Morgunblaðið - 02.07.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.07.2009, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009 ✝ Gísli SigurbergurGíslason fæddist í Neskaupstað 30. júlí árið 1939. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað 25. júní 2009. Foreldrar hans voru Gísli Berg- sveinsson útgerð- armaður, f. í Mjóa- firði 11. júní 1894, d. 20. mars 1971, og Ey- leif Jónsdóttir, f. á Vestra-Horni 2. mars 1908, d. 2. apríl 1989. Systkini Gísla Sig- urbergs eru Ólöf Sigríður, Jóna Guðbjörg, Bergsveina Halldóra og Sólveig Sigurjóna. Gísli Sigurbergur kvæntist 13. október 1963 Guðrúnu Maríu Jó- hannsdóttur, f. í Neskaupstað 5. ágúst 1944. Foreldrar Jóhann Pét- ur Guðmundsson, f. 11. nóvember 1918, d. 19. mars 1989, og María Ingiríður Jóhannsdóttir, f. 11. sept- ember 1923. Gísli og Guðrún bjuggu í Neskaupstað allan sinn bú- skap. Þau eignuðust fjóra syni: 1) Jóhann Pétur vélstjóri, Neskaup- stað, f. 19. maí 1962, kvæntur Sig- ríði Þorgeirsdóttur. Sonur þeirra er Sigurbergur Ingi. Fyrir átti Jó- hann Pétur syni, Rúnar Þór, barns- frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík árið 1960. Eftir það var hann skipstjóri á Björgu NK 103. Árið 1975 var útgerðin seld og þá um vorið hóf Gísli störf hjá Norðfjarð- arhöfn og starfaði þar allan sinn starfsaldur, lengst af sem hafn- arstjóri. Mörg haust fór Gísli Sig- urbergur á síldveiðar og var með ýmis skip en einnig sigldi hann mörg sumur í afleysingum á skip- um Síldarvinnslunnar með ísvarinn fisk til Bretlands. Hann starfaði einnig tímabundið hjá Landhelg- isgæslunni þegar Íslendingar háðu baráttuna um 12 mílna landhelgina. Það atvikaðist að Bretar tóku til fanga varðskipsmenn sem tóku breskan togara í landhelgi. Þá vantaði tímabundið mannskap á varðskipið Þór og var Gísli í hópi vaskra manna frá Norðfirði sem fylltu það skarð. Gísli lærði snemma á harmonikku, trompet og spilaði einnig á fleiri hljóðfæri. Hann var í fyrstu lúðrasveit Norð- fjarðar en hafði áður leikið með Lúðrasveit verkalýðsins í Reykja- vík. Gísli Sigurbergur var mjög virkur í harmonikkufélagi Norð- fjarðar (FHUN) og spilaði þar síð- ast með félögum sínum þann 1. maí sl. Hann var einnig félagi í Lions- klúbbi Norðfjarðar á meðan hann starfaði og hann var einnig um tíma ritari í Skipstjóra- og stýrimanna- félaginu Sindra í Neskaupstað. Útför Gísla Sigurbergs fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag, 2. júlí, og hefst athöfnin kl. 14. Meira: mbl.is/minningar móðir Ólöf Másdóttir, og Kristin Þór, barns- móðir Lára Kristins- dóttir. Fyrir átti Sig- ríður, Jónínu Hörpu Njálsdóttur. 2) Gísli lífefnafræðingur, Álftanesi, f. 22. apríl 1964, kvæntur Berg- rós Guðmundsdóttur. Börn hans frá fyrra hjónabandi eru Eyleif Ósk og Gísli Veigar, barnsmóðir Að- alheiður Ósk Þorleifs- dóttir. 