Morgunblaðið - 02.07.2009, Blaðsíða 21
Umræðan 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009
Í VETUR sem leið sló núverandi
viðskiptaráðherra sjálfan sig til
riddara, og það á margan hátt rétti-
lega, með yfirlýs-
ingum um í
hvaða liði eft-
irlitsaðilar á fjár-
málamarkaði
spiluðu. Í kjöl-
farið varð há-
skólamaðurinn/
fagmaðurinn þá-
verandi,
skipaður við-
skiptaráðherra
og voru talsverðar vonir bundnar
við hans frammistöðu. Smátt og
smátt hefur fagmennskustimpillinn
máðst af og hinn pólitíski ráðherra
Samfylkingarinnar komið fram.
Háðgrein ráðherrans um tillögur
um aðgerðir í þágu heimila, svokall-
aða niðurfærslu höfuðstóls skulda,
afhjúpaði ráðherrann sem varðhund
ríkisstjórnar Samfylkingar og VG.
Ríkisstjórnar sem æ ofan í æ hefur
sýnt takmarkaðan skilning á sífellt
erfiðari stöðu heimila og fyrirtækja.
Stefna ríkisstjórnar
Samfylkingar og VG
Skemmst er að minnast orða for-
sætisráðherra um að staða heim-
ilanna sé nú ekki svo slæm þar sem
um 60% þeirra geti staðið við
skuldbindingar sínar. Svo ekki séu
rifjuð upp ummæli félags- og trygg-
ingamálaráðherrans um að „aðeins“
sé að meðaltali um 50 þúsund
króna hækkun á skuldabyrði heim-
ila að ræða á mánuði vegna heim-
ilislána. Það er í þessu ljósi sem
skattahækkanir og niðurskurð-
arhugmyndir ríkisstjórnarinnar
verða að skoðast. En ein afleiðing
þeirra ákvarðana er að til viðbótar
við umrædd 50 þúsund bætast 90
þúsund krónur í byrðarnar á mán-
uði vegna skattahækkanahugmynda
ríkisstjórnarinnar – alls 140 þúsund
á mánuði! Að auki hefur allur annar
kostnaður heimilanna hækkað veru-
lega. Það er því ekki furða að því er
spáð að í lok ársins 2009 verði 30
þúsund heimili komin með neikvætt
eigið fé! Einn þriðji heimila og
landsmanna séu í raun tæknilega
gjaldþrota.
Sókn eða vörn
Maður myndi halda að við-
skiptaráðherra hefði af þessu veru-
legar áhyggjur og sýndi stöðu
þessa hóps skilning. Jafnvel það
mikinn að hann gengi í fararbroddi
þeirra sem vilja finna lausnir strax,
sækja fram, en ekki sjá til og bíða –
sem virðist vera stefna ríkisstjórn-
arinnar. Þess í stað virðist ráð-
herrann þeysast um lönd og jarðir
og keppast við að tala niður land og
þjóð. Samlíkingar hans um að ís-
lenskt viðskiptalíf sé eins og Enron
og að Ísland verði Kúba norðursins,
samþykkjum við ekki Icesave gera
það að verkum að maður spyr sig: Í
hvaða liði spilar ráðherrann? Spilar
hann með þjóðinni, með skuldsett-
um heimilum? Spilar hann með at-
vinnulífinu og þjóðinni sem reynir
að fá hingað erlenda fjárfesta, at-
vinnuuppbyggingu? Eða spilar
hann með öðru liði?
SIGURÐUR INGI
JÓHANNSSON,
alþingismaður.
Í hvaða liði spilar
hæstvirtur
viðskiptaráðherra?
Frá Sigurði Inga Jóhannssyni
Sigurður Ingi
Jóhannsson
JÓN Daníelsson,
prófessor við þann
virðulega skóla, Lond-
on School of Econo-
mics, er þeirri stofnun
lítt til sóma þegar hann
afhjúpar gloppótta
þekkingu sína á því
máli sem hann fjallar
um í Morgunblaðinu 30
júní sl. Í skammlausum
inngangsorðum kemst
hann að þeirri niðurstöðu að „við Ís-
lendingar (höfum) því siðferðilega
skyldu til að viðurkenna ábyrgð okk-
ar. Nema menn vilji vera álitnir
þjófsnautar um aldur og ævi“. Eftir
það er grein hans samsafn rangra
staðhæfinga og órökstuddra fullyrð-
inga. Ég ætla ekki að elta ólar við það
allt en læt nægja að benda á rökleys-
ur hans í þeim þremur atriðum sem
hann telur megingalla á fyrirliggj-
andi samningi um lausn Icesave-
málsins.
