Morgunblaðið - 02.07.2009, Síða 14

Morgunblaðið - 02.07.2009, Síða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009 STANGVEIÐI Eftir Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is VEIÐI í Selá í Vopnafirði hófst með glæsibrag, að sögn Orra Vigfús- sonar, eins leigutaka árinnar. Að venju voru það bræðurnir Vífill, Þengill, Ketill og Ólafur Oddssynir sem veiddu fyrstu tvo dagana og hálfum betur. Veitt er á fjórar stangir í Selá í byrjun sumars en þeim fjölgar síðan í allt að átta stöngum. Orri sagði þetta næstbestu opnun í sögu árinnar. „Þeir náðu núna tuttugu löxum á bilinu átta til tólf punda. Venjulega eru þessi holl að gefa sex til átta, jafnvel upp í tíu laxa. Þetta er mjög góð opnun.“ Sömu veiðiholl í áratugi Orri sagði nær eingöngu stundaða fluguveiði í Selá og flestum löxum sé sleppt aftur. Hann segir seiða- búskap með besta móti og að áin sé orðin ein gjöfulasta laxveiðiá lands- ins, þar hafi veiðst 2,400 laxar á ári að meðaltali síðustu fjögur ár. Sömu veiðiholl hafi stundað ána í áratugi og erfitt fyrir nýja veiðimenn að komast að. Laxveiði hófst í Breiðdalsá í gær. Þröstur Elliðason leigutaki sagði mikla ró yfir veiðinni fyrstu vaktina. „Við erum með svo gamla veiði- menn. Þeir eru á tíræðisaldri og geta varla staðið í fæturna sumir. Við erum að reyna að láta þá veiða af bátum. Það gengur frekar brösug- lega. Þeir settu í einn en misstu í löndun.“ Þröstur segir mikið en gott vatn í ánni. Einhverjir laxar séu farnir í gegnum teljarann í Beljanda og einn hafi veiðst á urriðasvæði langt uppi í á, áður en formlegt lax- veiðitímabil hófst. „Þetta verður bara að hafa sinn gang. Það er enn eftir að veiða helminginn af ánni. Það þarf að veiða þetta af viti.“ sagði Þröstur að lokum. Morgunblaðið/Golli Boltalax úr Laxá David Thormar með fyrsta tuttugu punda lax sumarsins sem við sögðum frá í veiðipistli á síðasta þriðjudag. Sá tók Black Ghost í Laxá í Aðaldal en veiðimaðurinn var á höttunum eftir urriða. „Við erum að reyna að láta þá veiða af bátum“  Næstbesta opnun frá upphafi í Selá  Erfitt fyrir nýja veiðimenn að komast að  „Veiðimenn á tíræðisaldri“ Frábær veiði er þessa stundina í Norðurá. Fyrsta 100 laxa hollið lauk þar veiðum í fyrradag. Að sögn Grétars Þorgeirssonar veiði- varðar gengur laxinn hratt upp ánna. Aðfaranótt þriðjudags fóru 200 laxar í gegnum teljarann í Glanna og 100 nóttina á eftir. „Þeir eru að moka alveg núna. Einn var búinn að ná sex úr Poka í morgun klukkan átta. Allt grálús- ugum löxum,“ sagði Grétar, en Poki er veiðistaður mjög ofarlega í Norðurá, við rætur Holtavörðu- heiðar. Hann sagði menn aðallega notast við gárutúbur og smáar flugur með þessum frábæra ár- angri. Mjög heitt hafi verið síð- ustu daga, 22 stiga hiti og vatns- hitinn kominn yfir 12 gráður strax í hádeginu. Risastór sjóbirtingsganga Í frétt á veiðivefnum krafla.is er sagt frá mikilli sjóbirtingsgöngu í Laxá í Kjós. Þar segir að veiðmenn hafi orðið varir við mörg hundruð væna birtinga sem hafi gengið eina nóttina, beint uppá frísvæð- ið. Haft er eftir heimildarmönnum að um 200 vænir birtingar séu í Káranesfljótinu einu. Nánast allt sé þetta mjög vænn fiskur, 4-8 pund. Fyrsta 100 laxa holl sumarsins úr Norðurá Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is EINAR Steingrímsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, segir