú almennings.  Ef skattfrelsismörk iðgjalda mið- uðust við sömu laun og skattfrels- ismörk eru nú, gætu greiðslur til lífeyrisþega eftir skatt þurft að skerðast um allt að 15%. Til að halda greiðslum til lífeyrisþega óbreyttum þyrftu skattfrels- ismörk iðgjalda að miðast við tölu- vert hærri laun, þar sem lífeyris- greiðslur eru yfirleitt um 50-60% af þeim launagreiðslum sem ið- gjöld hafa verið greidd af, miðað við 40 ára inngreiðslutíma. Er því stór hluti lífeyrisþega undir skatt- frelsismörkum í núverandi kerfi. Þetta þýðir í framkvæmd að ríkið þarf að greiða sjóðfélaga út þann ónýtta persónuafslátt sem hann hefði annars nýtt hefði skattur verið dreginn af lífeyrisgreiðsl- unum við útgreiðslu.  Ráðstöfunartekjur lífeyrissjóða munu minnka. Þeir verða því ekki jafn vel í stakk búnir til að fjár- magna nýsköpun í atvinnulífinu, mæta fjárþörf ríkis og sveitarfé- laga sem og að taka þátt í end- urreisn fjármálamarkaða þegar fram líða stundir.  Meginreglan um skattlagningu Evrópusambandsins er að enginn skattur er á iðgjöldum og fjár- magnstekjum lífeyrissjóða en líf- eyrir er hins vegar skattskyldur. Framkvæmdastjórn ESB hefur mælt eindregið með að sú leið verði almennt viðhöfð í aðild- arríkjunum og m.a. sett þá skoðun fram með ítarlegum rökstuðningi í svokölluðum „Communication pa- per“: (COM-2001-214). Meg- inkostur varðandi samræmda beitingu skattareglna á þessu sviði innan ESB er sá að hún auðveldar flutning launþega milli landa inn- an EES-svæðisins, þar sem hún kemur í veg fyrir tvískattlagningu lífeyrisgreiðslna eða að lífeyrir sé greiddur út óskattlagður. Með hliðsjón af ofanrituðu telja Landssamtök lífeyrissjóða þessar til- lögur þingmanna Sjálfstæðisflokks- ins um skattlagningu lífeyrisiðgjalda síst til bóta, sem þátt í endurreisn at- vinnulífsins. Eftir Arnar Sigurmundsson »Meginkostur varð- andi samræmda beitingu skattareglna á þessu sviði innan ESB er sá að hún auðveldar flutning launþega milli landa innan EES- svæðisins, þar sem hún kemur í veg fyrir tví- skattlagningu lífeyr- isgreiðslna … Arnar Sigurmundsson Höfundur er formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða. Lífeyrissjóðir á traustum grunni BLOG.IS TILSKIPUN Evr- ópusambandsins um innstæðutryggingar leggur þá skyldu á herðar aðildarríkjum að koma á fót inn- stæðutryggingakerfi í því skyni að tryggja sérhverja bankainn- stæðu, fyrir allt að 20.000 evrum, komi til greiðsluerfiðleika bankastofnunar. Ef innstæðutrygg- ingin stendur ekki undir skuldbind- ingum sínum, hefur ríkið þar sem bankastofnun er staðsett aug- ljóslega brugðist skyldu sinni og er fjárhagslega ábyrgt gagnvart sér- hverjum innstæðueiganda. Skyldan er bæði skýr og skilyrð- islaus. Hvergi er að finna ákvæði þess efnis, að í sérstökum tilvikum sé mögulegt að víkja frá inn- stæðutryggingunni eða að ríkin verði leyst undan skuldbindingum sínum samkvæmt henni. Þar að auki er hvergi kveðið á um að greina beri á milli stórra og smárra áfalla í fjármálakerfi. Samkvæmt orðalagi tilskipunar- innar er kerfið svokallað trygg- ingakerfi. Af þeim sökum geta inn- stæðueigendur treyst því að geta ávallt nálgast allt að 20.000 evrur af innstæðum sínum, sama hvað á dynur. Þessi niðurstaða er ennfremur í fullu samræmi við markmið inn- stæðutryggingakerfisins. Kerfinu er ætlað að koma í veg fyrir áhlaup á bankastofnanir, enda hefur það sýnt sig að slík áhlaup hafa geig- vænlegar afleiðingar fyrir fjár- málakerfið í heild sinni. Það er erf- itt að ímynda sér að innstæðueigendur myndu leggja traust sitt á innstæðutrygg- ingakerfi sem væri uppfullt af und- antekningarákvæðum og smáu letri, en slíkt á ekki við um umrætt innstæðutrygg- ingakerfi. Niðurstaðan sam- ræmist einnig þörf- inni að tryggja virkni innri markaðar Evr- ópu. Það felur í sér að innstæðueigendur verða að geta treyst innstæðutrygging- unni hvort sem að bankinn sem þeir leggi peningana sína í sé frá Íslandi, Dan- mörku, Tékklandi, Þýskalandi o.s.frv. Það er því nauðsynlegt, þar sem innstæðutryggingunni er ætlað að skapa traust á fjármálastofnunum, innlendum sem erlendum, að hún virki sem skyldi. Engu máli má þá skipta hvaða bankastofnun á í hlut eða hvar innstæðueigandinn á heima. Innstæðutryggingin gildir á sama hátt fyrir alla, hvort sem um er að ræða íslenska ríkisborgara eða ríkisborgara annarra ríkja. Samkvæmt Evrópurétti er það því rétt, jafnvel nauðsynlegt, að Ís- land tryggi að hinn íslenski inn- stæðutryggingasjóður geti staðið við skuldbindingar sínar að greiða innstæðueigendum, að því marki sem kveðið er á um í tilskipuninni, vegna hruns íslensku bankanna. Eftir Pierre Mathijsen Pierre Mathijsen Höfundur er prófessor við Háskólann í Brussel, fyrrverandi ráðuneytis- stjóri hjá framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins og í ritstjórn Euro- pean Law Review. Lagalegar skuldbind- ingar samkvæmt tilskipun ESB um innstæðutryggingar » Samkvæmt Evrópu- rétti er það því rétt, jafnvel nauðsynlegt, að Ísland tryggi að hinn ís- lenski innstæðutrygg- ingasjóður geti staðið við skuldbindingar … Gunnlaugur H. Jónsson | 1. júlí Ofnýting jarðvarmans varasöm Það er mikilvægt að nýta jarðvarmann á ábyrgan og sjálfbæran hátt með langtímasjónarmið í huga. Það er ekki ásætt- anlegt að ganga á jarðvar- mann á suðvesturhorninu með raforkuframleiðslu. Húshitun og iðnaður á að hafa forgang að jarðvarm- anum til lengri tíma. Raforkan á að vera aukaafurð en ekki stýra nýtingunni því raforkuframleiðslan nýtir aðeins 10% af orkunni í jarðhitavökvanum. Meira: ghj.blog.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.