Morgunblaðið - 02.07.2009, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 02.07.2009, Qupperneq 20
20 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009 RÍKISSTJÓRNIN lofaði því fyrir kosn- ingar, að hún mundi standa vörð um vel- ferðarkerfið. Þetta lof- orð hefur verið margí- trekað. Samfylkingin hefur margsinnis lýst því yf- ir, að hún muni standa vörð um um almanna- tryggingar og kjör þeirra lægst launuðu. En nú er verið að svíkja þessi loforð. Nú ræðst rík- isstjórnin á kjör aldraðra og öryrkja og lækkar laun (lífeyri) þeirra veru- lega. Er engu að treysta lengur? Var ekki verið að tala um nýja tíma? Átti það ekki að vera liðin tíð, að unnt væri að svíkja kosningaloforð? Átti það ekki að tilheyra fortiðinni, að unnt væri að segja eitt við kjósendur og gera annað eftir kosningar? Ég hélt það. Eitt veit ég: Stjórnvöld komast ekki upp með það lengur að svíkja kjósendur. Sú ríkisstjórn, sem gerir það verð- ur sett til hliðar. Tekjutrygging skert – aukin skerðing Samkvæmt frumvarpi ríkisstjórn- arinnar um ráðstafanir í ríkisfjár- málum á að skerða tekjutryggingu aldraðra og öryrkja, það á einnig að auka skerðingu lífeyris eldri borgara á ný vegna atvinnutekna og það á að taka upp skerðingu á grunnlífeyri eldri borg- ara vegna tekna úr líf- eyrissjóði. Á valda- tímabili Sjálfstæðisflokksins 1995 til 2007 varð engin skerðing á grunnlífeyri vegna tekna úr lífeyr- issjóði. Það skýtur því skökku við að fé- lagshyggjustjórn skuli taka upp slíka skerð- ingu. Það er stefna Landssambands eldri borgara að afnema með öllu skerð- ingu lífeyris aldraðra vegna tekna úr lífeyrissjóði. Samtökin líta svo á, að lífeyrisþegar eigi lífeyrinn sem safn- ast hefur upp í lífeyrissjóðum og því megi ekki skerða tryggingabætur þegar þessi lífeyrir er greiddur út. En hér stefnir ríkisstjórnin í öfuga átt. Almenningur vil réttlátan niðurskurð Mönnum er ljóst að ríkisstjórnin verður að spara í ríkisrekstrinum og það verður að eyða fjárlagahallanum á ákveðnu árabili. En almenningur vill, að staðið sé að sparnaði og skattahækkunum á réttlátan hátt. Fólk vill ekki að byrjað sé á því að skera niður almannatryggingar og kjör aldraðra og öryrkja. En það er einmitt það sem ríkisstjórnin er að gera. Hún ætlar að skera niður al- mannatryggingar um 3,1 milljarð á þessu ári og vegaframkvæmir um 3,5 milljarða í ár en það er lítið um ann- an niðurskurð að ræða á þessu ári. Niðurskurður annarra ráðuneyta á fyrst og fremst að byrja á næsta ári. Þetta er ekki að hlífa velferð- arkerfinu. Þetta heitir að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Það á að skera niður kjör aldraðra og öryrkja um 1,8 milljarða á þessu ári. Það hefði mátt sleppa því með öllu og halda kjörum aldraðra og öryrkja óbreyttum. Launþegar fá hækkun – eldri borgarar lækka! Alþýðusamband Íslands hefur lagt á það þunga áherslu, að umsamin launahækkun launþega á almennum vinnumarkaði komi til framkvæmda nú en henni var frestað í upphafi árs. Ekki veit ég hvernig það mál stendur þegar þessi grein birtist. En ég tel víst að annaðhvort haldist laun á al- mennum vinnumarkaði óbreytt eða þá að þau hækki í áföngum. Ég spyr því: Eiga laun aldraðra og öryrkja að lækka á sama tíma og kaup launþega almennt hækkar eða verður óbreytt? Hvernig dettur ríkisstjórninni í hug, að aldraðir og öryrkjar sætti