Morgunblaðið - 02.07.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.07.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009 Atvinnuauglýsingar 1. vélstjóri óskast á frystiskipið Baldvin Njálsson GK-400, sem gerir út frá Hafnarfirði. Vélarstærð 2200 kw. Þarf að geta byrjað strax. Upplýsingar í símum 892 2956/ 420 2805/ 847 6030. audur@nesfiskur.is Raðauglýsingar 569 1100 Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnar- stræti 1, Ísafirði, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Dalshús í Valþjófsdal, fnr. 212-6009, Flateyri, þingl. eig. Guðmundur S. Björgmundsson, gerðarbeiðandi Sparisjóður Vestfirðinga, þriðjudaginn 7. júlí 2009 kl. 14:00. Fjarðargata 35a, fnr. 212-5522, Ísafirði, þingl. eig. Bárður Olsen, gerðarbeiðendur Flügger ehf. og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þriðjudaginn 7. júlí 2009 kl. 14:00. Fjarðargata 47, fnr. 212-5535, Þingeyri, þingl. eig. Þórhallur Arason, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 7. júlí 2009 kl. 14:00. Gullbjörg ÍS 666, skipaskrárnr. 2452, þingl. eig. FiskAri ehf., gerðarbeiðandi Olíuverslun Íslands hf., þriðjudaginn 7. júlí 2009 kl. 14:00. Hafnarstræti 4, fnr. 212-6461, Ísafirði, þingl. eig. Grænhöfði ehf., gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 7. júlí 2009 kl. 14:00. Kjarrholt 1, fnr. 211-9946, Ísafirði, þingl. eig. Kristján Rafn Guðmundsson, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf., Sparisjóður Vest- firðinga, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 7. júlí 2009 kl. 14:00. Mosdalur, fnr. 212-6137, Flateyri, þingl. eig. Guðmundur S. Björgmundsson, gerðarbeiðandi Sparisjóður Vestfirðinga, þriðjudaginn 7. júlí 2009 kl. 14:00. Sindragata 27, fnr. 228-0628, Ísafirði, þingl. eig. Ásel ehf., gerðarbeiðandi Byggðastofnun, þriðjudaginn 7. júlí 2009 kl. 14:00. Suðurgata 9 (870), fnr. 212-0508, Ísafirði og öll rekstrartæki sem til- heyra þeim rekstri, þingl. eig. Suðurgata 9, Ísafirði ehf., gerðarbeiðandi Byggðastofnun, þriðjudaginn 7. júlí 2009 kl. 14:00. Tangagata 15, fnr. 212-0644, Ísafirði, þingl. eig. Bjarni Frans Viggósson og Jóhanna Guðrún Þórðardóttir, gerðarbeiðandi Ísafjarðarbær, þriðjudaginn 7. júlí 2009 kl. 14:00. Túngata 2, fnr. 2126841, Suðureyri, þingl. eig. Aldís Guðný Sigurðar- dóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 7. júlí 2009 kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 1. júlí 2009. Una Þóra Magnúsdóttir, fulltrúi. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Flekkudalsvegur 21, 208-5792, 125974 Kjósarhreppi, þingl. eig. Sig- urður Hjálmar Ragnarsson, gerðarbeiðandi Nýi Glitnir banki hf., mánudaginn 6. júlí 2009 kl. 11:00. Flugvallarvegur Keiluhöll, 203-2808, Reykjavík, þingl. eig. Öskjuhlíð ehf., gerðarbeiðandi Nýi Kaupþing banki hf., mánudaginn 6. júlí 2009 kl. 13:30. Háteigsvegur 15, 201-1475, Reykjavík, þingl. eig. Ari Freyr Sveinbjörnsson, gerðarbeiðandi Nýi Glitnir banki hf., mánudaginn 6. júlí 2009 kl. 14:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 1. júlí 2009. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Dalbraut 1, fastanr. 212-4818, Bíldudal, Vesturbyggð, þingl. eig. Mjóni ehf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Hlutafélagið Eimskipafélag Ísl., mánudaginn 6. júlí 2009 kl. 13:30. Dalbraut 39, fastanr. 221-6353, Bíldudal, Vesturbyggð (50%), þingl. eig. Elzbieta Janina Mazur, gerðarbeiðendur N1 hf. og Nýi Glitnir banki hf., mánudaginn 6. júlí 2009 kl. 13:00. