Morgunblaðið - 02.07.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009
Ögmundur Jónasson heilbrigðis-ráðherra ætlar að „skipuleggja
heilbrigðisþjónustuna út frá hags-
munum samfélagsins fyrst og
fremst.“ Hann gefur Salt Invest-
ments ekki svör um hvort fyrirtækið
fái að leigja lítt notaðar og nýjar
skurðstofur á Suðurnesjum fyrr en
um miðjan ágúst en íhugar á meðan
að nota viðskiptahugmynd þess fyrir
ríkið.
Salt Invest-ments hafði
upp á Nordhus
Medical, sem sér-
hæfir sig í að
flytja sjúklinga,
m.a. af sænskum
og norskum bið-
listum til annarra
landa og gera aðgerðirnar á kostnað
þessara norrænu yfirvalda utan
heimalandsins. Salt leitaði til
heilbrigðisráðherra með hugmynd
sína í febrúar um að framkvæma að-
gerðirnar hér og beiðni um að leigja
skurðstofurnar til þess.
Ögmundur fundar með norskaheilbrigðisráðherranum í fyrra-
dag og ber upp við hann möguleika á
að efla samstarf milli heilbrigð-
isstofnana í flutningi sjúklinga milli
landa. Hann segir það verkefni kom-
andi missera og svigrúm fyrir slíkt
samstarf „án þess að hleypa þar endi-
lega milliliðum inn í sem vilja láta
eitthvað renna niður í sína vasa.“
Mega einkafyrirtæki sem leitameð hugmyndir sínar til yf-
irvalda nú búast við því að þær verði
ríkisvæddar séu þær arðbærar?
Tekjur einkafyrirtækja eru skatt-stofnar ríkisvaldsins og því má
spyrja hvort Ögmundur beri hag
heildarinnar fyrir brjósti. Reiknar
hann með að þeir sem ekki fengu
hugmyndina skili sama árangri og
þeir sem hana fengu? Hvað reiknar
hann með að eyða miklu í að koma
hugmyndum annarra í verk? Hvað
kostar að passa að milliliðirnir fái
ekkert?
Ögmundur
Jónasson
Rautt og milliliðalaust Ísland
„ÉG held að þetta endurspegli aukna umræðu um
vægi ferðamála í atvinnulífinu og meðvitund um að
þau séu mikilvægur liður í endurreisninni,“ segir
Anna Karlsdóttir, lektor í ferðamálafræði við Há-
skóla Íslands.
Áhuginn á ferðamálafræði hefur farið ört vax-
andi eins og sjá má á fjölgun nýskráninga í grunn-
ámi í haust, sem er um 80% frá því í fyrra.
Að sögn Önnu hefur vitund um hlut ferðaþjón-
ustu smám saman aukist, ekki síst eftir að Hag-
stofa Íslands tók upp nýja aðferðafræði til að
reikna út vægi ferðamennsku í hagkerfinu.
„Árið 2006 skilaði ferðaþjónustan 36 milljarða
króna arði og er þar með ein af þremur meginstoð-
unum í íslensku hagkerfi. En orðræðan í sam-
félaginu um atvinnuþróun og annað hefur ekki
alltaf endurspeglað þetta.“
Viðfangsefni nemenda í ferðamálafræði eru fjöl-
breytt og tvinna margir námið saman við önnur
hagnýt fög að sögn Önnu, s.s. mannfræði, við-
skiptafræði, tungumál og atvinnulífsfræði.
„Við leggjum líka áherslu á að innræta nem-
endum hæfnina til að fylgjast með þróun annars
staðar svo þau eiga að hafa alþjóðlegan bak-
grunn,“ segir Anna sem telur aukna aðsókn í nám-
ið góðar fréttir fyrir atvinnulífið, þar sem ferða-
þjónusta skipar æ stærri sess. „Það hlýtur að vera
gott og greininni til framdráttar.“ una@mbl.is
Sífellt fleiri stefna á ferðamálafræði
Í HNOTSKURN
»Aðsóknarmet var slegið á vorönn 2009þegar 151 nemandi var skráður.
»Alls hafa 255 ferðamálafræðingar út-skrifast frá HÍ frá árinu 2002.