sig við það, hvernig dettur ríkisstjórninni í hug, að almenningur sætti við það, að níðst sé á kjörum aldraðra og ör- yrkja? Almenningur sættir sig ekki við það. Og ef þetta gengur fram er verið að bjóða heim nýrri búsáhalda- byltingu. Almenningur sættir sig ekki við áframhaldandi ranglæti í þjóðfélaginu. Almenningur sættir sig ekki við, að ríkið skerði kjör aldraðra og örykja í landinu á sama tíma og launþegar almennt halda óbreyttum kjörum eða fá launahækkun. Ef ráð- herrarnir ætla að skerða kjör aldr- aðra og öryrkja skulu þeir fyrst leggja ráðherrabílunum, lækka eigin laun og skera hraustlega niður öll laun í ríkiskerfinu (og bönkunum), ekki aðeins niður í laun forsætisráð- herra heldur niður í 400-500 þúsund á mánuði. Og ríkisstjórnin verður þá fyrst að skera niður í öllum öðrum ráðuneytum, ekki á blaði heldur í framkvæmd. Fjármálaráðherra hef- ur sagt að ekki verði hreyft við taxta- launum opinberra starfsmanna. En lífeyrir aldraðra og öryrkja er sam- bærilegur taxtalaunum. Ef ekki má hreyfa við taxtalaunum hjá opinber- um starfsmönnum má heldur ekki hreyfa við lífeyri aldraðra og ör- yrkja. Hann er í lágmarki. Það verð- ur því að draga til baka kjaraskerð- ingu lífeyrisþega. Ríkisstjórnin lækkar laun (lífeyri) aldraðra og öryrkja Eftir Björgvin Guðmundsson Björgvin Guðmundsson »Ríkisstjórnin lofaði því fyrir kosningar, að hún mundi standa vörð um velferðarkerfið. Þetta loforð hefur verið margítrekað. Höfundur er viðskiptafræðingur. HÆSTVIRTUR viðskiptaráðherra skrifaði grein í Morg- unblaðið 1. júlí síðast- liðinn þar sem hann meðal annars setur fram tölulegar upplýs- ingar um Icesave- skuldbindingarnar samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir Al- þingi. Ráðherrann ályktar frá þeirri forsendu að Icesave-skuldin verði tveir milljarðar evra eftir sjö ár og að greiðslubyrðin vegna Icesave verði lágt hlutfall af útflutningstekjum landsmanna, allt frá 1,6% upp í mesta lagi 6,8%. Ráðherrann dregur eftir- farandi ályktun af talnaleikfimi sinni: „Það er sama hvernig reiknað er. Ekkert bendir til annars en að lands- menn geti staðið undir skuldbind- ingum sínum vegna Icesave.“ Vandinn í hnotskurn Vandinn við greiningu ráðherrans er tvíþættur. Í fyrsta lagi tekur ráð- herrann ekkert tillit til kostnaðar við innflutning, þ.e. kostnað sem kemur á móti útflutningstekjum. Þannig hefur venjulega verið halli af við- skiptum við útlönd. Viðskiptajöfn- uður Íslands við útlönd var að með- altali –2,2% af vergri landsfram- leiðslu á tímabilinu 1945-2008. Þá ber að athuga að nú eru framleidd um 700 þúsund tonnum eða áttfalt meira af áli á Íslandi en fyrir fimmtán árum sem skýrir mikinn vöxt útflutnings- tekna í evrum talið. Aukning gjald- eyristekna í framtíðinni er augljós- lega háð verulegri óvissu eða veit ráðherrann meira um þau mál en aðrir? Verða ný álver reist eða verður nýjum útflutningsgreinum komið á laggirnar? Í öðru lagi lítur ráðherrann framhjá þeirri augljósu staðreynd að það er íslenska ríkið sem þarf að greiða af Icesave-samkomulaginu eftir sjö ár, en ekki einkaaðilar. Ís- lenska ríkið er ekki sjálft að flytja út vörur og þjónustu, heldur aðrir. Með hvaða hætti á að færa gjaldeyri frá einkaaðilum til ríkisins? Á að gera það með sköttum? Á að gera það með gjaldeyrishöftum og skilaskyldu? Á að koma á innflutningshöftum