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 30. júní 2009. Úlfar Lúðvíksson. Uppboð Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Miðbraut 11, Búðardal, mánudaginn 6. júlí 2009 kl. 13:00 á eftirfarandi eignum: Borgarbraut 5, fastanr. 229-7175, Búðardal, þingl. eig. Bólstaður ehf., gerðarbeiðendur Dalabyggð og Vátryggingafélag Íslands hf. Borgarbraut 7, fastanr. 229-7174, Búðardal, þingl. eig. Bólstaður ehf., gerðarbeiðendur Dalabyggð og Vátryggingafélag Íslands hf. Lækjarhvammur 10, fastanr. 229-1709, Búðardal, þingl. eig. Jörfagrund ehf., gerðarbeiðendur Dalabyggð og Vátryggingafélag Íslands hf. Lækjarhvammur 12, fastanr. 229-1732, Búðardal, þingl. eig. Jörfagrund ehf., gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf. Lækjarhvammur 14, fastanr. 229-2142, Búðardal, þingl. eig. Jörfagrund ehf., gerðarbeiðendur Dalabyggð og Vátryggingafélag Íslands hf. Lækjarhvammur 16, fastanr. 229-2143, Búðardal, þingl. eig. Jörfagrund ehf., gerðabeiðendur Dalabyggð og Vátryggingafélag Íslands hf. Lækjarhvammur 18, fastanr. 229-1735, Búðardal, þingl. eig. Bólstaður ehf., gerðarbeiðendur Dalabyggð og Vátryggingafélag Íslands hf. Lækjarhvammur 20, fastanr. 229-1736, Búðardal, þingl. eig. Bólstaður ehf., gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf. Sýslumaðurinn í Búðardal, 30. júní 2009. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Austurvegi 6, Hvolsvelli, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Borgarbraut 1, fnr. 231-2115, Rangárþingi ytra, þingl. eig. Borgin Byggingafélag ehf., gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf., miðvikudaginn 8. júlí 2009 kl. 10:30. Borgarbraut 4, fnr. 231-2119, Rangárþingi ytra, þingl. eig. Borgin Byggingafélag ehf., gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf., miðvikudaginn 8. júlí 2009 kl. 10:30. Hólavangur 18, fnr. 225-6800, Rangárþingi ytra, þingl. eig. Jóna Lilja Marteinsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sparisjóður Húnaþings/Stranda, miðvikudaginn 8. júlí 2009 kl. 10:30. Hvammur II, fnr. 226-5635, Rangárþingi ytra, þingl. eig. Slóð ehf., gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., miðvikudaginn 8. júlí 2009 kl. 10:30. Hvolstún 7, fnr. 231-2091, Rangárþingi eystra, þingl. eig. J.J. Hús ehf., gerðarbeiðandi Byko ehf., miðvikudaginn 8. júlí 2009 kl. 10:30. Meiri-Tunga 2, lóð 209, fnr. 219-7376, Rangárþingi ytra, þingl. eig. Sigríður Þ. Sæmundsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 8. júlí 2009 kl. 10:30. Nýbýlavegur 42, fnr. 229-6104, Rangárþingi eystra, réttindi gerðarþola skv. kaupsamningi, þingl. eig. Jón Snorri Guðmundsson, gerðar- beiðendur Íbúðalánasjóður, Rangárþing eystra,Tryggingamiðstöðin hf. og Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 8. júlí 2009 kl. 10:30. Pula, lnr. 165136, Rangárþingi ytra, þingl. eig. Pula ehf., gerðar- beiðendur Sýslumaðurinn á Hvolsvelli og Vélaver hf., miðvikudaginn 8. júlí 2009 kl. 10:30. Öldugerði 13, fnr. 219-5146, Rangárþingi eystra, ehl. gerðarþola, þingl. eig. Benóný Jónsson, gerðarbeiðendur Fjallaskálar ehf., Sýslumaðurinn á Blönduósi og Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 8. júlí 2009 kl. 10:30. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 1. júlí 2009. Kjartan Þorkelsson. