Morgunblaðið - 02.07.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009 fyrir alla sem rífandi hamingja! www.gottimatinn.is– Það er auðvitað betra að moka en rífa. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -1 0 9 7 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, vill fá sæti við borðið með við- skiptaráðuneytinu og fjármögnunar- fyrirtækjum, sem ræða nú möguleg úrræði vegna vandans sem gengis- tryggð bílalán hafa skapað fyrir heimilin í landinu. Íslensk bílalán, gengistryggð að hluta eða í heild, nema 115 milljörð- um króna. Þetta kom fram í svari Gylfa Magnússonar viðskiptaráð- herra við fyrirspurn um bílalán í er- lendri mynt á Alþingi í gær. Sam- kvæmt úttekt Seðlabanka Íslands, sem gerð var fyrir viðskiptaráðu- neytið, eru 40.414 manns með bíla- lán, sem gengistryggð eru að ein- hverju leyti. Sagði ráðherrann að heildarverðmæti bílanna, sem lán- veitendurnir eiga veð í, væri nánast ómögulegt að meta. Þá sagði hann að um 11% heimila þyrftu að verja yfir 30% af ráðstöfunartekjum í afborg- anir af bílalánum. Ekki talað við samtök neytenda Gylfi sagði að samstarf ráðuneyta væri komið í gang til að kanna hvort hægt væri að grípa til úrræða vegna erlendra bílalána, til viðbótar þeim sem þegar bjóðast hjá fjármálafyr- irtækjum. Héldu fulltrúar ráðuneyta fund með bílafjármögnunarfyrir- tækjum í gær. Niðurstöður þessarar könnunar verða birtar um leið og þær liggja fyrir, að sögn ráðherra. Snemma í vor sendi FÍB við- skiptaráðherra erindi út af stöðu bílalána og ýmsu þeim tengdu. Að sögn Runólfs Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra félagsins, var erindið ítrekað fyrir skemmstu, en viðbrögð höfðu ekki borist þegar Gylfi Magn- ússon hélt ræðuna á þingi í gær. „Við teldum mjög eðlilegt að FÍB fengi sæti við þetta borð. Við óskum eftir því að taka þátt í þessari vinnu,“ segir Runólfur. Athugasemdir FÍB lúta að ýmsum atriðum varðandi neytendarétt. Runólfur segir að það yrði mjög jákvætt ef menn settust niður til að ræða þessi mál. Athugasemdirnar varða til dæmis uppgjör samninga sem eru komnir í vanskil. „Þar eru ýmis ákvæði í samningum sem við teljum vera á gráu svæði og mörg fyrirtækin hafa gengið allt of hart fram gagnvart neytendum,“ segir hann. 115 milljarða bílavandi  40.414 manns skulda bílalán sem gengistryggð eru í heild eða að hluta  Ráðuneyti ræða við bílalánafyrirtæki  Samningar á gráu svæði segir FÍB » Gengistryggð bílalán nema í heild 115 millj- örðum og hafa rokið upp síðan árið 2007 » 11% heimila verja yfir 30% ráðstöfunartekna í afborganir af bílalánum eins og staðan er í dag SKIPVERJA sakaði ekki þegar skútan sem þeir voru á strandaði á Engeyjarrifi í gærkvöldi. Björgunarsveitin Ársæll var kölluð á staðinn og aðstoðaði mennina við að komast á þurrt. Í kjöl- farið var unnið að því að koma skútunni á flot og tókst það giftusamlega. Óljóst var í gærkvöldi um skemmdir á skút- unni og hvers vegna henni var stýrt inn fyrir við- miðunarbauju. BJARGAÐ EFTIR STRAND Á ENGEYJARRIFI Morgunblaðið/Ómar RÍKISSTJÓRNIN tapar töluverðu fylgi og nýtur nú að- eins stuðnings 49% þjóðarinnar, samkvæmt nýjum þjóð- arpúlsi Gallup sem Ríkisútvarpið greindi frá í kvöld- fréttatíma