Morgunblaðið - 02.07.2009, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 02.07.2009, Qupperneq 17
Daglegt líf 17ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009 Heimilisbókhaldið er í Einkabankanum þér að kostnaðarlausu. Kynntu þér málið á landsbankinn.is. E N N E M M / S ÍA / N M 3 7 6 7 5 N B I h f. (L a n d s b a n k in n ), k t. 4 7 10 0 8 -2 0 8 0 . EINKABANKINN | SJÁLFVIRKT HEIMILISBÓKHALD Með einum smelli í Einkabankanum sérðu þína köku • Fyrsta sjálfvirka heimilisbókhaldið • Enginn innsláttur í Excel og engir útreikningar • Þú velur hvaða reikningar og kort mynda kökuritið • Færslurnar eru flokkaðar fyrir þig • Hægt er að endurnefna og endurflokka færslur Eftir Svanbjörgu H. Einarsdóttur svanbjorg@mbl.is ÞEIR sem störfuðu í Danmörku á tímabilinu 1998 til 2003 gætu átt inni peninga hjá SP - særlige pension- opsparing-sjóðnum hjá danska líf- eyrissjóðnum ATP. Þessir peningar eru nú lausir til útborgunar en sækja þarf um endurgreiðslu fyrir 31. des- ember 2009. Danska ríkið ákvað á sínum tíma að allt vinnandi fólk í Danmörku skyldi greiða 1% af laun- um sínum í nokkurskonar skyldu- sparnað. Hætt var við þessa sparn- aðarleið árið 2004. ATP hefur sent bréf til allra sparisjóðseigenda sem búsettir eru í Danmörku. Hins vegar hefur reynst erfiðara að koma upp- lýsingum um glaðninginn til þeirra sem ekki búa lengur í Danmörku. Geta verið háar upphæðir Karl Axel Pétursson bjó í Dan- mörku á umræddum árum og á danska konu en þau eru nú búsett hér á Íslandi. Tengdaforeldrar Karls Axels bentu þeim á að líklega ættu þau peninga í sjóðnum. „Við urðum afskaplega glöð, ekki veitir af auka- pening í þessu árferði! Í okkar tilfelli er þetta þó ekki há upphæð, þar sem við vorum í námi á þessum árum, en við eigum þó von á einhverjum aur- um. Tengdapabbi var aftur á móti harla glaður því hann fékk greidda út tugi þúsunda danskra króna,“ segir Karl Axel. Auðvelt er að fá upplýsingar um inneignina en hins vegar tekur nokk- urn tíma að fá peningana í hendur. Fyrst um sinn er einungis greitt inn á sérstaka reikninga í Danmörku, svokallaða „NemKonto“. Þeir sem búa svo vel að eiga reikning í dönsk- um banka geta haft samband við bankann sinn og beðið um að láta skrá hann sem „NemKonto“. Snilldarleg tímasetning! Karl Axel segir það hafa gengið hratt og örugg- lega að hafa sam- band við ATP. „Vefsíðan þeirra gefur nákvæmar og einfaldar upplýsingar um hvernig eigi að nálgast peningana. Ég veit um marga sem unnu í Danmörku á þessum tíma og ekki er ólíklegt að óvæntur peningur geti létt mörgum lífið í kreppunni. Fyrir nú utan hvað það hlýtur að vera gott að fá smá gjaldeyri til landsins“, bætir Karl Axel við. Danska ríkið tekur 35% skatt af fyrstu 15 þúsund DKR og 50% af hærri upphæðum. Karl Axel segir tímasetningu á greiðslu peninganna vera snilldarlega. „Danska ríkið rak- ar inn aukaskatttekjum og skyndi- lega hefur fólk óvænt fé milli hand- anna. Ég hef heyrt að ferðaskrifstofur séu að setja aftur inn ferðir og flugvélar sem búið var að taka út.