Morgunblaðið - 02.07.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.07.2009, Blaðsíða 15
SPILAVÍTUM og spilasölum verður lokað um allt Rússland í dag en með nýjum lögum hefur fjárhættuspil verið bannað nema í ystu og óað- gengilegustu afkimum hins víðlenda ríkis. Vladímír Pútín, fyrrverandi for- seti og núverandi forsætisráðherra, beitti sér fyrir setningu laganna árið 2006. Var tilgangurinn sá að draga úr vaxandi spilafíkn en Pútín sagði einu sinni, að spilafíknin væri jafnvel verri viðureignar en áfengisfíknin. „Spilavítinu hefur verið lokað lög- um samkvæmt,“ sagði á skilti á Kor- on-spilavítinu í Novy Arbat, götu í miðborg Moskvu, sem kölluð hefur verið „Las Vegas Rússlands“ vegna mikils aragrúa af spilavítum og spilasölum. Stjórnvöld hafa komið á fót sér- stakri sveit til að fylgja lögunum eft- ir en aðeins í Moskvu skipta spilavít- in og spilasalirnir mörgum hundr- uðum. Ljóst er, að tugþúsundir manna munu missa vinnuna vegna bannsins en frá því er þó sú undantekning, að Spilavíti og spilasalir bönnuð í Rússlandi Fá aðeins að starfa í fjórum afskekkt- um héruðum Reuters Leiknum lokið Starfsmaður spilasalar í Moskvu tekur sundur spilakassa. Þá má nú aðeins nota í fjórum útkjálkum hins víðlenda Rússlands. spilavíti má reka í fjórum fjörrum héruðum. Eru þau Kalíníngrad; við Azovshaf; í Altaí-héraði í Síberíu og í Prímorye-héraði, rétt við Norður- Kóreu. Eyðileggjandi fíkn Spilavítin og spilasalirnir spruttu upp eins og gorkúlur eftir hrun Sov- étríkjanna 1991 og voru þá mikið stunduð af nýríka fólkinu og alls kyns undirheimalýð. Fíknin fer hins vegar ekki í manngreinarálit og þeim hefur fjölgað mikið, sem hafa eyðilagt sína eigin tilveru og annarra við spilaborðið. Sergei Kakejev, sem nú hefur misst vinnuna, segist samt ánægður með bannið: „Ég hef séð hvernig sumir vina minna hafa ánetjast og farið illa með sig og sína nánustu,“ sagði hann. svs@mbl.is Fréttir 15ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009 „ÞAÐ er ekki orðið of seint,“ sagði Mir Hossein Mousavi, leiðtogi írönsku stjórnarandstöðunnar, í yfirlýsingu á vefsíðu sinni til stuðningsmanna í gær. Hann hvatti landsmenn til að halda áfram baráttunni fyrir rétti sínum og krafðist þess að fólk fengi frelsi til að safnast saman, frelsi fjölmiðlunar og vefmiðla yrði tryggt og að möguleiki yrði gefinn á frjálsum sjónvarpsstöðv- um. Mousavi og fleiri stjórnarandstöðumenn kröfðust þess að efnt yrði til kosninga í landinu á nýjan leik. Útgáfa dagblaðs Mehdi Karroubi, annars fyrrverandi forsetaframbjóðanda, var stöðvuð eftir að hann lýsti endurkjör Mahmouds Ah- medinejads ógilt og nýja stjórn landsins ólöglega. Vill vernda réttindi almennra borgara Verndararáð Írans lýsti forsetakosningarnar löglegar fyrr í vikunni. „Meirihluti samfélagsins sem ég tilheyri mun ekki viðurkenna lögmæti ríkisstjórnarinnar,“ sagði Mou- savi og krafðist þess jafnframt að „byltingarbörnin“ yrðu leyst úr haldi. Hann sagðist hafa í hyggju, ásamt fleiri stjórnmála- mönnum, að mynda samtök til verndar réttindum al- mennra borgara og atkvæðum þeirra sem hefðu verið troð- in undir í kosningunum. Þeir vildu „birta gögn um svikin og óregluna og hefja rannsókn,“ sagði Mousavi. Hvetur Írana til að berjast Í HNOTSKURN »Basij-sveitir yfirvalda hafasakað Mousavi um þátt- töku í níu brotum gegn stjórn- inni og gæti refsingin þýtt 10 ár í fangelsi. » Íranska klerkastjórninhefur sagt að Mahmoud Ahmadinejad verði svarinn í embætti forseta fyrir 26. júlí.  