Morgunblaðið - 02.07.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009
Eftir Guðna Einarsson
og Halldór Armand Ásgeirsson
HREYFLARNIR höfðu stöðvast á
nýju Dash 8 eftirlits- og björg-
unarflugvél Landhelgisgæslunnar,
sem hlotið hefur nafnið TF-SIF, og
Benóný Ásgrímsson, flugstjóri, steig
skælbrosandi út ásamt áhöfn sinni.
Fjölmargir prúðbúnir fyrrverandi
og núverandi starfsmenn Landhelg-
isgæslunnar tóku ofan hvít kaskeiti
sín, virtu fyrir sér tignarlega vélina
og klöppuðu himinlifandi. Ragna
Árnadóttir, dómsmálaráðherra,
gekk fram og tók á móti áhöfninni.
„Það var frábært að fljúga vélinni
og við erum mjög ánægðir með
hana,“ sagði Benóný. Oddur Garð-
arsson, flugvirki hjá Gæslunni, stóð
við flugbrautina og gaumgæfði vél-
ina. „Áður fyrr horfðum við út um
skráargatið. Þessi flugvél opnar
dyrnar fyrir okkur.“
TF-SIF lenti í fyrsta sinn á
Reykjavíkurflugvelli kl. 15.00 í gær.
Að sögn Landhelgisgæslunnar er
flugvélin ein fullkomnasta eftirlits-
og björgunarflugvél sinnar tegundar
í heiminum. Georg Kr. Lárusson,
forstjóri Landhelgisgæslunnar,
flaug með vélinni til landsins frá
Kanada. Hann sagði í ávarpi sínu að
áralangt baráttumál Gæslunnar
væri nú orðið að veruleika. „Það er
ólýsanleg tilfinning að fljúga með
vélinni. Hún skiptir sköpum fyrir
okkur. Þetta er eins og að skipta úr
ritvél yfir í tölvu – slíkur er mun-
urinn.“
Flugvélin kom frá Goose Bay í
Kanada en heimferðin hófst í To-
ronto í fyrradag. Lendingu nýju
flugvélarinnar bar upp á 83 ára af-
mæli Landhelgisgæslunnar sem var
stofnuð 1. júlí 1926. Flugvélin er
smíðuð af Bombardier í Kanada og
eru flugvélar sömu tegundar not-
aðar víða um heim til strandgæslu,
eftirlits og björgunarstarfa. Kan-
adíska fyrirtækið Field Aviation og
undirverktakar önnuðust hönnun og
ísetningu tækjabúnaðar. Vinnan við
að sérútbúa flugvélina til eftirlits- og
björgunarstarfa tók um eitt ár.
TF-SIF leysir af hólmi Fokker-
flugvélina TF-SYN sem hefur þjón-
að Gæslunni frá 1977 eða í 32 ár.
Búnaður nýju flugvélarinnar er
miklu þróaðri og fullkomnari en var í
eldri flugvélinni. Landhelgisgæslan
segir komu TF-SIF valda byltingu í
eftirlits-, öryggis og björg-
unarmálum á því víðfeðma hafsvæði
sem Ísland ber ábyrgð á, jafnt innan
sem utan efnahagslögsögunnar.
Tilbúin á undan áætlun
Nýja flugvélin var afhent form-
lega hjá Field Aviation í Kanada síð-
astliðinn föstudag. Sigríður Anna
Þórðardóttir, sendiherra Íslands í
Kanada, klippti þá á borða ásamt
Georg Kr. Lárussyni, forstjóra, sem
veitti flugvélinni viðtöku.
Landhelgisgæslan fékk flugvélina
til prófana í byrjun júní. Flugmenn
LHG hafa verið við þjálfun í Kanada
og einnig hjá sænsku strandgæsl-
unni sem á þrjár samskonar flug-
vélar. Þá hafa flugvirkjar LHG verið
í þjálfun hjá SAAB sem annast við-
hald á flugvélum sænsku strand-
gæslunnar.
Ríkisstjórnin samþykkti 5. mars
2005 að láta smíða eftirlits- og björg-
unarflugvél fyrir Landhelgisgæsl-
una. Smíðasamningurinn var und-
irritaður í maí 2007 og kostaði
flugvélin 32,2 milljónir bandaríkja-
dala (rúmlega fjóra milljarða króna
að núvirði). Landhelgisgæslan segir
að með komu nýju flugvélarinnar
aukist mjög möguleikar til leitar á
sjó og landi, auk þess sem nýir
möguleikar opnist á sviði almanna-
varna. Þá eykur flugvélin möguleika
á auknu samstarfi við nágrannaríki
um eftirlit, leit, björgun og auðlinda-
gæslu á Norður-Atlantshafi.
„Þessi vél skiptir sköpum“
Morgunblaðið/Ómar
Ráðherra „Þessi nýja flugvél býður upp á stóraukna möguleika og þetta er mikil fagnaðarstund,“ sagði Ragna Árnadóttir í ávarpi sínu í gær.