í því skyni að auka hagstæðan viðskipta- jöfnuð? Hvernig á að standa við fyr- irliggjandi Icesave-samkomulag nema með öðrum erlendum lántök- um? Að þyrla ryki í augu fólks Væntanlega þarf viðskiptajöfn- uður Íslands að vera mjög hagstæður svo að hægt sé með sjálfbærum hætti að standa við skuldbindingar bæði vegna fyrirliggjandi Icesave- samkomulags og vegna fjölmargra annarra erlendra lána íslenska rík- isins. Það dugar þó ekki eitt og sér. Tryggja þarf að gjaldeyrisafgangur af viðskiptum við útlönd renni til ís- lenska ríkisins. Með hvaða hætti á að gera það? Í stað þess að svara þessari spurningu þyrlar ráðherrann ryki í augu fólks og ræðir um brúttógjald- eyristekjur og miðar skuldbindingar Icesave-samkomulagsins við hlutfall af því. Framsetning hins rökþrota ráðherra er því villandi. Þessi hag- fræði er ekki til útflutnings. Rökþrota ráðherra Eftir Helga Áss Grétarsson og Sigurð Hannesson Helgi Áss Grétarsson »Eigi að standa við Icesave-samkomu- lagið þarf mikinn af- gang af viðskiptum við útlönd sem renna verð- ur til ríkisins. Er það framkvæmanlegt? Höfundar eru meðlimir í InDefence-hópnum. Sigurður Hannesson SUNNUDAGINN 21. júní birti Morg- unblaðið ágæta grein eftir Erlu Karlsdóttur námsmann. Þar ræðir Erla um útlánareglur LÍN og bendir sér- staklega á þá fárán- legu reglu að náms- menn fá lánið sitt ekki greitt út strax í gegn- um LÍN heldur þurfi að fara með lánsloforðið í banka og fá yfirdrátt gegn lánsloforðinu. Þetta viljum við í Frjálslynda flokknum einmitt afnema. Þetta mál var eitt af þeim málum sem við fram- bjóðendur Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi lögðum áherslu á í okkar kosningabaráttu. Ég tek undir það með Erlu að þetta kerfi er óskiljanlegt. Ég hygg að skýringin sé sú að í græðgi sinni, fyrir bankahrunið, gerði bankakerf- ið kröfu til þess að LÍN yrði aflagður og umsýsla námslána alfarið færð á þeirra könnu. Til þess var ekki fullur pólitískur vilji svo ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks ákvað að friða bankana með því að úthluta þeim, eins og Erla nefnir réttilega í grein sinni, um 700 millj- ónum á ári í formi yfirdráttavaxta og annarra gjalda sem námsmenn þurfa að greiða fyrir að námslánin rúlli í gegnum bankana. Við í Frjálslynda flokknum viljum afnema þetta með öllu. Námslánin á LÍN að greiða út um leið og náms- maður er metinn lánshæfur ENDA skili hann a.m.k. 75% námsárangri í annarlok. Ef námsmaður af ein- hverjum ástæðum hættir við námið eftir að hafa þegið peningana eða getur ekki skilað nægjanlegum ár- angri til þess að eiga rétt á láninu þá þarf hann náttúrulega að laga sín mál í sam- vinnu við sinn við- skiptabanka. Það er líka mín skoð- un að allar tekjuteng- ingar við námslánin eigi að afnema. Þetta er jú lán sem greitt er til baka en ekki gjöf! Hér er á ferðinni réttlæt- ismál. Það er hárrétt sem Erla segir í grein sinni að hér hefur blá- saklaust fólk verið skikkað til þess að borga hluta af tekjum sínum til bankanna. Frjálslyndi flokkurinn hefur líka verið með það á stefnuskrá sinni að leggja það af að aðrir en námsmenn beri ábyrgð á námláninu. Mér skilst að það hafi nú verið aflagt og því ber að fagna. Við sem vorum í framboði fyrir Frjálslynda flokkinn lögðum líka áherslu á það við þá námsmenn sem við töluðum við að það væri al- veg ljóst að