í gærkvöldi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist að nýju stærsti stjórnamálaflokkur landsins. Könnun Gall- up náði til 7.300 manns á tímabilinu 28. maí til 29. júní. Svarhlutfall var 60%. Ríkisstjórnin hefur ekki notið minni stuðnings frá því hún var mynduð, í febrúar síðastliðnum. Þá naut hún stuðnings ríflega 60% þjóðarinnar. Stjórnarflokkarnir missa báðir fylgi, skv. þjóðarpúlsinum. Samfylkingin, sem undanfarna mánuði hefur mælst stærsti flokkurinn með um 30% landsmanna á bak við sig, fengi 25% at- kvæða ef kosið yrði til Alþingis nú. Vinstri græn missa fjögur prósent frá kosningunum, mælast nú með 18%. Stjórnarandstaðan bætir við sig fylgi Þegar litið er til stjórnarandstöðuflokkanna snýst dæmið við. Sjálfstæðisflokkur bætir við sig fjórum pró- sentum frá kosningunum og mælist nú með 28%. Þá sögðust 17% aðspurðra mundu kjósa Framsóknarflokk- inn ef gengið yrði til kosninga í dag. Vinsældir Fram- sóknarflokksins hafa ekki verið jafn miklar – í Gall- upkönnun – frá árinu 2003. Einnig eykst fylgi við Borgarahreyfinguna en hún hlaut sjö prósent í síðustu alþingiskosningum. Hún mælist nú með níu prósenta fylgi. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa misst töluvert fylgi Morgunblaðið/Ómar Missa fylgi Vinsældir ríkisstjórnarinnar hafa minnkað eftir því sem erfiðari ákvarðanir eru teknar. Sjálfstæðisflokkurinn mælist á nýjan leik stærstur flokka SKRIFAÐ hefur verið undir samn- ing þess efnis að veiðar fyrir lönd- um Hólmavaðs og Ytra-Fjalls í Laxá í Aðaldal færist yfir í svo- kallaðar Nesveið- ar. Árni Pétur Hilmarsson, tals- maður Nestorf- unnar, sagði þá geta boðið upp á níu stanga veiðisvæði eftir þessar breyt- ingar. „Þetta breytir öllu fyrir okk- ur. Það var skarð fyrir skildi þegar við misstum Núpasvæðið. Þá fækk- aði stöngunum hjá okkur úr átta í sex.“ Hann sagði það hafa verið svakalegt högg fyrir félagið, ekki síst fyrir reksturinn á veiðihúsinu, en nánast vonlaust sé að reka það með sama fastakostnaði þegar 30% fækkun sé á viðskiptavinum. Margir frægir og góðir veiðistaðir skipta því um hendur á næsta ári. Má þar helsta nefna Hólmavatns- stíflu að vestan og Óseyri. Þessir staðir hafa hingað til tilheyrt svæð- um fimm og sex hjá Laxárfélaginu. Þessi breyting hefur í för með sér að veiðimenn hver frá sínum leigutaka munu í auknum mæli veiða hver á móti öðrum. Aðspurður sagði Árni Pétur alveg klárt að þetta yrði erf- iðara. En þetta myndi örugglega leysast. „Helst hefði ég viljað hafa þetta eins og þetta var. En það er ekki um það að velja.“ | 14 Nes-menn nældu í Hólmavað Veiðimaður við Hólmavaðsstíflu. Miklar breytingar í Laxá í Aðaldal SEXTÍU prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnun Gallup um Icesave- samkomulagið sögðust andvíg því. Greint var frá könnuninni, sem gerð var 10.-24. júní sl., í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Könnunin náði til 2.500 manns, en hlutfalls svarenda var ekki getið. Nítján prósent svarenda sögðust hins vegar hlynnt samkomulaginu við Breta og Hollendinga og 21% sagðist hvorki hlynnt né andvígt. Fleiri konur eru andvígar en karlar. 60% á móti samningum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.