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Kambur lóð 5, fnr. 222-5303, Rangárþingi ytra, ehl. gerðarþola, þingl. eig. Hermann Þór Hermannsson, gerðarbeiðandiTollstjóraembættið, þriðjudaginn 7. júlí 2009 kl. 13:30. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 29. júní 2009. Kjartan Þorkelsson. Uppboð Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp að Hlíðarvegi 16, 860 Hvolsvelli, fimmtudaginn 9. júlí 2009 kl. 16:00. NZ-839, X2920,YO-186, ZP-298. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 30. júní 2009. Kjartan Þorkelsson. Ég elska þig og mun alltaf gera, veit að síðustu ár hafa svo sem ekki verið þau bestu. Takk fyrir að hafa leyft mér að koma heim og kveðja þig, þú ert vonandi á betri stað núna og vakir yfir mér. Hvíldu í friði, ástkæra móðir. Kveðja, þinn sonur Elvar. HINSTA KVEÐJA ✝ Hlédís Gunn-arsdóttir fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1967. Hún varð bráð- kvödd á heimili sínu, Snægili 9 á Akureyri, 23. júní 2009. For- eldrar hennar voru Gunnar Indriðason bifreiðastjóri, f. í Lindarbrekku í Kelduhverfi 10. nó- vembver 1932, d. 9. desember 2000 og Kristveig Árnadóttir stöðvarstjóri, f. í Skógum í Öxarfirði 25. febrúar 1936. Bræður Hlédísar eru 1) Gunnar Ómar, f. 29. júlí 1954, kvæntur Hrafnhildi Stellu Sigurðardóttur, f. 18. desember 1956. Börn þeirra eru a) Óðinn, f. 26. ágúst 1975, kvæntur Svövu Gerði Magnúsdóttur, f. 20. október 1981. Dætur þeirra eru Karitas Embla, f. 4. mars 2004 og anum í Skúlagarði, Miðskólanum í Lundi í Öxarfirði og lauk versl- unarprófi frá Framhaldsskólanum að Laugum í Reykjadal 1985. Hlédís flutti til Kópaskers ásamt foreldrum sínum 1985 og flutti síð- an árið 1987 til Akureyrar ásamt sambýlismanni sínum, Páli Stein- grímssyni. Þau keyptu fyrst íbúð að Smárahlíð 23 og síðan raðhús að Bogasíðu 8. Hún flutti síðan aftur til Kópaskers 1995 og svo aftur til Akureyrar árið 2003. Keypti sér þar sína eigin íbúð að Snægili 9 og bjó þar til dauðadags. Hlédís vann bæði við versl- unarstörf og við matvælafram- leiðslu. Hún vann lengi hjá fyr- irtækjum eins og Versluninni Síðu á Akureyri, hjá Kjarnafæði, hjá Rækjuverksmiðjunni Geflu á Kópa- skeri, hjá Fjallalambi á Kópaskeri og að lokum hjá Rækjuverksmiðj- unni Strýtu á Akureyri. Síðustu tvö árin stundaði hún vinnu á Iðjulundi sem er verndaður vinnustaður. Útför Hlédísar fer fram frá Garðskirkju í Kelduhverfi í dag, 2. júlí og hefst athöfnin kl. 14. óskírð, f. 6. júní 2009. b) Ósk, f. 10. apríl 1980. c) Ævar, f. 27. maí 1981 og d) Orri, f. 29. mars 1993. 2 ) Árni Grétar, f. 19. október 1955, kvænt- ur Margréti Sigurð- ardóttur, f. 7. janúar 1963. Synir þeirra eru Rúnar, f. 22. júlí 1984 og Hilmar, f. 9 mars 1989. Sonur Árna er Gunnar, f. 14. janúar 1980, í sambúð með Brynju Hrafnkels- dóttur, f. 29. september 1982. Árið 1987 hóf Hlédís sambúð með Páli Steingrímssyni, f. 26. nóv- ember 1965. Þau slitu samvistum. Sonur þeirra er Elvar, f. 30. maí 1989. Hlédís ólst upp hjá foreldrum sín- um í Lindarbrekku í Kelduhverfi og bjó þar til 18 ára aldurs. Skóla- göngu stundaði hún í Barnaskól- Fjörutíu og eitt ár getur bæði verið langur og stuttur tími, það er afstætt. Fyrir heila ævi er það allt- of stuttur tími en fyrir ýmislegt annað langur tími. Mér er enn minnisstætt eins og það hefði gerst í gær dagurinn þegar við feðgar, pabbi, Ómar og ég, þá 11 ára, sótt- um þig og mömmu til Húsavíkur, nánar tiltekið á Aðaldalsflugvöll. Mamma hafði verið send til Reykjavíkur til þess að