það vekja efasemdir um að það hafi staðist stjórnsýslulög þegar nokkrir þeirra sem tóku þátt í að semja reglur og velja áherslusvið fyrir svo- kallaða markáætlun Vísinda- og tækniráðs í fyrra sóttu um styrki og hlutu brautargengi í fyrsta úrtaki. Ekki í anda laganna „Hluti Vísinda- og tækniráðs myndaði hópinn sem valdi úr um- sóknunum. Til stóð að ráðið sjálft tæki endanlega ákvörðun um úthlut- un en eftir athugasemdir frá hópi háskólamanna breytti menntamála- ráðherra því fyrirkomulagi og fól stjórn Rannsóknasjóðs, sem rekinn er samkvæmt stefnumótun Vísinda- og tækniráðs og RANNÍS heldur utan um, að taka ákvörðun um end- anlega úthlutun. Það hlýtur samt að brjóta í bága við anda stjórnsýslu- laganna að sömu aðilar setji reglur um úthlutun styrkja sem þeir sækja svo sjálfir um eða taka ákvörðun um úthlutunina,“ segir Einar. Hann segir málsmeðferðina einn- ig brjóta í bága við lögin um hlut- verk sjálfs Vísinda- og tækniráðsins. „Það á eingöngu að móta stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki,“ leggur hann áherslu á. Gildir einnig um undirbúning Margrét Vala Kristjánsdóttir, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að samkvæmt 3. gr. stjórnsýslulaganna eigi menn ekki að taka ákvarðanir í eigin mál- efnum eigi menn hagsmuna að gæta eða ef um einhverjar aðrar aðstæð- ur er að ræða sem draga úr óhlut- drægni. „Lögin segja að ef einhver er van- hæfur til að taka ákvörðun gildi það ekki bara um að taka hina endan- legu ákvörðun, heldur líka að koma að undirbúningi hennar. Ef ein- hverjir aðilar eru teknir út sem eiga að skoða ákvörðun og þeir eru van- hæfir þótt þeir taki ekki endanlega ákvörðun þá er það brot á vanhæf- isreglum,“ segir Margrét. Hún vill hins vegar ekki tjá sig beint um hvort þessar reglur hafi verið brotnar í tilfelli Vísinda- og tækniráðs. „Það mál þyrfti að skoða alveg sérstaklega til þess að geta tekið afstöðu til þess.“ Efasemdir um að Vísindaráð hafi farið að lögum Sé einhver vanhæfur til að taka ákvörðun gildir það líka um undirbúning, segir lektor Handbók með ítarlegum upplýsingum og veiðikortum fylgir. Fæst hjá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is 31 vatnasvæði vítt og breitt um landið fyrir aðeins 6000 krónur Þú ákveður svo hva r og hvenær þú veiðir veidikortid.is Hver seg ir að það sé d ýrt að veiða ? Stangaveiðifélag Reykjavíkur www.svfr.is – Sími 568 6050 Úrval veiðileyfa… laxveiði silungsveiði …fyrir alla VEIÐIMENN sem voru í Fnjóská um síðustu helgi sögðust hafa orðið varir við mikið af fiski í ánni. „En hann kemst ekki uppfyrir Kolbeins- pollinn og það er rosalega erfitt að ná þeim, það er svo mikið vatn. 120 rúmmetrar á sekúndu.“ sagði Hjör- leifur Steinarsson, en hann og félg- ar hans náðu þó þremur löxum úr ferðinni. Þeir fengu einnig níu sjó- bleikjur auk nokkra staðbundinna urriða sem þeir náðu í efri ánni. „Við fórum á stað sem heitir Neðra lækjarvik, sem er fyrir neðan Kol- beinspoll. Þar sjáum við fullt af bleikju sem er að reyna að stökkva fossinn og einn og einn lax líka. Áttatíu til hundrað og eitthvað sentimetra langa. Mágur minn setti í eitt svona kvikindi á spún. Maður sá bara sporðblöðkuna og fékk hroll. Hann skellti sér útí straum- inn og sleit allt um leið.“ Mikið vatn í Fnjóská

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.