Jón virðist ganga út frá því að
Tryggingasjóður innstæðueigenda
eigi kröfu á þrotabú Landsbankans
vegna höfuðstóls, væntanlega höf-
uðstóls láns sjóðsins hjá hollenskum
og breskum yfirvöldum. Hið rétta er
að kröfur tryggingasjóðsins á
þrotabúið eru inneignir breskra og
hollenskra innistæðueigenda, sem ís-
lenski sjóðurinn hafði með samn-
ingum yfirtekið af breska trygg-
ingasjóðnum og hollenska
seðlabankanum. Þær innistæður með
vöxtum til 22. apríl 2009 eru for-
gangskröfur tryggingasjóðsins í
þrotabúið. Jón og reyndar fleiri hafa
ruglað vöxtum af innstæðunum í
bankanum saman við vexti af skulda-
bréfi láns sem tryggingasjóðurinn
tekur hjá Bretum og Hollendingum.
Þeir vextir eru þrotabúinu óviðkom-
andi og geta aldrei orðið krafa í það.
Vextir af innistæðunum eftir 22. apríl
og þar til þær greiðast geta hins veg-
ar orðið eftirstæðar kröfur, þ.e. ekki
forgangskröfur. Þessi misskilningur
hefði verið saklaus ef hann hefði ekki
leitt Jón að þeirri makalausu nið-
urstöðu að lausn væri fólgin í því að
gera bankann sjálfan að lántaka en
tryggingasjóðurinn og ríkissjóður
ábyrgðust skuldbindinguna. Slíkt er
rökleysa af mörgum ástæðum. Í
fyrsta lagi er þrotabú Landsbankans
sjálfstæður aðili einkaréttarlegs eðl-
is, sem hvorki ríkið né tryggingasjóð-
urinn, einn margra kröfuhafa, getur
látið taka lán eða yfirleitt látið gera
eitthvað annað en það sem sá aðili
sjálfur ákveður á grundvelli þeirra
laga sem um hann gilda. Í öðru lagi
væri lántaka þrotabús með þessum
hætti andstæð lögum
um gjaldþrotaskipti
o.fl. og kæmi því vart til
álita. Í þriðja lagi væri
slík lántaka, ef möguleg
er, greiðsla á innistæð-
unum með skuldabréfi.
Handhafi skuldabréfs-
ins væri ekki lengur
með forgangskröfu. Er
líklegt að „reyndir
samningamenn“ Breta
og Hollendinga detti í
þann pytt að afsala sér
forgangsrétti? Í fjórða
lagi … Það er of langt mál að telja
upp allar rökleysurnar í þessari hug-
mynd sem prófessorinn „krefst“ að
verði tekin í samninginn.
Annar megingalli á samningnum
að mati Jóns er að með honum séu
kröfur Breta og Hollendinga í
þrotabúið gerðar jafnréttháar kröf-
um íslenska tryggingarsjóðsins. Hér
ruglar prófessorinn saman rétti inn-
stæðueigenda til að fá bætur úr inn-
stæðutryggingarsjóði og rétti þeirra
sem forgangskröfuhafa til að fá út-
hlutað úr þrotabúi bankans. Með
neyðarlögunum sem sett voru í byrj-
un október 2008 voru allar innstæður
á reikningum í bönkum gerðar að
forgangskröfum. Skiptir þá engu
hvort þær voru háar eða lágar, hver
átti þær eða hvort eigandinn nýtur
tryggingar hjá innstæðutrygging-
arsjóði eða ekki. Þær ákvarðanir
breskra og hollenskra yfirvalda að
tryggja innstæður yfir lágmarkinu
hafði því engin áhrif á réttarstöðu
innstæðanna gagnvart þrotabúinu.
Samningurinn hvorki breytti né get-
ur breytt einhverju þar um.
Þriðji gallinn sem Jón sér á samn-
ingnum er sá að hann leggi of miklar
byrðar á þjóðina og boðar hann hér
örbirgð og landauðn verði hann sam-
þykktur. Telur hann samninginn eiga
ríkan þátt í því hversu ömurlega er
komið fyrir okkur þótt samningurinn
fari ekki að hafa áhrif fyrr en eftir 7
ár. Vissulega eru þessar byrðar mikl-
ar jafnvel þótt þær séu ekki tvö- til
þrefaldaðar eins og hann gerir í sam-
anburði sínum við Breta. Allar líkur
eru á því að þær verði um 20% af
landsframleiðslu árið 2016 þegar þær
fara fyrst að hafa áhrif á þjóðarhag.
Þá dreifast þær á 8 ár og munu svara
til um 2,5% af landsframleiðslunni á
hverju ári. Þetta eru háar tölur en
samt verður varla með sanni sagt að
það steypi okkur sem verið höfum í
hópi tekjuhæstu þjóða í landauðn og
örbirgð þótt þjóðarframleiðslan verði
tímabundið um 2,5% lægri en ella.
Það svarar til um það bil eins árs
hagvaxtar í góðæri. Jón metur sjáan-
lega ekki mikils þá siðferðislegu
skyldu sem hann viðurkennir stoltur
í fyrstu málsgreininni né það að vera
laus við þjófsnautarnafnið um aldur
og ævi.