þeir sem myndu spila stærsta hlutverkið í að koma þjóð- inni út úr þeirri kreppu sem skollið hefur á væru einmitt hugvitið, mann- auðurinn. Þess vegna erum við að skjóta okkur í löppina ef við ætlum að sjá ofsjónum yfir þeim peningum sem settir eru í LÍN. Það kallast að spara aurinn en kasta krónunni. Við vildum lánin úr bönkunum Eftir Helga Helgason Helgi Helgason » Þess vegna erum við að skjóta okkur í löppina ef við ætlum að sjá ofsjónum yfir þeim peningum sem settir eru í LÍN. Höfundur á sæti í framkvæmdastjórn Frjálslynda flokksins. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 ÉG ER búin að vera 9 ár í hjólastól og verð enn hissa á öllum þeim hindrunum sem ég þarf að yfirstíga til að geta farið minna ferða. Nú fyrir stuttu kom ég á Fosshótel úti á landi sem við fyrstu sýn var virkilega flott hótel. Þegar á reyndi var ekkert salerni í húsinu sem ég gat farið á. Samt voru her- bergi sem voru ætluð fyrir fatlaða, en aðstaðan þar vonlaus. Það eina sem hefði þurft að gera þar var að setja upp salernisstoðir eða hand- föng á veggi, það var nóg pláss, þannig að ég tel að þarna sé um van- þekkingu að ræða. Á almenningssal- ernunum var hvert salerni í svo litlum bás að ég komst ekki að þeim. Getur verið að það sé hægt að fá leyfi fyrir hótelrekstri án aðstöðu fyrir alla? Sem betur fer var stutt í sundlaug og þar var fín salernis aðstaða. Því miður er það of víða sem ekki er gert ráð fyrir okkur sem erum í hjólastól. Hvernig er t.d. Laugavegurinn með öllum sínum verslunum? Það er hægt að telja á fingrum annarrar handar þær sem við komumst inn í. Ef ekki eru tröppur úti þá eru þær inni. Það má ekki alltaf gera ráð fyrir að einhver hjálpi okkur, við viljum líka geta farið ein. Leikhúsin: Borgarleikhúsið er með stæði fyrir hjólastóla en Þjóð- leikhúsið gerir ekki á nokkurn hátt ráð fyrir okkur. Við sitjum í gang- vegi þannig að við förum síðust inn í salinn og fyrst út. Ég er varla ein um að finnast þetta niðurlæging. Kirkjur: Því miður gera guðshúsin ekki alltaf ráð fyrir okkur. Í Kópavogskirkju, til dæmis, hef ég þurft að sitja frammi við dyr í jarðarför og fara út á undan kistunni. Þetta er reyndar raunin í fleiri kirkjum. Víða um land eru gangstéttar 18 sm háar og ekki gerður flái. Þá verðum við að fara göt- una nema við höfum aðstoðarmann. Rampar (rennur) til að auka að- gengi eru oft svo brattir að ég get ekki keyrt sjálf upp, þeir þurfa að vera lengri og oft er pláss til þess, en þekkingu vantar. Atlavík er minn uppáhaldsstaður þar er aðgengi frá- bært, rampurinn upp að salern- isaðstöðunni er langur og með litlum halla, aðstaða inni er einnig mjög góð. Þegar ég var þar upplifði ég frelsi að geta sagt: „Ég ætla aðeins að skreppa“ en ekki „Viltu hjálpa mér“. Í Ameríku er aðgengi mjög gott, enda er hægt að láta loka stað þar ef aðgengi er ábótavant. Ég ræddi við eldri konu þar sem sagði mér að þetta hefði ekki alltaf verið svona en þegar hermennirnir fóru að koma illa farnir úr stríði, hún nefndi sér- staklega Víetnam, var öllu breytt. Ég ætla að vona að við þurfum ekki stríð til að hér verði breyting. Aðgengismál Eftir Jónu Guðmundsdóttur Jóna Guðmundsdóttir » Þekkingarleysi er oft ástæðan fyrir því að aðgengi fatlaðra er ábótavant hér á landi. Höfundur er hjólastólsbundin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.