Morgunblaðið - 02.07.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.07.2009, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009 koma þegar í ljós hæfileikar hugar og handa, því hún var sýknt og heil- agt með hár í höndum kvenna í blokkinni. Það kom líka á daginn, að hún valdi sér hárgreiðslu sem ævistarf. Það var okkur því mikið reiðarslag, þegar Helga tilkynnti okkur um þann sjúkdóm sem um síðir leiddi hana á burt úr lífi okkar. Það var engum vafa undirorpið, að barist skyldi til hinstu stundar, lífsviljinn var fyrir hendi, óbilandi kjarkur og elja Helgu að takast á við veikindin dugðu þó ekki til. Nú er sól Helgu okkar sigin til viðar og eft- ir stendur minningin ein um ynd- islega dóttur sem ætíð sýndi stroku velvildar í okkar garð. Það er aðeins tíminn einn sem fært getur frið í hjarta við fráfall þitt, elsku barn. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson.) Vonandi verður þú sendiherra ei- lífðarinnar í Guðs paradís. Mamma og pabbi. Elsku mamma mín. Það er svo óraunverulegt að þú sért ekki lengur hérna hjá okkur. Við systkinin vorum einstaklega lánsöm að eiga mömmu eins og þig. Þú varst okkur góð fyrirmynd, dug- leg, jákvæð, ósérhlífin, einstaklega hjálpsöm og veittir okkur mikla ást og umhyggju. Þessum eiginleikum höfum við öll notið góðs af og þeir hafa orðið okk- ur gott veganesti. Ég tók þá ákvörð- un 19 ára gömul að feta í þín fótspor og læra hársnyrtingu. Betri meist- ara hefði ég ekki getað fengið og ég veit að ég tala fyrir hönd margra nemenda þinna. Okkur fannst for- réttindi að fá að vinna saman, enda var mikið gaman hjá okkur og urð- um við bara nánari með hverjum deginum. Það var fyrir þína hvatningu að ég varð meðlimur Intercoiffure, en þar hafðir þú verið meðlimur í mörg ár. Eins naut ég þinnar aðstoðar í mín- um keppnum í faginu. Þú varst mik- ill reynslubolti og kenndir mér margt, enda sannkallaður listamað- ur á ferð. Alltaf tilbúin að hjálpa, svo drífandi og gefandi. Það gaf þér mikið að mála og þar fékkst þú útrás fyrir þá miklu sköp- unargleði sem í þér bjó. Þú varst með einstaklega næmt auga á form og liti og það kom sér vel, bæði í vinnunni og með pensilinn. Þau eru ófá málverkin sem þú skilur eftir þig og munum við fjölskyldan fá að njóta þeirra um ókomna tíð. Ég mun sakna þess að hafa þig ekki til staðar þegar mig vantar þitt álit. Það var svo gott að tala við þig því þú sagðir alltaf nákvæmlega það sem þér fannst og maður gat alltaf treyst því. En við þekktum hvor aðra svo vel. Þú ert bara rétt bak við öxlina á mér núna. Ég mun halda áfram að spyrja þig og ég veit að ég fæ svör, þau verða bara í hljóði. Við fáum alltaf verkefni í þessu lífi en þau eru miserfið. Þú misstir pabba fyrir um 19 árum, það birti samt til og þú kynntist Eggert og fannst hamingjuna aftur og þið eign- uðust hana Erlu Rut, ljósið okkar. Allt í einu vorum við orðin risastór fjölskylda. Við höfum öll þurft að glíma við hin ýmsu verkefni í gegn- um árin og leyst þau. Það verkefni sem okkur, mér og þér, var úthlutað síðastliðið ár var heldur þyngra en þau sem við höfð- um þurft að kljást við áður. Við greindumst báðar með alvarlega sjúkdóma með viku millibili. Hver er tilgangurinn með því? Við spurðum okkur oft að því en höfum engin svör fengið. Einhver sagði að kannski fengju þeir þyngstu verkefnin sem hægt er að treysta fyrir þeim. Það má vel vera. En þitt verkefni reynd- ist þó of