Morgunblaðið - 02.07.2009, Page 8

Morgunblaðið - 02.07.2009, Page 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is ÚTLIT er fyrir að svokallaður af- dráttarskattur, sem lagður er á vaxtatekjur erlendra lánveitenda í nýsamþykktum lögum frá Alþingi, leggist fyrst og fremst á íslensk fyr- irtæki, vegna ákvæðis sem er að finna í nánast öllum slíkum lána- samningum. Þá gætu lögin þrengt að lánamöguleikum erlendis hjá ís- lenskum fyrirtækjum í framtíðinni. Í lögunum, sem samþykkt voru á mánudag, er ákvæði um 15% af- dráttarskatt, þ.e. skatt sem leggst á vexti, sem erlend fyrirtæki og aðrir sem hafa takmarkaða skattskyldu á Íslandi, fá greidda hér á landi. End- urskoðunarskrifstofurnar Deloitte, KPMG og Pricewaterhouse- Coopers, hafa í sameiningu bent á að skattlagningin muni fyrst og fremst leiða til aukins kostnaðar fyrir íslensk fyrirtæki sem taka lán erlendis. Í nánast öllum slíkum lánasamningum sé sk. „gross-up“ ákvæði, þar sem kveðið er á um að lántakandinn (íslensku fyrirtækin) muni standa undir afdráttarsköttum sem lagðir verða á vaxtagreiðslur af lánunum. „Það hefur vafalaust ekki þótt mikið mál að skrifa undir þetta ákvæði þegar við bjuggum við stöð- ugt skatta- og efnahagsumhverfi,“ segir Gunnar Egilsson, lögfræð- ingur hjá Deloitte. „En núna þýðir þetta að íslenskir lántakendur munu halda þessum skatti eftir af sínum vaxtagreiðslum, greiða hann til rík- issjóðs og greiða svo annað eins til viðbótar til lánveitandans.“ Gert er ráð fyrir staðgreiðslu þessa afdráttarskatts, en endur- skoðunarskrifstofurnar benda á að það gæti orðið flókið í framkvæmd þar sem munur sé á brúttó– og nettóvaxtatekjum hins erlenda lán- veitanda. „Meginreglan er sú að draga má frá kostnaðinn sem féll til við að afla vaxtateknanna,“ útskýrir Gunnar. Erlendu lánveitendurnir hafi yfirleitt tekið lán á hagstæðum vöxtum og lánað þau áfram á hærri vöxtum. Tekjur þeirra séu til komn- ar vegna vaxtamunarins, en hann sé oftast aðeins um 5% af þeim vöxtum sem íslensku fyrirtækin greiða. „Sá sem greiðir vextina hefur engar upplýsingar um hvaða kostnaði lán- veitandinn varð fyrir við að afla þessara vaxtatekna.“ Niðurstaðan verði sú að íslensku fyrirtækin haldi eftir 15% skatti af vöxtunum öllum, en ekki vaxtamun- inum eins og eðlilegt væri, og vegna „gross-up“ ákvæðisins fellur því hærri upphæð á þau en ella. Lánveitandinn á grænni grein Í þeim tilfellum þar sem gerðir hafa verið tvísköttunarsamningar við ríki lánveitandans flækist málið enn frekar. Í þeim er kveðið á um hámarks afdráttarskatta sem stjórnvöldum er heimilt að leggja á vaxtatekjur lánveitenda í samnings- landinu. Að sögn Gunnars eru þeir yfirleitt á bilinu 0–10%, sem myndi því hafa áhrif til lækkunar skattsins í þeim tilfellum. En þar með er sag- an ekki öll. „Að öllu jöfnu er í tví- sköttunarsamningum úrlausn fyrir þá sem lenda í tvísköttun. Þá fá þeir skattaívilnun heima fyrir, jafnvel þótt þeir séu búnir að fá þennan kostnað greiddan frá íslenska lán- takandanum.“ Málin séu í sjálfu sér ótengd, því annars vegar sé um að ræða skatt sem lánveitandinn greið- ir og hins vegar eins konar skaða- bætur sem lántakinn greiðir. Gunn- ar segir þó að lánveitandinn fengi ekki meira endurgreitt en sem næmi þeim skatti, sem hefði verið lagður heima fyrir á nettó vaxta- hagnað, þ.e. vaxtamuninn. Eykur byrði fyrirtækja  Sérstakt ákvæði í nær öllum lánasamningum kveður á um að lántakandi beri kostnað af skatti á vaxtatekjur  Staðgreiðsla yrði af brúttó-hagnaði en ekki nettó Morgunblaðið/RAX Lánin Lánafyrirtæki í útlöndum eru nær alltaf tryggð í lánasamningum gegn skatti á vaxtatekjur þeirra hér svo kostnaðurinn lendir á Íslendingum. Nýr skattur á vaxtatekjur er- lendra lánveitenda hérlendis lendir í raun á íslenskum fyr- irtækjum og þrengir lánamögu- leika, segja sérfræðingar endur- skoðunarskrifstofa. Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is TÍÐ var almennt hagstæð í nýliðn- um júní, hiti var yfir meðallagi um land allt, en úrkoma heldur undir meðallagi. Lengst af var hægviðra- samt og þarf að fara rúmlega 40 ár aftur í tímann eða til 1963 til að finna hægviðrasamari mánuð. Samkvæmt yfirliti Trausta Jóns- sonar veðurfræðings var meðalhiti í Reykjavík 10,1 stig og er það 1,1 stigi ofan meðallags í júní. Flestir júnímánuðir þessarar aldar hafa verið mjög hlýir. Á Akureyri var meðalhitinn 9,7 stig, 0,5 stigum ofan meðallags. Á Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 9,4 stig og er það 1,0 stigi ofan meðallags, á Hveravöllum var meðalhitinn 6,8 stig, 1,9 stigum ofan meðallags. Síðustu dagar mán- aðarins hækkuðu meðalhitann um- talsvert. Úrkoma í Reykjavík mældist 29 millimetrar og eru það um 58% af meðalúrkomu í júní. Talsvert þurr- ara var í júní í fyrra. Á Akureyri mældist úrkoman í mánuðinum 16 mm og eru það um 57% af meðal- úrkomu í júní. Á Höfn í Hornafirði mældist úrkoman 46 mm. Sólskinsstundafjöldi var nærri meðallagi. Í Reykjavík mældust þær 164 og er það tveimur stundum um- fram meðallag. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 191 eða 14 stund- um umfram meðallag. Hæsti hiti í mánuðinum mældist á Egilsstaðaflugvelli þann 29., 26,3 stig, en það er nýtt hitamet fyrir þann dag. Hægviðri í júní hið mesta í rúm 40 ár Hiti yfir meðallagi en úrkoma undir Við umfjöllun sambærilegs lagafrumvarps sl. vor fékk Orkuveita Reykja- víkur (OR) KPMG til að reikna út hugsanleg áhrif afdráttarskatts á fjár- magnskostnað OR. Búið var til dæmi af 4 milljarða króna láni, sem OR hefði fengið frá útlöndum á 4% vöxtum. Árlegir vextir væru því 160 millj- ónir króna. Þær forsendur voru gefnar að tvísköttunarsamningur væri milli landsins sem lánið kæmi frá og Íslands, sem kvæði á um 10% af- dráttarskatt á vaxtagreiðslur. Miðað við brúttó-skattlagningu yrði af- dráttarskatturinn því 16 milljónir á ári. Bankinn fengi að takmörkuðu leyti tekið tillit afdráttarskattsins, sem hann greiðir á Íslandi, í sínu heimaríki og hækkaði því vaxtaálagið á láninu til að fá sömu tekjur af því og áður. Reiknaði KPMG að vaxtaálagið hækkaði úr 4% í 4,28% sem þýddi aukna vaxtabyrði um rúmlega 11 milljónir á ári fyrir OR. Aukagreiðsla 11 milljónir á ári af einu láni » Lánsupphæð 4 milljarðar með 4% vöxtum » Vextir 160 milljónir og skattur 16 milljónir » Aukin vaxtabyrði er 11 milljónir á ári SAMTALS munu fjörutíu til fimmtíu manns fá uppsagnarbréf þann 1. ágúst nk. vegna sam- dráttar, en Vinnumálastofn- un höfðu í gær borist tvær til- kynningar þess efnis. Fyrirtækjum er skylt að láta stofnunina vita 30 dögum áður en hópuppsagnir koma til fram- kvæmda, að sögn Laufeyjar Gunn- laugsdóttur hjá Vinnumálstofnun. Hún vildi ekki gefa upp í hvaða greinum viðkomandi fyrirtæki væru. Alls hafa um 3.000 manns misst vinnuna í hópuppsögnum sem til- kynnt hefur verið að komi til fram- kvæmda á árinu. Öllum fyrir- tækjum sem eru með tuttugu manns eða fleiri í vinnu ber að láta Vinnumálastofnun vita sé ætlunin að segja tíu manns eða fleiri upp vinnu á 30 daga tímabili. sigrunrosa@mbl.is 40-50 manns fá uppsögn í byrjun ágúst Um 3.000 manns í hópuppsögnum REYKJAVÍK- URMARAÞON Íslandsbanka fer fram í 26. sinn þann 22. ágúst næstkomandi. Mikil fjölgun hef- ur orðið á þátt- takendum milli ára. Árið í ár virðist ekki ætla að verða nein und- antekning því skráningar eru nokkru fleiri í ár heldur en á sama tíma í fyrra. Heildarfjöldi skrán- inga í allar vegalengdir 25. júní í fyrra var 820 en 25. júní í ár voru skráningar orðnar 1001 sem er 22% aukning milli ára. Mest fjölg- un er í 10 km hlaupið eða 41% milli ára. Hlauparar frá 35 löndum auk Ís- lendinga hafa skráð sig til þátttöku. Skráðum erlendum þátttakendum hefur fjölgað um 10% milli ára en Íslendingum um 44%. Flestir er- lendu hlauparanna sem nú hafa skráð sig til þátttöku koma frá Bandaríkjunum. Margir hafa skráð sig í maraþonið + = TUDOR frístundarafgeymir CTEK hleðslutæki Rafmagnað frí... ár eftir ár Mesta úrval landsins af rafgeymum fyrir húsbíla, hjólhýsi og fellihýsi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.