Morgunblaðið - 02.07.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.07.2009, Blaðsíða 36
Í fyrsta sinn á Hróarskeldu Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is „ÞETTA verður há- punktur ársins,“ sagði eftirvænting- arfullur Sölvi Þór Hannesson í samtali við Morgunblaðið í gær. Sölvi ætlar á Hróarskelduhátíðina í fyrsta skipti og seg- ist hlakka mikið til. Hann átti flug til Danmerkur í nótt og ætlaði að vera mætt- ur á tónleikasvæðið um hádegi í dag, en þá hefst hátíðin formlega. „Ég er mikill áhugamaður um tónlist og því algjör draumur að komast á hátíð eins og þessa.“ Og það væri seint hægt að saka Sölva um að hafa ekki unnið heimavinnuna sína fyrir hátíðina en hann er búinn að hlusta á tónlist með öllum þeim sveitum sem fram koma á hátíðinni, um 120 talsins. „Þetta er búið að taka mig um tvo mán- uði en ég er búinn að uppgötva heilan hell- ing af skemmtilegri tónlist,“ segir Sölvi. „Ég reyni að kaupa sem mest af tónlist- inni og stunda ólöglegt niðurhal eins lítið og ég mögulega get,“ segir hann en bætir við að það sé vissulega orðið talsvert dýr- ara áhugamál með slæmu gengi krón- unnar. Hlakka mest til Kanye West Sölvi hlakkar mest til að sjá Kanye West á hátíðinni, hann sé búinn að vera aðdáandi hans lengi. „Svo hlakka ég líka mikið til að sjá Coldplay, Oasis og Slipknot svo fátt eitt sé nefnt.“ Sölvi heldur úti bloggsíðu þar sem hann er meðal annars búinn að búa sér til áætl- un um hvaða tónleika hann ætlar að sækja. Einnig hyggst hann skrifa fréttir frá hátíðinni inn á síðuna, eftir því sem að- stæður leyfa og er slóðin solvithor.blogs- pot.com fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með tónlistaráhugamanninum á Hróarskeldu. Sem fyrr segir er þetta í fyrsta sinn sem hinn 17 ára Sölvi fer á hátíðina en hann er búinn að sanka að sér heilræðum frá sér reyndari Hróarskelduförum. „Ég hef aðallega fengið ráðleggingar um að pakka niður sólarvörn og stutt- buxum,“ segir Sölvi en bongóblíða hefur fram að þessu leikið við hátíðargesti og er útlit fyrir að svo verði áfram yfir helgina. AP Rokk og ról Sól og blíða verður á Hróarskeldu í ár. Sölvi Þór Hannesson  Sölvi Þór er búinn að hlusta á tónlist með öllum þeim 120 sveitum sem koma fram á hátíðinni MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009 SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI FLOTTASTA HASARMYND SUMARSINS Frá leikstjóranum Michael Bay ásamt stórleikurunum Shia LaBeouf, John Torturo og kynþokkafyllstu leikkonu heims Megan Fox „STÆRRI, FYNDNARI, FLOTTARI ... EF ÞÚ FÍLAÐIR FYRSTU MYNDINA, ÞÁ ÁTTU EFTIR AÐ DÝRKA ÞESSA!“ T.V. - KVIKMYNDIR.IS VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! „KRAFTMIKIL ADRENALÍNSPRAUTA FRÁ UPPHAFI TIL ENDA.” „RÚSSÍBANAMYND SUMARSINS ...” S.V. SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK ATH: FYRSTA SÝNING ER KL. 13:30 Í ÁLFABAKKA / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI TRANSFORMERS 2 kl. 4D - 7D - 10D POWERS. KL. 10 10 DIGITAL THE HANGOVER kl. 4 - 6D - 7 - 8D - 9:10- 10:20D 12 DIGITAL CORALINE 3D m. ísl. tali kl. 43D L 3D DIGTAL TRANSFORMERS 2 kl. 2 - 5:30 - 8D - 11D - Powersýning kl. 11 10 DIGTAL THE HANGOVER LÚXUS VIP kl. 3:40 - 5:50 TRANSFORMERS 2 kl. 8 - 11 - Powersýning kl. 11 LÚXUS VIP STAR TREK XI kl. 10:20 10 ÍSÖLD 3 m. ísl. tali kl. 1:303D - 3:403D - 5:503D L STÍGV. KÖTTURINN m. ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 L ÍSÖLD 3 m. ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 L HANNAH MONTANA kl. 5:50 L THE HANGOVER kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 8:10 - 8:30 - 10:20 - 10:30 - 11 12 Á LISTA yfir þá rúmlega 100 listamenn sem fram koma í tónlistarveislunni á Hróarskeldu má finna eftirfarandi nöfn: Nick Cave Coldplay Nine Inch Nails Oasis Pet Shop Boys Slipknot Grace Jones The Mars Volta Mew Lily Allen Pete Doherty Röyksopp The Mars Volta Kanye West Trentemöller Böndin á Hróarskeldu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.