3) Guðmundur Rafnkell framkvæmdastjóri, Nes- kaupstað, f. 19. febrúar 1970, kvæntur Guðrúnu Smáradóttur. Dætur þeirra eru Eyrún Björg og María Bóel. 3) Eyleifur Þór, f. 5. janúar 1973, d. 12. febrúar 1989. Fyrir átti Gísli Sigurbergur soninn Heimi Berg, f. 12. júlí 1960, kvænt- ur Sólrúnu Hansdóttur og eiga þau 4 dætur, þær eru: Hildur Val- gerður, Sólborg Berglind, Dagbjört Ósk og Eyleif Þóra. Gísli Sigurbergur fór strax eftir skyldunám til sjós á Björgu NK 103 sem faðir hans gerði út. Hann varð vélstjóri og síðar skipstjóri við út- gerðina. Hann lauk vélstjórnar- prófi árið 1957 og skipstjórnarprófi Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði.) Faðir okkar fæddist á Norðfirði þar sem hann ólst upp og bjó alla tíð. Hann var vanafastur í sínu lífi. Þannig ólst hann upp á Strandgöt- unni í Neskaupstað, hann byggði sér hús við Urðarteig 18 og þangað flutti fjölskyldan árið 1969 og þar bjó hann eftir það. Öll starfsævi hans tengdist á einn eða annan hátt sjávarútvegi. Pabbi varð skipstjóri við útgerð föður síns og seinna hluthafi. Trú- lega var hann einn yngsti ef ekki yngsti maður á Norðfirði sem varð skipstjóri á síldarbát en hann varð skipstjóri rétt um tvítugt. Það tíðk- ast til sjós að nefna skipstjórann „karlinn“ og faðir okkar var enginn undantekning. Hann var karlinn í brúnni á Björgu NK þó hann væri jafnvel yngstur um borð. Árið 1975 var útgerðin seld og fljótlega hóf hann störf við höfnina í Neskaupstað og varð fljótt hafn- arstjóri. Hann naut starfsins við höfnina til hins ýtrasta og oft var glatt á hjalla á vigtinni þegar vinir og félagar kíktu í kaffi og ræddu fiskirí og heimsmálin. Pabbi var í fyrstu lúðrasveit Norðfjarðar og starfaði í Lionsklúbbi Norðfjarðar og í Lionskórnum. Á síðustu árum hefur hann starfað í Félagi harm- onikuunnenda í Neskaupstað (FHUN). Hann var ávallt hluthafi í Síldarvinnslunni og fylgdist grannt með gangi þess fyrirtækis, sem hefur verið svo mikilvægt fyrir þann stað sem honum þótti svo vænt um. Pabbi var maður hlé- drægur og oft voru samskiptaform- in einföld. Ef hann var ekki sam- mála, þá svaraði hann einfaldlega „iss“ og hallaði höfði hugsi. Ef hann var sammála þá kom „já,já, það er ekkert flóknara en það“. Nú ef hann var mikið glaður þá blístr- aði hann út í eitt. Þegar maður sá hann keyra bíl þá var hann gjarnan blístrandi nú eða sló taktinn í stýr- ið, enda átti tónlistin ríkan þátt í hans lífi. Það fór svo að hann var í mörg ár í Tónskóla Neskaupstaðar nú síðasta áratuginn. Pabbi kunni ákaflega vel við sig í góðra vina hópi. Hann var tryggur vinur vina sinna og nú á þessari stundu má vel finna þá miklu væntumþykju sem samfélagið hér í Neskaupstað umvefur fjölskylduna. Í veikindum pabba sýndi hann mikinn styrk og æðruleysi. Hann barðist áfram með viljann að vopni og var eins og alltaf vel studdur af mömmu. Ást og vinátta þeirra var einlæg og mikil enda búin að rölta saman lífsveginn í blíðu og stríðu í nálægt hálfa öld. Það er ekki bara sorg, heldur líka ríkt þakklæti sem fer í gegnum hugann nú þegar fað- ir okkar er látinn eftir erfið veik- indi. Þakklæti fyrir allar góðu stundirnar, fyrir það að hafa átt alla ævi traustan og góðan föður sem skapaði ásamt móður og stór- fjölskyldu þá kjölfestu sem er hverju barni nauðsynleg. Börnin okkar elskuðu afa sinn mikið og hann fylgdist vel með því sem þau voru að gera allt til síðasta dags. Minningin um góðan föður, tengda- föður og afa lifir með okkur um ókomna tíð. Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. (Har. S. Mag.) Jóhann Pétur, Gísli, Guð- mundur Rafnkell og Heimir Berg Gíslasynir. Elsku afi, nú kveð ég þig í síð- asta sinn en alltaf muntu vera í hjarta mínu. Þú varst alltaf svo yndislegur, brosandi og blístrandi eitthvað skemmtilegt. Alltaf glaður og ánægður með allt og alla. Þú varst mikið fyrir að spila á harm- onikkuna þína og mér þótti vænt um hversu mikinn áhuga þú sýndir mínu tónlistarnámi, komst á tón- leika, hlustaðir og spjallaðir um hvað ég var að spila í tímum hjá Agga vini þínum. Veikindi þín voru mjög erfið og mikil undir lokin en þú varst samt alltaf sterkur og barðist stanslaust allan tímann. Þú varst sannkölluð hetja. En afi, ég elska þig af öllu hjarta og ég bið að heilsa Eyja. Sjáumst síðar á himnum, afi minn. Ég veit að það þótti mörgum vænt um þig og ég veit að þetta er mikill missir fyrir marga en þó mestur fyrir ömmu. Amma, ég elska þig af öllu hjarta og er alltaf til staðar fyrir þig eins og þú varst fyrir afa. Þér ég ann heitt, ,,afmælisgjöf- in,“ þín afi. En seinna kem ég til þín, knúsa þig og segi: ,,Hér er ég,“ ávallt þín afi. Ástarkveðja, Eyrún Björg Guðmundsdóttir. „Ég var lítið barn og lék mér við ströndina.“ Þessi ljóðlína kom upp í hugann við fráfall Gísla bróður míns sem fallinn er frá eftir stranga baráttu við krabbamein. Við systkinin vorum alin upp í Nes- kaupstað í þessum dæmigerða út- gerðarbæ á öldinni sem leið. Marg- ar ljúfar minningar tengjast þessum tíma. Sumarið 1939 var mörgum minnistætt vegna mikillar veðurblíðu, en þá fæddist Gísli. Sumrinu áður man ég samt betur eftir, því þá var móðir okkar lengi rúmliggjandi, mikið veik af slæm- um gigtarsjúkdómi sem minnti lengi á sig síðar. Trúlega hefur hún ekki verið vel á sig komin fyrir þessa meðgöngu. En allt gekk vel og loksins var fæddur drengur sem hafði verið beðið lengi. Margar Gísli Sigurbergur Gíslason ✝ Jóhanna Lár-usdóttir fæddist í Borgarnesi 11. nóv- ember 1923. Hún lést á sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 25. júní sl. For- eldrar hennar voru Jón Lárus Sigurðsson, f. 10. ágúst 1891, d. 26. júní 1962 og Marzibil Ingunn Jóhannsdóttir, f. 31. ágúst 1893, d. 5. október 1975. Þau bjuggu í Borgarnesi. Systkini Jóhönnu eru Unnur, f. 16. janúar 1928, og Sigurður Guðmundur, f. 7. ágúst 1936, kvæntur Auði Sesselju Þorkelsdóttir, f. 1937. Jóhanna giftist 25. ágúst 1945 Baldri Halldórssyni frá Búlandi í Arnarneshreppi, f. 15. janúar 1924 og hafa þau búið á Hlíðarenda við Akureyri frá 1951 og eignuðust þau 6 börn. Þau eru: 1) Ingvar, f. 21. mars 1943, kvæntur Jónínu Valde- marsdóttir, f. 1947, börn þeirra eru: a) Helga, f. 9. ágúst 1967, sonur hennar Elvar, f. 1988. b ) Baldur, f. 21. júní 1971, maki Sigríður Hrund Pétursdóttir, f. 1974, synir þeirra Kolbeinn Sturla og Starkaður f. 1996, Baldur Freyr, f. 2004, og Elmar Bjarni, f. 2008. c) Henrý Þór, f. 30. sept. 1981, sambýliskona Arna Björk Baldursdóttir, f. 1986, synir þeirra eru Heimir Már, f. 2004 og Matthías Huginn, f. 2008. 4) Halldór Guðmundur, f. 18. apríl 1954, kvæntur Önnu Katínu Eyfjörð Þórs- dóttir, f. 1958. Börn þeirra eru: a) Lára, f. 14. apríl 1970, sambýlis- maður Valdemar S. Þórisson, f. 1970, synir þeirra eru Brynjar Ingi, f. 1987 og Halldór Georg, f. 1991. b) Sandra, f. 17. júlí 1979, sambýlis- maður Jóhann K. Hjaltason, f. 1978, sonur þeirra er Hjalti, f. 2007. c) Karen, f. 26. apríl 1990. 