Morgunblaðið - 02.07.2009, Side 11

Morgunblaðið - 02.07.2009, Side 11
Átak Störfum fjölgar í Garðabæ. GARÐABÆR, Skógræktarfélag Ís- lands og Skógræktarfélag Garða- bæjar hafa gert með sér samning um atvinnuátaksverkefni þar sem skipulögð hafa verið störf fyrir 100 manns auk verkstjóra í tæpa tvo mánuði í sumar. Samningurinn er hluti af atvinnuátaksverkefni sem Skógræktarfélag Íslands hefur haft frumkvæði að í samvinnu við Vinnumálastofnun og ríkissjóð. Meðal verkefna sem ráðist verð- ur í er ruslatínsla, gróðursetning, ofaníburður og annað viðhald og gerð útivistar- og útsýnisstígs auk margra annarra verkefna. Hundrað störf Vinsælt Í fyrra lagði eigandi versl- unar þökur á miðju ráðhústorgsins. Í DAG, fimmtudag, hefjast fram- kvæmdir við að tyrfa og skreyta með blómum Ráðhústorgið á Akur- eyri. Þá verða hátt í 400 fermetrar af gæðaþökum lagðir á torgið og verður undirlagið þannig úr garði gert að grasið mun halda sínum græna lit út sumarið. Í hádeginu á föstudag er svo stefnt að því að halda grillveislu á torginu. Ráðhústorgið fær grænt yfirbragð Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009 Sérverslun með FÁKAFENI 9 - (við hliðina á ísbúðinni) Sími: 553 7060 w w w .g a b o r.is Ný sending Skór & töskur www.gabor.is Verslaðu glæsilegan fatnað þar sem gæði og þjónusta skipta máli GLÆSILEGUR SUMARFATNAÐUR Laugavegi 63 • Sími 551 4422 FÉLAGIÐ Vantrú mótmælir harð- lega í yfirlýsingu áframhaldandi mismunun stjórnvalda í nýsam- þykktum lögum um að sóknargjöld þeirra sem tilheyra ekki trúfélagi renni beint til ríkissjóðs. Vantrú telur þennan gjörning ganga gegn 64. grein stjórnarskrárinnar um að enginn sé skyldur til að inna að hendi persónuleg gjöld til trúfélags sem hann ekki á aðild að. „Ef þess- um brotum á grundvallarmannrétt- indum er ekki hætt er ekki annar kostur í stöðunni en að höfða mál gegn íslenska ríkinu til að fá rétt- arstöðu okkar tryggða.“ Hörð mótmæli Í JÚLÍ verður námskeiðið „Allt sem þú vilt vita um Biblíuna“ haldið í Hafnarfjarðarkirkju. Á námskeið- inu verður Biblían skoðuð og reynt að botna í henni. Leiðbeinandi er séra Þórhallur Heimisson. Námskeiðið verður haldið á fimmtudögum í júlí, en það byrjar í kvöld kl. 20. Námskeiðið er ókeypis og öllum opið. Morgunblaðið/Ómar Allt sem þú vilt vita um Biblíuna STUTT Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ENGAN bilbug er að finna á yfir- völdum í Kópavogsbæ þegar kemur að skipulagi svonefnds Glaðheima- svæðis, þótt nokkuð hafi verið dregið úr hugmyndum um byggingamagn. Þar er í dag hesthúsahverfi, við bæj- armörk Garðabæjar, en áform hafa verið uppi um gríðarmikil mannvirki og háhýsabyggð þar. Deiliskipulag fyrir svæðið var kynnt á borgarafundi í fyrradag, en hann var að sögn heldur lítið sóttur. Íbúar hafa frest til þess að gera at- hugasemdir við deiliskipulagið fram til 7. júlí næstkomandi. Hæsta bygging landsins Gert er ráð fyrir 126.000 fermetra byggingamagni á svæðinu, þar af 24.500 fermetrum undir íbúðabyggð fyrir um 660 manns, en afgangurinn fer undir verslun og þjónustu. Meðal annars kveður hið nýja deiliskipulag á um 32 hæða turn und- ir verslun og þjónustu, sem yrði hæsta bygging landsins, tólf hæðum hærri en turninn á Smáratorgi. Þá er gert ráð fyrir grænum reitum inni á milli, þeim stærsta um 5.000 fer- metrum. Þetta er um 30.000 fermetra minnkun á áformuðu bygginga- magni, frá því sem