þungt. Þó skorti ekki bar- áttuviljann, þú barðist fram til síð- ustu sekúndu. Ég er langt komin með mitt verkefni og varst þú svo ánægð með það. Ég mun klára mitt verkefni, ég lofa því, mamma mín. Þegar ég eignaðist börnin mín var eins og þú hefðir verið að eignast þín eigin börn, enda alveg einstök amma. Einar og Emilía elskuðu þig meira en allt. Þú varst þannig amma að þú áttir það til að leggjast í gólfið með fíflalæti og leiki. Svo bjóstu til spennandi sögur. Ef það leið langur tími á milli þess sem þú hafðir þau, hringdir þú og spurðir hvort ekki væri kominn tími á að þau kæmu. Elsku mamma mín, nú er þján- ingu þinni lokið og ég kveð þig með trega en miklu þakklæti fyrir allt. Þín Sigríður Margrét (Sirrý). Elsku besta mamma mín! Ég elska þig meira en þú getur nokkurn tímann ímyndað þér. Þú hjálpaðir mér alltaf á erfiðum tím- um, fannst alltaf einhverjar lausnir á öllum vandamálum. Þú leist alltaf svo vel út og það leit ekki út fyrir að þú værir á þeim aldri sem þú varst, heldur svo miklu, miklu yngri. Frá því þú greindist með krabba- meinið í ágúst og þar til í síðustu viku þá gerði ég mér ekki grein fyrir því hversu veik þú í rauninni varst, því þú varst ekkert að tala um það og þú reyndir að láta bera sem minnst á því. Það var alltaf svo gam- an að vera með þér, þú varst alltaf svo dugleg og góð en samt ákveðin og vildir ná þínu fram. Ég fann alltaf hvað þú varst stolt af mér og það hvatti mig mikið áfram og mun halda áfram að gera það. Ég er búin að eiga svo góð 15 ár með þér og ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig sem mömmu. Þú ert besta mamma sem hægt er að hugsa sér. Mér finnst svo leiðinlegt að þurfa að kveðja þig, og ég er alls ekki tilbúin að gera það en ég veit að núna ertu á betri stað þar sem þú ert ekkert kvalin. Hvíldu í friði, elsku mamma mín. Þín dóttir, Erla Rut. Elsku Helga, ég sit hérna og reyni að átta mig á því að ég sé að skrifa minningargrein um þig, svona allt, allt of fljótt. Þú komst inn í líf mitt þegar ég var unglingur, þegar þú kynntist pabba. Strax tókst þú mér opnum örmum og af heilum hug, takk fyrir það. Ég vil líka þakka þér það hve góð þú varst börnunum mín- um, þú varst svo mikil barnagæla. Alltaf var jafn gott að hitta þig og vera með þér. Það gustaði af þér, svo mikill var krafturinn og fram- kvæmdagleðin. Þú vildir drífa hlut- ina af og gera það með glans. Það sást vel í þínu ævistarfi, hárgreiðsl- unni og síðan þegar þú byrjaðir að mála. Þá kom hvert listaverkið á fætur öðru upp í Óttuhæðinni. Af sama krafti tókstu á veikindum þínum, en þú barðist hetjulega fram á síðustu stundu, þannig varst þú bara. Það er svo erfitt að sjá á eftir þér, þú áttir eftir að gera svo ótal margt með augasteininum þínum, henni Erlu Rut, svo margar myndir sem þú áttir eftir að mála. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku pabbi, Erla Rut, Sirrý, Ein- ar, Bjarni og fjölskyldur. Guð gefi ykkur styrk og trú í sorginni. Sunneva, Hjalti Geir og börn. Elsku amma. Það var alltaf svo gaman að gista á Óttuhæðinni. Við fórum í heita pottinn sam- an, þú bjóst alltaf til skemmti- legar sögur fyrir okkur og við fengum að kúra í þinni holu. Okkur fannst svo gaman að fara með þér upp í Heiðmörk að labba með hundana. Skemmtilegt var að fara í hjól- hýsið með þér, afa og Erlu. Þú varst besta amma í heimi. Við elskum þig svo mikið en við vit- um að nú ertu hjá guði og engl- unum