5) Sigurður Hólmgeir, f. 22. mars 1960, sam- býliskona Hildur Magnúsdóttir, f. 1962. Börn þeirra eru: a) Katla f. 19. okt 1982, dóttir hennar Elísabet Sól, f. 2002. Selma, f. 15. febrúar 1988. Róbert, f. 10. ágúst 1995 og Sigríður Halla, f. 20. janúar 1997. 6) Ingunn Kristín, f. 28. maí 1962, sambýlis- maður Helgi Pálsson, f. 1966, börn þeirra eru: a) Jóhanna Steinunn, f. 2. des 1983, sambýlismaður Björn Helgason f. 1978, sonur þeirra Ingv- ar Helgi, f. 2006. b) Baldur Helgi, f. 4. apríl 1991. c) Kristjana Íris, f. 18. okt. 1996. d) Silja, f. 16. apríl 1995. Útför Jóhönnu verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 2. júlí, og hefst athöfnin kl. 13.30. Meira: mbl.is/minningar Snorri, f. 2004. c) Guð- rún Elín, f. 28. des. 1978, maki Anton Traustason, f. 1975, börn þeirra eru Berg- lind Nína, f. 2004 og Ingvar, f. 2008. 2) Ólafur Lárus, f. 11. febrúar 1946, kvænt- ur Jóhönnu Láru Árnadóttur, f. 1948. Börn þeirra eru: a) Geir, f. 17. maí 1966, kvæntur Dagný Dið- riksdóttur, f. 1966, synir þeirra eru Grím- ur Óli, f. 1995 og Dagur Lár, f. 2001. b) Íris, f. 1. jan. 1972, dætur hennar eru Anita, f. 1990 og Shavonne Lára, f. 2002. c) Fjalar, f. 27. ágúst 1973, maki Jóhann Freyr Björgvinsson, f. 1973. 3) Baldur Örn, f. 4. júlí 1951, kvæntur Maríu Arnfinnsdóttir, f. 1953. Börn þeirra eru: a) Baldur Jón, f. 8. júní 1972, sambýliskona Harpa Ragnarsdóttir, f. 1978, dætur þeirra eru Anita Rut, f. 1992, Ragn- hildur Inga, f. 1996, Freydís Ósk, f. 1997, og María Björk, f. 2003. b) Jó- hann Lárus, f. 8. okt. 1975, sambýlis- kona Herdís Katrín Bjarnadóttir, f. 1979, börn þeirra eru Júlía Fanney, Látin er tengdamóðir mín, Jó- hanna Lárusdóttir, 85 ára að aldri. Ég kom á heimili hennar og Bald- urs fyrir 44 árum, þá 17 ára að aldri og tók að mér heimilishaldið á með- an Jóhanna fór á sjúkrahús. Ég var frekar fákunnandi um eldamennsku en fékk góða tilsögn hjá tengda- pabba mínum við það og hef búið að þeirri reynslu síðan. Seinna þróaðist með okkur góð vinátta sem aldrei hefur borið skugga á. Jóhanna var mikil húsmóðir og tók á móti öllum sem á Hlíðarenda komu af sömu rausn og hlýju. Nutu margir þessa, sem áttu viðskipti við tengdapabba á bátaverkstæðinu. Jóhanna var annáluð handavinnu- kona, hún saumaði árum saman öll föt á fjölskyldu sína, börn og barna- börn. Við minnumst þess þegar Jó- hanna og Baldur áttu gullbrúðkaup fyrir 14 árum og prjónaði Jóhanna norskar skíðapeysur á öll sín börn og tengdabörn, síðan hafa mörg barnabörn og aðrir notið góðs af. Við minnumst þess líka er Jó- hanna og Baldur komu til Reykja- víkur 1974 og heimsóttu okkur í hálfbyggt Breiðholt. Þar var eldri drengurinn okkar að leika sér í for- inni. „Þetta er ekki hægt,“ sagði tengdamóðir mín og tók drenginn með sér heim á Hlíðarenda. Þar var hann öll sín sumarfrí þar til hann var 16 ára og ekki er að efa að hann hefur búið að því góða atlæti sem hann hlaut þar, alla tíð. Á lífsleik okkar ferðast saman gleðin og sorgin. Þegar sorgin ber að dyrum erum við oft ekki undir það búin. Nú þegar við kveðjum Jó- hönnu er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hana að vini. Ég kveð hana með þökk fyrir