var í ársbyrjun 2008, þegar áætlaðar voru átta háar byggingar á svæðinu. Þeim fyrirætl- unum lagðist minnihluti Samfylking- ar og VG í Kópavogi gegn á sínum tíma. Mun taka miklu lengri tíma Gunnsteinn Sigurðsson, nýr bæj- arstjóri í Kópavogi, segir vonlaust að segja til um það hvað taka muni langan tíma að raungera þetta skipu- lag. „Þetta fór allt af stað síðasta sumar, fyrir hrun, en síðan þá er auðvitað allt breytt. Það eina sem ég get sagt er að þetta mun taka mun lengri tíma en menn áformuðu í fyrstu og kannski verður meiri skipt- ing á því hvernig verður farið í þetta,“ segir Gunnsteinn. Gæti því farið svo að því verði kaflaskipt með einhverjum hætti hvernig svæðið verður byggt upp í framtíðinni. Enn gert ráð fyrir risaturni  Deiliskipulag fyrir Glaðheimasvæðið í Kópavogi var kynnt á fundi í fyrradag  126.000 fermetra byggingar ráðgerðar og 32 hæða turn með verslun og þjónustu Mynd/Kópavogsbær Háhýsi Enn er gert ráð fyrir 32 hæða þjónustu- og verslunarturni á Glað- heimasvæðinu í Kópavogi. Fullbyggður yrði turninn hæsta hús á landinu. Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is FYRSTU sex mánuði þessa árs hafa 523 fengið útgefið E-303 vott- orð til útlanda frá Vinnumálastofn- un eða næstum tvöfalt fleiri en allt árið í fyrra. Þá fengu 278 slíkt vott- orð. E-303 vottorðið gerir fólki kleift að halda atvinnuleysisbótum sínum í allt að þrjá mánuði meðan leitað er að vinnu í öðru EES-landi. Skilyrðið fyrir þessum rétti er þó að menn hafi verið á bótum hér á landi í að minnsta kosti fjórar vikur, að sögn Jóngeirs Hlinasonar, deild- arstjóra hjá Vinnumálastofnun. Langflestir til Póllands Langflestir þeirra sem fengið hafa E-303 vottorð það sem af er þessu ári eru þeir sem farið hafa til Pól- lands eða 285 á móti 189 allt árið í fyrra. „Það eru gegnumgangandi Pólverjar sem fara til Póllands og aðrir sem fara til Austur-Evrópu- landa eru alla jafna einstaklingar sem eru að fara heim til sín. Hins vegar höfum við orðið vör við að Pólverjar koma aftur en þeir eiga rétt á að gera það innan þriggja mánaða tímabilsins,“ segir Jóngeir. Þeim sem fengið hafa E-303 vott- orð vegna flutnings til Norður- landanna hefur einnig fjölgað mikið miðað við í fyrra. Fyrstu sex mán- uði þessa árs héldu 65 til Danmerk- ur með slíkt vottorð en 25 allt árið í fyrra. Til Noregs hélt 61 fyrstu sex mánuðina en 7 allt árið í fyrra. Nú hafa 33 farið með slíkt vottorð til Svíþjóðar en allt árið í fyrra voru þeir 12. „Það er mikill straumur til Norð- urlandanna. Íslendingar fara ekki til baltnesku ríkjanna í atvinnuleit nema þeir þekki eitthvað til þar. Þeir sækja til landa sem þeir þekkja. Það er oftast þannig,“ bend- ir Jóngeir á. Fyrstu sex mánuði ársins hafa 2.189 fengið E-301 vottorð og eru það næstum jafnmargir og allt árið í fyrra en þá fengu 2.318 slíkt vott- orð. „Með E-301 vottorðinu fær fólk staðfest að það hafi verið að vinna í viðkomandi landi og greitt launa- tengd gjöld og svo framvegis. Þetta er yfirfærsla á réttindum,“ segir Jóngeir. Fleiri utan í leit að vinnu Mikill straumur til Norðurlandanna Morgunblaðið/Kristinn Minni vinna Fleiri fara út fyrir landsteinana í atvinnuleit en áður vegna mikils skorts á atvinnutækifærum hér. Margir hafa haldið heim til sín.                                !" ##$ !% &' '( '# #$ #" '))! '))%   '))$  *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.