“ Íslenskur blaðafulltrúi Þegar haft var samband við sjóð- inn til að fá nánari upplýsingar kom í ljós að blaðafulltrúinn, Kristján Jörgensen, er hálfíslenskur og talar glimrandi íslensku þrátt fyrir að hafa aldrei búið á Íslandi. Hann seg- ir hlæjandi að hann hafi lært málið af því að rökræða við íslenska mömmu sína. Hann bendir þeim sem telja sig eiga peninga hjá sjóðnum á að skoða einfaldar leiðbeiningar á vefsíðunni www.atp.dk. Þá er einnig hægt að hringja í síma +34 70128000. Morgunblaðið/Ómar Áttu peninga í Danmörku? Danskur skyldusparnaður greiddur út Karl Axel Pétursson Fé Margir hérlendis gætu átt pening í SP sjóði sem danski lífeyrissjóðurinn greiðir nú út. Þeir sem störfuðu í Danmörku 1998-2003 greiddu í sjóðinn. Pabbi, við sáum einn ótrúlega líkan Eiði Smári á æfingu hjá Þór, sagði dóttir mín þegar hún kom heim und- ir kvöldmat í gær.    Forvitinn að eðlisfari kíkti ég niður á völl, enda ekki langt að fara. Og viti menn, þarna var Eiður og stóð sig bara nokkuð vel, sýndist mér!    Elsti sonur Eiðs leikur með HK á N1-móti KA-manna sem hófst í gær og stendur þar til á laugardag. Þess vegna er Barcelona-hetjan í nokkra daga hér í höfuðstaðnum og fær að æfa með Þór, enda eru þeir gamlir félagar úr landsliðinu, hann og þjálf- arinn, Lárus Orri Sigurðsson.    Arnór Guðjohnsen hefur stundum tekið þátt í Pollamóti Þórs, fyrir 30 ára og eldri, sem einnig fer fram um helgina. Ekki veit ég hvort hann verður með núna, en það yrði gam- an. Spurning um að fá Eið eldri til að taka fram skóna á ný! Það yrði a.m.k. dálítið flott mynd; Eiður, Arn- ór, Eiður Smári og Sveinn Aron, all- ir í búningi og takkaskóm.    Ráðhústorgið á Akureyri mun taka stakkaskiptum í dag þegar það verð- ur tyrft og skreytt fallegum blóm- um. Hafist verður handa nú í morg- unsárið og er bæjarbúum velkomið að leggja hönd á plóginn. Talandi um Ráðhústorgið. „Lyga- mælirinn“ sem þar er staðsettur gaf til kynna í hádeginu í gær að 29 stiga hiti væri á staðnum …    Veðrið var reyndar alveg frábært í gær. Má varla verða betra, því þá er ekki vinnufært. Sól, logn og einhver ótrúleg tala á Celcius.    Boðið verður upp á gönguferðir með leiðsögumanni um Akureyri alla fimmtudaga í sumar. Gangan hefst kl. 20 fyrir neðan kirkjutröppurnar og farið er suður Hafnarstræti og Aðalstræti og endað við Minjasafnið. Gangan tekur um tvær klukku- stundir. Mjög skemmtilegt framtak.    Ótrúlega margt er í boði á Lista- sumri. Heitur fimmtudagur er að vanda í Deiglunni í kvöld; hljóm- sveitin Mógil leikur, KK og Maggi Eiríks eru á Græna hattinum …    Í hádeginu á morgun er boðið upp á tónlistarhlaðborð í Ketilhúsinu með Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, pí- anóleikara og handhafa Íslensku tónlistarverðlaunanna 2008, og svo framvegis og framvegis. Best að kíkja á www.listagil.akureyri.is og kynna sér dagskrána nánar.    Í vikunni birtist hér í blaðinu samtal við 88 ára kanadíska konu, Charlotte England, sem tók þátt í miðnætur- golfmótinu Arctic Open um síðustu helgi. Það var gaman að spjalla við hana. „Allir sem eru 88 ára og treysta sér til þess að spila golf, ættu að koma hingað!