samfylgd- ina. Sofðu, engill, sofðu, því nú er komin nótt sjálfsagt eru fleiri sem sofa einnig rótt. Ekki fæ ég skilið hvað ræður öllu hér og ekki heldur hvers vegna var sótt, einmitt að þér. Sofðu engill. sofðu, við biðjum fyrir þér svo drottins höndin leiði þig hvar sem hann er. Við varðveitum með lotningu minn- inguna um þig er vörðuð verður leið þín upp á æðra stig. Sofðu, engill, sofðu, við þökkum auð- mjúk þér sem gafst okkur svo mikið í jarðvist þinni hér. Við eigum bara erfitt með að sætta okkur við það að þú sért tekin burtu og flutt á annan stað. Sofðu bara, engill, og lúrðu undir sæng, megi Drottinn geyma þig undir hlýjum væng. Við hittumst bara aftur þegar húmar aftur að og Drottinn vill fá fleiri á þennan ljúfa stað. (Þorbjörg Gísladóttir.) Jóhanna Lára Árnadóttir (Litla Hanna). Elsku Hanna mín, mig langar að þakka þér fyrir þau 38 ár sem við höfum átt saman, hvað þú hefur alltaf verið okkur börnunum þínum góð. Alltaf varstu að hugsa um okkur fyrst og fremst og lést okkur alltaf vita hvað þér þótti vænt um okkur. þú hefur alla tíð verið glæsileg kona. Mjög myndarleg í höndum. þær eru ófáar peysurnar sem þú ert búin að prjóna á okkur börnin þín og barnabörnin og ég tala nú ekki um langömmubörnin þín og öll fötin sem þú saumaðir líka. Allir dúkarnir þínir og útsaumurinn, það var svo gaman að fylgjast með þegar þú varst að sauma Gunnhildi kónga- móður og þið Baldur voruð að fara yfir talninguna saman, þið voruð svo samrýnd hjón og falleg saman, það var unun að horfa á ykkur stúdera saman þegar þú varst með handa- vinnuna þína. Síðasta ár hefur verið þér mjög erfitt og aðskilnaður við Baldur þinn mjög erfiður en veikindin voru þannig að þú þurftir að fara á Krist- nes og síðan á Hlíð, þar sem allir voru þér svo góðir enda var ekki annað hægt þar sem þú varst svo ljúf og góð. Það var Baldri þungbært að láta þig fara frá sér og mig langar að kveðja þig með hans orðum því þau eru svo falleg. Algóður guð þig varðveiti og verndi og vaki með þér hverja dimma nótt. Strjúktu henni um vanga hlýrri mjúkri hendi huggaðu og hlúðu, svo hún sofi rótt. Hvíl þú í friði, elsku Hanna mín. Við eigum eftir að sakna þín mikið. En við eigum svo margar góðar minningar um þig, þær munu aldrei gleymast. Elsku Baldur minn, ég vona að góður guð hjálpi þér í sorginni. Kær kveðja, þín tengdadóttir María. Elsku fallega amma mín, mér finnst svo skrítið að þú sért farin frá mér, að ég geti ekki rennt til þín og hitt bestu konu í heimi og fengið knús sem alltaf lét mér líða svo vel. Ég veit ekki hvar ég á að byrja til að reyna að koma því niður á blað, hversu mikilvæg manneskja í mínu lífi þú varst. Þegar ég hugsa til baka þá koma svo margar minningar um okkur saman, Kaffikonurnar: Sigga og Gunna, þegar þú kenndir mér að prjóna og við sátum tímunum sam- an og prjónuðum, öll jólin sem við eyddum saman, þegar ég klippti af þér gráu hárin, því að ég vildi ekki að þú myndir eldast og þegar þú sofnaðir og ég málaði á þig stríðs- málningu og svo komu menn að spyrja eftir afa og þú komst til dyra og þeir voru að deyja úr hlátri og þú hélst að þú værir með opna buxna- klauf, þangað til að þú snerir þér við Jóhanna Lárusdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.