og finnur ekki til. Við vit- um að þú verður í hjartanu okkar alltaf þegar við hugsum um þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín Einar Örn og Emilía Ósk. HINSTA KVEÐJA ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sonar, bróður, barnabarns, barnabarnabarns og frænda, ARNÓRS ALEX ÁGÚSTSSONAR, Laufvangi 9, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Barnaspítala Hrings- ins og gjörgæsludeildar Landspítalans við Hring- braut, fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Hjördís Þórarinsdóttir, Sigurbjörn Ágúst Ágústsson, Silja Rut Tómasdóttir, Þórarinn Böðvarsson, Sigrún Ögmundsdóttir, Ágúst Guðjónsson, Ragnheiður Ágústsdóttir, Sigurfljóð Jónsdóttir og frændsystkini. ✝ Innilegar þakkir færum við þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu, lang- ömmu og langalangömmu, SÓLBORGAR HULDU ÞÓRÐARDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Sóltúni, áður Stigahlíð 18, Reykjavík. Þórður Adólfsson, Elsa Jóhanna Gísladóttir, Adólf Adólfsson, Monika Magnúsdóttir og fjölskyldur. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs föður, tengdaföður, afa og langafa, HILMARS BJARNASONAR sendibílstjóra, Laugarnesvegi 39, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Hjördís Hilmarsdóttir, Steindór V. Sigurjónsson, Hörður Hilmarsson, Rita Lúkasdóttir, Bergrós Hilmarsdóttir, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Heiða Hilmarsdóttir, Jónína Hanna Hilmarsdóttir, Einar Magnússon, Sólbjört Hilmarsdóttir, Magnús Sörensson, Jón Hilmar Hilmarsson, Erla B. Jónsdóttir, Anna Hilmarsdóttir, Egill Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn.  Fleiri minningargreinar um Helgu Bjarnadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. tekið. Allt frá bernsku til síðasta dags áttu læknavísindin hug henn- ar allan og má til sanns vegar færa að hún hafi helgað líf sitt vísind- unum. Af hverju? mætti spyrja sig, en þegar horft er til baka þá koma fram nokkrar augljósar ástæður en veikindi Siggu vega þar án efa þyngst enda var Ása „stóra systir“ og ábyrgðin henni í blóð borin. Ása frænka og Guðjón faðir hennar eiga það sameiginlegt að bæði hafa þau markað spor í sögu okkar Íslendinga „eða allavega í sögu þessara litlu fjölskyldu“. Ása var fyrst íslenskra kvenna til að verða skurðlæknir og á sama tíma var Guðjón faðir hennar síðasti skipstjóri okkar Íslendinga sem sigldi með frakt á seglskipi milli Íslands og Norður-Ameríku, en það var á seglskipinu Capitönu. Við systkinin fengum að kynnast áhuga þeirra systra á útivist og ferðalögum ásamt ást á íslenskri náttúru. Ósjaldan var hringt og okkur boðið að koma í heimsókn til Ásu frænku á Siglufjörð eða í úti- legu og urðu Vestfirðirnir þá oft- ast fyrir valinu. Á meðan Ása bjó í Svíþjóð nýtti hún hinsvegar tæki- færið og skoðaði erlendar grundir er tími gafst til frá annasömu starfi. Þegar hún flutti svo aftur til Íslands 13 árum síðar þótti hún meira en lítið víðförul og fannst okkur systkinunum sögurnar sem hún sagði okkur frá öllum þessum löndum og stöðum bæði áhuga- verðar og framandi. Áhugamálum Ásu má lýsa með tveimur orðum: menntun og menn- ing. Alla tíð lagði hún mikla áherslu á menntun og var hún sjálf sífellt að mennta sig, hvort sem það var í læknavísindum, stærð- fræði, tungumálum eða matargerð. Í áratugi var hún tíður gestur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands en einnig var