»Meðal útskrifarverkefna má nefnarannsókn um áhrif kvikmynda á ferða-
lög, um dauða og hörmungar sem aðdrátt-
arafl og um heilsutengda ferðaþjónustu.
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til
leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Allra síðustu sætin!
Barcelona
í júlí
frá kr. 19.990
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða frábær sértilboð á flugi til Barcelona í júlí. Gríptu þetta
frábæra tækifæri og njóttu þín í borginni
sem býður frábært mannlíf og fjölbreytni
í menningu, afþreyingu að ógleymdu
fjörugu strandlífi og endalausu úrvali
veitingastaða og verslana.
Verð kr. 19.990
Netverð á mann. Flugsæti aðra leið með
sköttum (KEF-BCN). Sértilboð 3., 10., 17.
og 24. júlí. Ath. aðeins örfá sæti á þessu
sértilboði.
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 15 skýjað Lúxemborg 27 skýjað Algarve 29 léttskýjað
Bolungarvík 14 skýjað Brussel 28 heiðskírt Madríd 34 léttskýjað
Akureyri 21 léttskýjað Dublin 21 skýjað Barcelona 28 léttskýjað
Egilsstaðir 22 léttskýjað Glasgow 22 skúrir Mallorca 29 heiðskírt
Kirkjubæjarkl. 15 alskýjað London 25 heiðskírt Róm 21 þrumuveður
Nuuk 4 alskýjað París 30 heiðskírt Aþena 28 léttskýjað
Þórshöfn 13 þoka Amsterdam 26 léttskýjað Winnipeg 18 léttskýjað
Ósló 25 léttskýjað Hamborg 27 léttskýjað Montreal 23 skýjað
Kaupmannahöfn 24 léttskýjað Berlín 24 skúrir New York 25 léttskýjað
Stokkhólmur 26 heiðskírt Vín 28 léttskýjað Chicago 17 alskýjað
Helsinki 21 heiðskírt Moskva 22 skýjað Orlando 27 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
2. júlí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2.12 3,0 8.29 1,2 14.58 3,1 21.19 1,2 3:09 23:56
ÍSAFJÖRÐUR 4.13 1,7 10.40 0,8 17.16 1,9 23.34 0,8 1:56 25:18
SIGLUFJÖRÐUR 0.16 0,4 6.46 1,0 12.49 0,5 19.07 1,1 1:25 25:15
DJÚPIVOGUR 5.13 0,8 11.54 1,9 18.23 0,8 2:25 23:38
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á föstudag
Austlæg átt, víða 5-10 m/s.
Rigning eða súld austantil á
landinu, en annars skýjað að
mestu og úrkomulítið. Hiti 10 til
20 stig, hlýjast á Vesturlandi.
Á laugardag
Austan og norðaustan, 5-10
m/s. Rigning með köflum í
flestum landshlutum, einkum
sunnanlands. Hlýtt í veðri.
Á sunnudag
Austlæg átt. Skýjað og sums
staðar lítilsháttar væta. Áfram
hlýtt í veðri.
Á mánudag og þriðjudag
Útlit fyrir norðaustlæga átt.
Skýjað með köflum og smá
skúrir. Kólnar heldur í veðri.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Suðlæg átt, 5-10 m/s, en hæg-
ari breytileg átt eða hafgola
norðan- og austantil. Skýjað og
þurrt að mestu sunnan- og
vestantil á landinu, en bjart
með köflum norðan- og aust-
anlands. Hiti 10 til 22 stig, hlýj-
ast í innsveitum norðaust-
anlands.
FLESTIR helstu hálendisvegir
landsins hafa nú verið opnaðir fyrir
umferð. Hlýindi hafa verið á hálend-
inu undanfarna daga og snjóa leyst
hratt.
Þannig var Sprengisandsvegur
opnaður í gær, en hann er jafnan
fjölfarinn. Veghefill hóf að ryðja
leiðina í byrjun vikunnar og gekk
það vel. Þá hafa nokkrar hálendis-
leiðir á Austurlandi verið opnaðar í
vikunni.
Enn er eftir að opna nokkra vegi á
hálendi Íslands. Eins er vegurinn í
Fjörður enn lokaður svo og nokkrir
vegir í Þingeyjarsýslum. sisi@mbl.is
Sprengisandsleið opnuð