TF-SIF, ný eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, kom í gær frá Kanada Flugvélin er búin mjög
fullkomnum búnaði til eftirlits- og björgunarstarfa og er hún talin valda byltingu í störfum Gæslunnar
Ný eftirlits- og björgunarflugvél
Landhelgisgæslunnar mun valda
byltingu í eftirlits-, öryggis- og
björgunarmálum, að mati LGH.
Flugvélin er talin ein sú fullkomn-
asta sinnar tegundar í heiminum.
Vélin TF-SIF lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan 15:00 í gær.
Tölvur Auðunn Kristinsson stýrimaður segir tækjabúnaðinn af bestu gerð.
Flugvélin
Dash 8 Q 300er tveggja hreyfla
og smíðuð af Bombardier í Kan-
ada. Field Aviation annaðist
hönnun og ísetningu sérhæfðs
tækjabúnaðar.
Áhöfnin
Tveir flugmenn og tveir stýri-
menn eru í áhöfn. Aðstaða er
fyrir tvo útkikksmenn.
Geta
Flugvélin hefur um 4.100 km
flugdrægni og getur verið á lofti
í tíu klukkustundir. Hún getur
flogið á allt að 480 km/klst
hraða.
Búnaður
Fullkominn fjarskipta- og eft-
irlitsbúnaður er í flugvélinni.
M.a. 360° langdræg ratsjá sem
getur greint skip í allt að 200
sjómílna fjarlægð, öflugar
myndavélar og tæki til meng-
unareftirlits og ískönnunar.
Vinnslustöðvar
Tvær vinnslustöðvar eru um
borð til úrvinnslu og samhæf-
ingar gagna sem safnað er í eft-
irliti með fiskveiðum, hafís og
mengun á hafinu.
Fullkomin flugvél
„MÉR finnst eins og ég hafi verið svipt mann-
réttindum við það að þurfa að dúsa inni í flug-
stöð í 13 klukkustundir og fá ekkert að vita um
framvindu mála.“
Þetta segir Soffía Karlsdóttir sem mætti til
innritunar í flugstöðina við Malaga á Spáni upp
úr klukkan 08.00 í fyrradag en áætlaður brott-
farartími til Íslands var klukkan 10.30. Far-
þegarnir komust ekki í loftið fyrr en klukkan
22.30, að sögn Soffíu.
Við innritunina var Soffíu og hinum farþeg-
unum greint frá klukkutíma seinkun.
„Við fengum sama og engar upplýsingar.
Einhvern tíma morgunsins fengum við að vita
að sennilega yrði flug kl. 14.10 sem svo varð
ekkert úr,“ segir Soffía. Hún getur þess að far-
þegar hafi hringt í Heimsferðir, ferðaskrifstof-
una sem skipulagði ferð þeirra, en þar hafi
menn svarað að þeir væru að gera allt sem þeir
gætu.
„Þetta sagði mér ekki nokkurn skapaðan
hlut. Við fengum tvisvar matarmiða sem rétt
dugðu fyrir samloku og drykk. Þarna var fólk
með þrjú börn og var eitt þeirra ungbarn.
Klukkan 18 voru bleiurnar á þrotum og það var
hvergi hægt að fá bleiur á flugvellinum. Fólk
var að niðurlotum komið vegna þessara öm-
urlegu aðstæðna. Þegar um borð var komið var
ekki einu sinni beðist velvirðingar á töfinni,“
segir Soffía sem veltir því fyrir sér hvort ekki
hefði verið hægt að leyfa farþegum að fara af
vellinum þar sem ekki væri nema um 15 mín-
útna akstur þaðan í borgina.
Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri
Heimsferða, segir menn hafa talið að viðgerð á
vélinni, sem bilaði í Dublin, yrði skjót en annað
hafi komið í ljós. „Þegar svona gerist fer flug-
rekstraraðili inn á innra net flugfélaganna og
biður um næstu lausu vél sem getur verið erfitt
að fá á háannatíma. Hefðu menn vitað aðeins
fyrr að ekki tækist að gera við vélina á þeim
tíma sem ráðgert var hefðu farþegarnir ekki
verið fluttir út á flugvöllinn en þar eru þeir á
ábyrgð flugfélagsins Primera eftir innskrán-
ingu .“ ingibjorg@mbl.is
Þurftu að dúsa í flugstöðinni í 13 tíma
Farþegar með Heimsferðum að niðurlotum komnir eftir biðina í flugstöðinni í Malaga Bleiur ung-
barns á þrotum og engar að fá í flugstöðinni Farþegar á ábyrgð flugfélagsins Primera eftir innritun
Í HNOTSKURN
»Flugi Heimsferða frá Malaga áSpáni til Íslands í fyrradag seinkaði
um hálfan sólarhring vegna bilunar í
flugvél í Dublin.
»Flugfélagið Primera, sem átti aðfljúga með farþegana, bað um næstu
lausu vél.
»Heimsferðir hafa sent farþegumbréf með útskýringum.