fæða litla barnið sem við höfðum beðið svo lengi eftir. Pabbi var á nýjum frambyggðum Rússajeppa og burð- arrúmið var haft á vélarhlífinni milli sætanna. Og ég man enn þeg- ar ég leit ofan í burðarrúmið í fyrsta skipti. Svona fallegt barn hafði ég aldrei séð, það var alveg á hreinu. Þú varst eins og engill og þú varst engillinn í lífi okkar allra. Þú veittir okkur bræðrunum og foreldrum þínum ómælda ánægju næstu árin. Varst alltaf midepill alls og naust þess. Varst stundum svolítið frek, en alltaf blíð og góð. Og svo kom Palli, stóri og mynd- arlegi strákurinn. Þið voruð svo innilega ástfangin. Og settust að á Akureyri, fyrst í Smárahlíð og svo í Bogasíðu. Alltaf svo fínt og fallegt heimilið. Og svo kom Elvar og þá ljómaðir þú ennþá meira. Svona getur lífið verið dásamlegt. Og svo dró smá ský fyrir sólu. Hjónabandið var ekki alveg að ganga og þið skiljið þegar Elvar er 6 ára. Og þú flytur eins og byssu- brandur heim til mömmu með smá viðkomu á Húsavík. Bílskúrinn inn- réttaður og þú ert aftur komin með fallegt heimili. Og næga vinnu, en næg vinna, helst tvöföld var þér af- ar mikilvæg. Þannig að þú hafðir fína afkomu þarna á Kópaskeri. En það hafði samt eitthvað breyst. Kjarkurinn og sjálfsöryggið var ekki það sama og áður. Síðan liggur leiðin aftur til Ak- ureyrar eftir 8 ár á Kópaskeri. Og þú og Elvar kaupið stóra og fallega íbúð í Snægili 9. Sjúkdómurinn sem við þekkjum of vel, en þó ekki nógu vel, bankar upp á. Þú ert samt sterk og lífsglöð. Heimilið alltaf eins og Vala Matt sé að koma í heimsókn. Og fjármálin í fínu lagi. Og svo fékkstu vinnu hjá Iðjulundi, frábærum vinnustað sem var þér afar mikilvægur. Elsku Hlédís mín. Mikið innilega þykir mér vænt um þig. Ég græt og græt en get samt engu breytt. Ég var ekki sérlega duglegur að heimsækja þig eftir að við fluttum suður. Vorum alltaf á hraðferð til Húsavíkur og á hraðferð aftur í bæinn. Þannig að stoppin urðu stundum stutt. Og það er auðvitað ekki sann- gjarnt að þú skulir vera dáin. Ert að takast á við þinn sjúkdóm. Ert alltaf glöð og ákvaðst að njóta hvers dags sem þér byðist. En svo kemur bara einhver annar sjúk- dómur og hrifsar þig til sín. Hvað er Guð að hugsa? Hvers vegna ger- ir hann þetta? Hann hlýtur að ætla þér eitthvað meira og betra. Ég ætla að trúa því. Elsku Elvar minn. Þú ert vissu- lega búinn að reyna töluvert á þol- rifin í foreldrum þínum. En ég hef alltaf sagt: Hann Elvar á eftir að bjarga sér. Og það á eftir að ganga eftir, ég hef engar áhyggur af því. Þú ert duglegur og þú ert eldklár. Þú átt líka frábæran föður sem einnig hefur reynst móður þinni betri en enginn nú síðustu árin. Elsku mamma. Samband ykkar var einstakt. Sá dagur leið varla að þið hefðuð ekki samband, stundum oft á dag. Guð styrki þig og okkur öll. Hvíl í friði. Þinn bróðir Árni Grétar. Lundur, Ásbyrgi, Kópasker, Ýdalir, Skúlagarður, Raufarhöfn, Húsavík … Þegar ég hugsa til Hlé- dísar þá eru þetta nöfn á stöðum sem koma upp í hugann. Staðir sem tengjast okkur og okkar sam- skiptum á árum áður. Við kynnt- umst þegar við vorum að komast á unglingsaldurinn og upplifðum þess vegna dásemdir unglingsár- anna saman. Það var aldrei logn- molla í kringum Hlédísi, hún var mikill húmoristi og gaman að vera í slagtogi með henni. Við vorum saman í Lundarskóla í Öxarfirði, þar sem mikið og margt var brall- að, við æfðum saman frjálsar Hlédís Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.