Morgunblaðið - 02.07.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.07.2009, Blaðsíða 16
16 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009 Innifalið í tjaldsvæðisgjaldi er eftirfarandi: Heitir pottar, sturtur, aðgengi að interneti, óvenju fjölbreytt afþreyingar- og leiksvæði með mini-golfi, trambólínum, risaleikkastala, leikjastétt og afþreyingardagskrá. Verð pr. nótt: 900 kr. fullorðnir, 400 kr. börn 7-15, frítt börn 0-6. Miðvikutilboð: 2 fyrir 1 - Helgartilboð: 3 fyrir 2 Söguvettvangurinn í Fossatúni er ævintýraganga þar sem hægt er að kynnast tröllum, náttúru og örnefnum. Fjölskylduvænt tjaldsvæði Tjaldsvæðið í Fossatúni er stað- sett í miðjum Borgarfirði, þaðan er stutt í helstu ferðamannastaði og þjónustu á Vesturlandi. Greinagóðar upplýsingar á heimasíðu: www.fossatun.is - Sími 433 5800 Páll Bergþórsson gerir sér þaðað leik að yrkja á hverjum degi um veðurfarið á fasbókina, eins og hann kallar hana, eða eitt- hvert náttúrufyrirbrigði. 12. júní tók hann fyrir sumarmóðu: Hljóðir fuglar eggjum á eiga von á góðu. Akrafjall og Esjan blá una í sumarmóðu. 13. júní: Skýjadeili. Morgungeislar gægjast fram gegnum skýjadeili, koma auga á hól og hvamm, Helgafell og Keili. 14. júní: Sólfarsvindur. Vindar læðast létt og hljótt. Landið dregur andann rótt, að í dag en út í nótt. Ekki er í bili lengra sótt. 15. júní: Bláber. Hjalaði berjavísir vænn: Víst er ég ennþá súr og grænn. Síðar meir þegar sólin skín sætur og blár ég freista þín. 16. júní: Dropinn í fossinum Reis ég úr hafi í heiðloft blá, hneig svo niður í bergvatnsá. Loksins ég Huldu landsins sá. Leitt er að hverfa í skyndi frá. 17. júní: Hlýnun Undan þúsund ára fönn ylurinn landið seiðir, gróðurfeld í óða önn yfir sandinn breiðir. Hjálmar Freysteinsson gaf sig fram sem höfund vísunnar: Óli og Bína á Ysta-Hnaus áttu sambúð góða. Hann var alveg heyrnarlaus, hún var blaðurskjóða. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Af veðri og náttúru Þessi uppskrift úr bókinni er frá Hall- dóri Halldórssyni bæjarstjóra og Guð- finnu Hreiðarsdóttur Fyrir 4–6. 1–1½ kg sólþurrkaður saltaður þorskur ½ dl hveiti 3 msk jómfrúarolía 75 g beikon, skorið í fína strimla 1–2 laukar, saxaðir 6–12 hvítlauksgeirar, skornir í sneiðar 1 kvistur ferskt rósmarín ½ rauð paprika, skorin í litlar sneiðar ½ græn paprika, skorin í litlar sneiðar 1 dl rauðvín 3 dl fisksoð 6 tómatar 100 g möndluspænir Nýmalað salt og svartur pipar Skerið saltfiskinn í jafna bita. Veltið honum upp úr hveitinu og steikið á pönnu í mjög heitri ólívuolíu. Látið saltfiskstykkin á fat og kryddið með svörtum pipar. Steikið því næst beik- onið, laukinn, hvítlaukinn og papr- ikurnar í ólívuolíunni í u.þ.b. 4 mín- útur. Bætið rósmarínlaufunum og rauðvíninu saman við, látið suðuna koma upp og hellið þá fisksoðinu út í. Látið nú allt sjóða saman í u.þ.b. 10 mínútur. Skerið tómatana í tvennt og fjar- lægið kjarnann með skeið. Skerið tóm- atkjötið í litla teninga. Þurrristið möndluspænina á pönnu og malið þá í matvinnsluvél eða bara með skeið. Þegar sósan er soðin er tómatbitunum og möndlunum bætt út í. Ristaðar möndlurnar þykkja sósuna, jafnframt því að gefa gott bragð. Saltið og piprið eftir smekk. Það er hægt að mauka alla sósuna í mat- vinnsluvél en hún er betri aðeins gróf- ari og kornóttari með bitunum í. Setið sósuna í eldfast mót og raðið saltfiskstykkjunum ofan á. Setjið mótið í 200°C heitan ofn í nokkrar mínútur og berið svo fram, e.t.v. með góðri kartöflumús, fersku salati og brauði. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Eigi einhver leið fram hjá Edinborgar-húsinu á Ísafirði á laugardagskvölder ekki ósennilegt að þeim hinumsama muni berast veisluglaumur, ómur af tónlist og angan af krásum til vita og eyrna. Þá fer fram í áttunda skipti salt- fiskveisla Byggðasafns Vestfjarða, þar sem boðið verður upp á dýrindis saltfiskkrásir úr hráefni sem verkað er með aldagömlum aðferð- um. Þá verður stiginn dans við lifandi tónlist nokkurra þekktustu tónlistarmanna landsins. „Fyrsta hátíðin var árið 2002 en við komum henni á í tilefni 150 ára afmæli Ásgeirsversl- unar sem var starfrækt í Neðstakaupstað á Ísa- firði og var á sínum tíma einn stærsti útflutn- ingsaðili á saltfiski hérlendis,“ segir Jón Sigurpálsson, forstöðumaður Byggðasafnsins. „Þetta heppnaðist svo vel að við héldum áfram og þetta hefur verið óslitið síðan.“ Fyrir veisluna verkar byggðarsafnið sól- þurrkaðan saltfisk samkvæmt gömlu aðferð- inni, þar sem fiskurinn er breiddur út á fiskreit safnsins. „Það er hinn raunverulegi bacalao sem Spánverjar og suðrænar þjóðir eru svo hrifnar af,“ heldur Jón áfram. „Venjulega höf- um við fengið gestakokka til að matreiða fisk- inn, menn sem allir eru rómaðir fyrir elda- mennsku sína. Síðan hefur verið hlaðborð af þessum réttum í veislunni og dansað eitthvað fram eftir kvöldi.“ Dansað í Neðsta Í ár stendur enn meira til en ella því Byggða- safnið hefur ásamt Bókaútgáfunni Opnu ráðist í útgáfu matreiðslu- og sögubókarinnar Veisl- urnar í Neðsta en í henni er birtur drjúgur hluti uppskrifta veisluréttanna sem töfraðir hafa verið fram við þetta tækifæri í gegn um tíðina. Bókinni fylgir geisladiskurinn Ball í Tjöruhús- inu sem inniheldur tónlist Saltfisksveitar Villa Valla en sveitin hefur séð veislugestum fyrir ið- andi tónlist í gegn um tíðina, s.s. enskum valsi, rúmbu, cha cha cha, sömbu og jive. Í hljóm- sveitinni eru auk Vilbergs Vilbergssonar Jó- hanna V. Þórhallsdóttir, Páll Torfi Önund- arson, Tómas R. Einarsson og Matthías MD Hemstock. Það er ekki síst vegna þessarar útgáfu sem búist er við enn fleiri gestum í veisluna í ár en ella og því hefur verið ákveðið að færa hana í Edinborgarhúsið úr Tjöruhúsinu, þar sem hún er alla jafna haldin. „Í ár munu úrvalskokkarnir okkar úr Tjöruhúsinu hins vegar hvíla gesta- kokkana okkar,“ segir Jón og bætir við með stolti að það ætti ekki að vera amalegt enda þyki Tjöruhúsið með betri sjávarréttar- stöðum landsins. „Þetta er allt í léttum stíl og músíkin og veisluglaumurinn skín í gegn um bókina,“ segir Sigurður Svavarsson útgefandi hjá Opnu um nýju bókina. „Samt er líka í henni mikill sögu- legur fróðleikur. Mér þótti mjög gaman að lesa um hvað Ísafjörður var undirlagður af þessum hvíta fiski allt sumarið og hvað þetta var stórt í sniðum og miklu meira en ég hafði gert mér grein fyrir áður.“ Hvítur fiskur um allan fjörð Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Hráefnið Jón Sigurpálsson (í miðið) og starfsmenn af safninu voru hæstánægðir með verkunina á saltfiskflökunum þegar þeir skoðuðu þau í gær. Katalónskur saltfiskréttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.