Þjóðleikhúsið, svo ekki sé minnst á Íslensku óp- eruna, í miklu uppáhaldi. Voru þær systur duglegar að bjóða okk- ur krökkunum með á hinar ýmsu sýningar og menningarviðburði. Ása frænka var oft misskilin því hún lá yfirleitt ekki á skoðunum sínum og lét þær óspart í ljós, hún gat verið mjög beinskeytt í orða- vali og fór það gjarnan fyrir brjóstið á þeim sem lítið til hennar þekktu. Ása sagði það sem henni fannst og það má alveg taka þann- ig fólk sér til fyrirmyndar sem þorir að koma hreint fram og standa eða falla með skoðunum sínum. Að lokum viljum við þakka Ásu frænku fyrir allar þær stundir sem við áttum saman, þær lifa í minn- ingunni. Gunnar, Rósmundur, Guðjón og Hólmfríður Vigdís. Nú er hringnum lokað. Lauga- teigur 4, Fríða, Guðjón, Sigga og Ása. Ása frænka er horfin á vit feðranna. Minningar frá Laugat- eignum, mjúkar dúnsængur, björt og stór herbergin, ilmurinn úr eld- húsinu, Fríða að söngla, Guðjón glettinn á svip, alltaf að segja eitt- hvað fyndið og skemmtilegt. Þau voru kommúnistar af gamla skól- anum. Sigga með sína djúpu fal- legu rödd, talaði blíðlega og sposk á svip við börn og málleysingja. Svo var það hún Ása sem bjó í Sví- þjóð og var skurðlæknir, hafði nettar hendur sem skáru og saum- uðu. Ég var átján ára þegar ég lagði land undir fót ásamt Lilju vinkonu. Ferðinni var heitið til Malmö. Ása hafði útvegað okkur vinnu við skúringar á sjúkrahúsinu og herbergi á stúdentagarði. Hún var okkur afskaplega góð þó svo hún gæti verið stríðin og hranaleg. Hún sagði mér að það væri sveita- legt að fá tannpínu eftir að ég hafði staulast heim til hennar um kvöld sárkvalin að biðja hana um verkjatöflur. Hún vorkenndi mér þó svolítið, strauk mér um kinn og lét mig leggjast á meðan pillan virkaði. Daginn eftir útvegaði hún mér svo tíma hjá tannlækni. Ég hef ekki fengið tannpínu síðan. Við tókumst oft á um langömmu okkar Viktoríu. Ása sagði hana hafa ver- ið geðveika og það gæti alveg eins hent mig úr því það væri í ættinni. Saga langömmu var reyndar sú að hún horfði á eftir manni og einka- syni í sjóinn í flæðarmálinu framan við kotbæinn. Sjö dætur í landi, sú yngsta 3ja mánaða. Sýslumaður kom, tók allar dæturnar og leysti upp heimilið. Undir hrjúfu yfirborðinu var Ása bæði viðkvæm og næm. Heim- ili hennar var notalegt og hún hafði yndi af að hlusta á fallega tónlist, gólfið og borðin voru þakin bókum, tíma- og fagritum. Eitt áttum við sameiginlegt, en það var að fjörug tónlist fór í tærnar og við dönsuðum stundum í litlu stof- unni í Malmö. Umhyggja Ásu fyrir Siggu systur sinni, sem þjáðist af blóðsjúkdómi alla tíð, var einstök. Samtímis lét svartur húmorinn ekkert í friði. Þær systurnar gönt- uðust með það hér áður fyrr að þegar Sigga var orðin mjög blóð- lítil hefði verið fenginn skáti til að gefa henni blóð. Skátinn var settur í efri koju og Sigga í þá neðri og svo var blóðinu dælt í milli, „… og svo þegar leið yfir skátann var bara skipt um skáta,“ sögðu þær. Eftir að Sigga dó fyrir tveim árum var Ása eflaust mjög einmana. Aldrei hvarflaði þó að mér að hún færi svona snöggt og ég sakna þess að hafa ekki hitt hana oftar síðustu árin. Fjölskyldan á Lau- gateignum var mér góð og minn- ingarnar um þau öll munu fylgja mér alla tíð. Það eru góðar minn- ingar. Margrét Gunnarsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Ásu Guðrúnu Guðjónsdóttur bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.