“ sagði England. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hetja Nokkrir ungir Þórsarar, nýbúnir að keppa, báðu Eið Smára um eig- inhandaráritun eftir æfinguna og hann varð við beiðninni með bros á vör. Bónus Gildir 2. – 5. júlí verð nú áður mælie. verð Bónus samlokur ........................ 129 159 129 kr. stk. Bónus kjarnabrauð, 500 g.......... 159 198 318 kr. kg Bónus langlokur, 4 stk................ 198 259 49 kr. stk. Bónus ís, 2 ltr............................ 259 298 129 kr. ltr Kók 4x2, l kippa ........................ 598 798 74 kr. ltr Kók light 4x2, l kippa ................. 598 798 74 kr. ltr Ali ferskur heill kjúklingur............ 598 798 598 kr. kg Ali ferskar kjúklingabringur ......... 1.798 2.398 1.798 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 2. – 4. júlí verð nú áður mælie. verð Lambafillet m/fitu úr kjötborði .... 2.998 3.498 2.998 kr. kg Nautabuff piparsteik úr kjötborði. 1.498 1.998 1.498 kr. kg Grillaður kjúklingur ..................... 748 890 748 kr. stk. Móa TexMex læri/leggir .............. 582 831 582 kr. kg Hamborgarar 2x115 g, m/brauði 298 398 298 kr. pk. FK grill svínakótilettur ................. 1.198 2.098 1.198 kr. kg SS Raj Ṕs lambalærisneiðar ....... 2.158 2.698 2.158 kr. kg SS Mexico grísakótilettur ............ 1.430 1.788 1.430 kr. kg Hagkaup Gildir 2. – 5. júlí verð nú áður mælie. verð Ferskur kjúl. bringur (óspraut.) .... 1.799 2.998 1.799 kr. kg Ferskar kjúklingalundir ............... 1.884 2.899 1.884 kr. kg Ferskar kjúklingalundir í western . 1.884 2.899 1.884 kr. kg Nautaat, kryddl. nautafillet ......... 2.209 3.398 2.209 kr. kg Íslandslamb, grillsteik úr læri ...... 1.874 2.498 1.874 kr. kg Jensen svínarif, 750 g ................ 1.799 2.399 1.799 kr. stk. Freyju Rískubbar, 340 g ............. 499 539 499 kr. stk. Hvítlaukshringur (brauð)............. 299 539 299 kr. stk. Krónan Gildir 2. – 5. júlí verð nú áður mælie. verð Krónu kjúklingur ferskur heill....... 498 698 498 kr. kg Krónu kjúklingabringur ............... 1.498 2.215 1.498 kr. kg Grísakótilettur............................ 749 1.498 749 kr. kg Grísahnakki úrb. sneiðar............. 849 1.698 849 kr. kg Grísabógsneiðar ........................ 399 799 399 kr. kg Grísagúllas................................ 799 1.598 799 kr. kg Lambalæri ................................ 1.069 1.698 1.069 kr. kg Laxaflök beinhreinsuð ................ 1.298 1.798 1.298 kr. kg Nóatún Gildir 2. – 5. júlí verð nú áður mælie. verð Lambafillet m/heiðmerkurkryddi . 2.999 3.998 2.999 kr. kg Lambafillet m/fiturönd............... 2.999 3.998 2.999 kr. kg Grísahnakki m/hvítl./rósmarín.... 898 1.698 898 kr. kg Grísahnakki úrb. sneiðar............. 898 1.698 898 kr. kg Grísalundir m/sælkerafyllingu..... 2.398 2.998 2.398 kr. kg Lambalæri ................................ 1.198 1.698 1.198 kr. kg Rauðvínskryddað lambalæri ....... 1.198 1.698 1.198 kr. kg Kindainnlæri spjót Las Vegas ...... 698 798 698 kr. stk. helgartilboðin Lamb og naut á grillið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.