Ef Alþingi fer að ráðum Jóns og
fellir samninginn er gott fyrir nýja
samninganefnd í málinu að vita í
hvaða hús á að leita sérfræðilegrar
ráðgjafar.
Að viðurkenna ábyrgð í verki
Eftir Indriða H.
Þorláksson » Jón metur sjáanlega
ekki mikils þá sið-
ferðislegu skyldu sem
hann viðurkennir stolt-
ur í fyrstu málsgreininni
né það að vera laus við
þjófsnautarnafnið um
aldur og ævi.
Indriði H. Þorláksson
Höfundur er hagfræðingur og aðstoð-
armaður fjármálaráðherra.
BORGARYFIRVÖLD hafa nú til
meðferðar tillögu um að minnka
Ingólfstorg verulega til að hægt sé
að koma risastórri hótelbyggingu
fyrir við torgið.
Ekki þarf að efast um að þeir sem
ætla sér að hagnast á byggingu og
rekstri hótels á þessum stað séu
áhugasamir um framgang tillög-
unnar en spurningin er hvers vegna
fulltrúar borgarbúa ljái máls á því að
ganga þannig á opið almennings-
svæði í miðborginni?
Hagsmunir borgarbúa af því að fá
eitt hótel enn í miðborgina eru öngv-
ir. Þörf fyrir gistirými í borginni
mun verða fullnægt þótt þetta torg
fái að vera í friði.
Það eru ekki hagsmunir Reykvík-
inga að Ingólfstorg sé skorið niður.
Hvorki okkar sem nú lifum né kom-
andi kynslóða. Þá hagsmuni eiga
borgarfulltrúar að hafa að leiðarljósi
– og aðra ekki.
BJÖRN B. BJÖRNSSON,
Reykjavík.
Skemmdarverk
á Ingólfstorgi
Frá Birni B. Björnssyni
NÚ UM stundir bíða ótal margar
konur og karlar eftir því að ættleiða
börn frá öðrum löndum. Mikill
gangur hefur verið í starfsemi Ís-
lenskrar ættleiðingar síðustu ár,
sérstaklega með tilkomu samnings
við kínversk stjórnvöld en nú virð-
ast málin vera komin í alvarlegan
hnút. Svo alvarleg er staðan að
fjöldi para sem beðið hafa í mörg ár
eftir barni er nú að falla á tíma. Það
er með öllu óásættanlegt að hafa af
fólki drauminn um að ala upp barn
og slíkt á ekki að líðast. Í þessari
stöðu er fólk sem hefur þegar und-
irgengist forsamþykki um að þeir
verði góðir foreldrar fyrir barn úti í
heimi sem bíður betra lífs. Með ein-
faldri breytingu á reglugerð frá
árinu 2004 getur Alþingi gert verð-
andi foreldrum kleift að leita til
fleiri ættleiðingarfélaga en þessa
eina félags sem haft hefur yfirum-
sjón með ættleiðingum á Íslandi síð-
ustu ár. Þó leiti umsækjendur ávallt
eftir forsamþykki hjá íslenskum yf-
irvöldum svo að ströngustu skilyrði
séu uppfyllt.
Með reglugerðarbreytingunni
kæmist skriður á málin og biðtíminn
styttist.
Gerum ekki að engu drauma
landa okkar sem þrá að fóstra mun-
aðarlaust barn. Sameinumst um það
mikla réttlætismál að Íslendingar
geti ættleitt börn frá öðrum löndum
– áður en það verður um seinan.
ODDNÝ STURLUDÓTTIR,
borgarfulltrúi.
Draumur um barn
Frá Oddnýju Sturludóttur
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út-
gáfudaga aðsendar umræðugreinar
frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt
til að hafna greinum, stytta texta í
samráði við höfunda og ákveða hvort
grein birtist í umræðunni, í bréfum
til blaðsins eða á vefnum mbl.is.
Blaðið birtir ekki greinar, sem eru
skrifaðar fyrst og fremst til að
kynna starfsemi einstakra stofnana,
fyrirtækja eða samtaka eða til að
kynna viðburði, svo sem fundi og
ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Formið er undir liðnum „Senda
inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is.
Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Ekki er lengur tekið við greinum
sem sendar eru í tölvupósti.
Í fyrsta skipti sem formið er notað
þarf notandinn að nýskrá sig inn í
kerfið, en næst þegar kerfið er notað
er nóg að slá inn netfang og lykilorð
og er þá notandasvæðið virkt.
Ekki er hægt að senda inn lengri
grein en sem nemur þeirri hámarks-
lengd sem gefin er upp fyrir hvern
efnisþátt en boðið er upp á birtingu
lengri greina á vefnum.
Nánari upplýsingar gefur starfs-
fólk greinadeildar.
Móttaka aðsendra greina