Mousavi segir ekki orðið of seint að berjast fyrir mannréttindum í Íran  Stjórnarandstöðumenn vilja mynda samtök til að tryggja rétt borgaranna Mir Hossein Mousavi ÞESSI „friðarmerki“ fyrir framan Ríkisþingshúsið í Berlín eru sniðin eftir gömlum, rómverskum hertákn- um og eru hluti af sýningu þar sem þess er minnst, að 2.000 ár eru frá orrustunni miklu í Tevtóborgarskógi árið 9 e.Kr. Þá gjöreyddu germanskir þjóðflokkar þremur rómverskum herdeildum. svs@mbl.is Reuters 2000 ár frá orrustunni í Tevtóborgarskógi Friður og frelsi í stað stríðs UNDNAR gúrk- ur, skrítnar gul- rætur og dröfn- óttir sveppir verða brátt aftur á borðum hjá íbúum Evrópu- sambandsins. Ástæðan er sú, að búið er að af- nema 20 ára gamalt bann við öllum frávikum frá því venjulega. Í Evrópusambandinu er nú unnið að því að grisja reglugerðaskóginn og því verða alls kyns boð og bönn afnumin. Talið er, að allt að 20% ávaxta og alls kyns jarðargróða hafi verið hent vegna þess, að þau stóðust ekki útlitskröfur. svs@mbl.is Banni við ljótu ávöxtunum aflétt í ESB-ríkjunum Ekki fríð en jafn góð fyrir því. DANSKIR vís- indamenn hafa slegið því föstu, að hafís á norð- urhveli hafi ekki verið minni en nú í 800 ár eða frá byrjun 13. aldar. Niðurstaða byggist á rann- sóknum á logg- bókum skipa frá um 1500, á íslenskum upplýsingum um hafís, á ískjörnum og árhringj- um trjáa. svs@mbl.is Hafísinn hefur ekki verið minni í 800 ár Heyrir svona gam- an sögunni til? BÚIST er við, að fyrir lok þessa árs verði kínverskt flugfélag, Spring Airlines, fyrst til að losa sig við flugvélarsætin og bjóða í þeirra stað upp á stæði. Með þessu móti verður unnt að fjölga farþegum í hverri ferð um 40% og lækka um leið fargjaldið um 20%. Hafa Airbus-verksmiðjurnar fyrir sitt leyti samþykkt þetta fyrir- komulag svo fremi alls öryggis sé gætt. Raunar á fólk ekki að standa í fæturna alla leið, heldur sitja á eins konar barstólum búnum sætis- beltum. svs@mbl.is Til útlanda í stæði eða bundin á barstól BANDARÍSKIR læknar eða sér- fræðinganefnd skipuð þeim hafa lagt til við yfirvöld, að aðgangur að vin- sælasta verkjalyfinu, paracetamol eða panodil, verði takmarkaður og það gert lyfseðilsskylt. Paracetamol er afar virkt efni en ofnotkun þess getur valdið alvarlegri skemmd í lifur og jafnvel dauða. Í Danmörku og á Norðurlöndum heita þessi verkjalyf ýmist Panodil, Pinex, Pamol eða Paracetamol og eru mjög vinsæl. Á síðasta ári var Paraceta- mol í þriðja sæti yfir mest seldu lyfin í Danmörku. Danskir læknar segja, að nauð- synlegt sé að fara varlega en benda á, að paracetamolneyslan í Dan- mörku og í Evrópu sé minni en í Bandaríkjunum. Þar sé að auki að finna paracetamol í ýmsum öðrum lyfjum, til dæmis hóstasaft, án þess fólk viti af því. Ráða þeir fólki til að huga vel að innihaldi annarra lyfja, sem það tekur ásamt paracetamol, enda geti of stór skammtur leitt til hættulegrar eitrunar og alvarlegs lifrarsjúkdóms. Læknar vara við verkjalyfi Ofnotkun hættuleg FYRIR 24 árum voru 44% allra bestu langhlauparanna evrópskir. Aðeins 12% þeirra voru frá Kenía. Nú eru 69% bestu langhlauparanna afrískir og þar af 47% frá Kenía. Ekki fer á milli mála, að Afríku- menn eru vel fallnir til hlaupa og þá ekki síst fólk frá álfunni norðaust- anverðri, til dæmis Kenía og Eþíóp- íu. Á því er auðvitað einhver líf- fræðileg skýring en hún hefur samt sem áður vafist fyrir mönnum, það er að segja þar til nú. Henrik B. Larsen og samstarfs- menn hans á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn segjast vera komnir með skýringuna og kynntu þeir hana á ráðstefnu í Ósló. Sama súrefnisupptaka Rétt er að nefna, að ein lífseig- asta kenningin hefur verið sú, að Keníamenn og aðrir, sem búa hátt yfir sjávarmáli, bæti sér upp súr- efnisskortinn með aukinni getu lungnanna til að taka upp súrefni. Vegna þess séu þeir úthaldsgóðir í langhlaupi. Þessari kenningu hefur nú verið kollvarpað með ýtarlegum rannsóknum í Þýskalandi. Að þessu leyti er enginn munur á Evrópu- mönnum og Afríkumönnum. Larsen og félagar hans komust hins vegar að því, að líkamsmassi Afríkumanna er minni en Evrópu- manna. Þeir eru með öðrum orðum grennri og oft leggjalengri en mestu munar þó, að beinamassi í fótum þeirra er 400 g minni en í Evrópumönnum. Vegna þessa nota þeir 10% minni orku í langhlaupi en Evrópumenn. svs@mbl.is Léttari og beina- massinn minni Segjast vera með skýringuna á hlaupa- getu Afríkumanna Léttur á fæti Keníski hlauparinn Lezan Kimutai sprettir úr spori.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.