Morgunblaðið - 02.07.2009, Síða 32

Morgunblaðið - 02.07.2009, Síða 32
Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is HALLDÓR Guðmundsson, verk- efnisstjóri vegna heiðursþátttöku Íslendinga á Bókasýningunni í Frankfurt 2011, hefur ráðið tvo Þjóðverja til að sjá um ólíka hluta hinnar íslensku sýningar, annars vegar Matthias Wagner K sem list- rænan stjórnanda og hins vegar Thomas Böhm sem verkefnastjóra bókmennta í Þýskalandi. „Böhm mun hjálpa okkur að koma íslenskum bókmenntum og höfundum á framfæri við þýsk og önnur erlend bókaforlög. Hann hef- ur stjórnað lengi bókmenntastofnun í Köln og er kunnugur öllum hnút- um,“ segir Halldór. Wagner K sér einkum um myndlist og það sem snýr að henni, hann er reyndur sýn- ingarstjóri og hefur unnið mikið fyrir Ísland og með Íslendingum. „Hann er s.s. að vinna í því að í tengslum við þetta verði líka glæsi- legt sýningarprógramm.“ Varanlegur ávinningur „Það sem við viljum meðal annars sjá og höfum verið að skoða er möguleikinn á tengingu mismun- andi listgreina sem yngri kynslóðin á Íslandi hefur verið óhrædd við,“ útskýrir Halldór og nefnir sem dæmi tengingu bókmennta við myndlist og tónlist. „Mér finnst meginatriðið í þessu að þetta sé ekki bara ein hátíð heldur að það komi út úr þessu einhver var- anlegur ávinningur og það er nátt- úrlega kosturinn við bækurnar, þær verða til áfram.“ Spurður að því hvaða myndlist- armenn fái að sýna verk sín eða hvaða tónlistarmenn fái að leika tónlist sína segir Halldór það fara að hluta til eftir því á hverju þýskir sýningarstjórar hafa áhuga. „Sýningarstjórinn okkar úti setur sig í samband við sýningarhaldara sem eru í Frankfurt og kannski víð- ar í Þýskalandi og svo bjóðum við þeim hingað og þeir mynda sér sína eigin skoðun. Ég held það sé ekki endilega skynsamlegt að búa bara til einhvern pakka og ætla að flytja hann út heldur verðum við líka að finna á hverju menn í útlöndum hafa áhuga.“ Tveir Þjóðverjar ráðnir til að kynna íslenskar listir á Bókasýningunni í Frankfurt Stjórar Matthias Wagner K, vinstra megin, listrænn stjórnandi íslenska hluta Bókasýningarinnar í Frankfurt og Thomas Böhm, verkefnisstjóri bókmennta. Í HNOTSKURN » Íslendingar eru heiðurs-gestir Bókasýningarinnar í Frankfurt 2011, þeirri stærstu sinnar tegundar í heiminum. Heimasíða til- einkuð þátttökunni hefur ver- ið opnuð og er slóðin www.sa- genhaftes-island.is. » Fimm manns koma aðskipulagi íslenska hlutans. Auk Halldórs, Böhm og Wag- ners K eru það Rakel Björns- dóttir aðstoðarverkefnisstjóri og Katrín Árnadóttir, skipu- lagsstjóri í Þýskalandi. Möguleikinn á tengingu listgreina 32 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2009 12 ÞÚSUND gestir heimsóttu ís- lenska skálann á Feneyjatvíær- ingnum í júní og er það 70% fleiri en sóttu skálann á seinasta tvíæringi þegar Steingrímur Eyfjörð var fulltrúi Íslendinga. Ragnar Kjart- ansson er fulltrúi Íslands í ár og sýn- ir tvískipt verk sem ber nafnið The End, fremur gjörning fram til 22. nóvember og myndbands- og hljóð- innsetningu. Af þessum 12 þúsund heimsóttu fimm þúsund skálann á foropn- unardögum 3.–7. júní. Þeirra á með- al var listáhugafólk frá erlendum söfnum og listastofnunum, eins og segir í tilkynningu frá Kynning- armiðstöð íslenskrar myndlistar, KÍM. „Sýningin er opin klukkustund lengur á degi hverjum en árið 2007 en þó má skýra aukninguna að mestu leyti með jákvæðri umfjöllun sem sýningin hefur fengið í erlend- um fjölmiðlum áður en hún var opn- uð og einnig í kjölfar foropnunar- daganna,“ segir í tilkynningunni. Þá megi einnig gera ráð fyrir að aðsókn að þjóðarskálum í næsta nágrenni hafi haft sitt að segja um aðsókn. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga og stendur til 22. nóv- ember 2009. 70% fleiri en árið 2007 Ragnar Hér með fyrirsætunni. NÁTTÚRULEG fegurð er heiti ljósmyndasýningar sem opnuð verður í Skotinu í Ljós- myndasafni Reykjavíkur á há- degi í dag. Þar sýnir ljósmynd- arinn Stefán Steinn, sem hefur verið búsettur í Danmörku frá 1993, myndröð sem sýnir nátt- úruna í sinni einföldustu mynd. Þótt viðfangsefnið sé list- rænt og fallegt eitt og sér er markmiðið samt sem áður að vekja áhorfandann til umhugsunar og „horfa“ á bak við það sem augað sér – og sjá það sem ímyndunin nemur. Sýningin er opin virka daga kl. 12-19 og 13-17 um helgar og er aðgangur ókeypis. Myndlist Náttúruleg fegurð Stefáns Steins Mynd eftir Stefán Stein FYRSTU tónleikar í röð há- degistónleika í Dómkirkjunni í sumar verða á hádegi í dag kl. 12.15. Þar koma fram þau Tómas Guðni Eggertsson, org- anisti Grindavíkurkirkju og verðandi organisti Seljakirkju, og Sif Tulinius, annar kons- ertmeistari Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands. Tómas Guðni flytur verk eftir Bach og Buxtehude, og saman spila þau verk eftir Bach, Buxtehude, Gluck og Mascagni. Tónleikarnir eru haldnir á vegum Félags ís- lenskra organleikara í samvinnu við alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju. Tónlist Sif og Tómas Guðni í Dómkirkjunni Tómas Guðni Eggertsson SIGRÍÐUR Níelsdóttir opnar í dag sýningu á klippimyndum í verslun 12 Tóna við Skóla- vörðustíg. Í frétt um sýninguna segir: „Það kveður við nýjan tón í myndum hennar, him- inblár og aðrir náttúrutónar eru sérstaklega áberandi að þessu sinni. Þetta er engin til- viljun, því Sigríður flutti úr Reykjavík á síðasta ári austur á land og „sér nú betur í him- ininn en áður“.“ Sigríður á fjölda aðdáenda því auk þess að sinna myndlist hefur hún sent frá sér rúmlega 60 geisladiska á undanförnum 9 árum og vakið verðskuldaða athygli heima og erlendis. Myndlist Blárri blámi hjá Sigríði Níelsdóttur Sigríður Níelsdóttir Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is GETUR verið að fagurfræðileg tengsl séu milli arkitektúrs í Japan og á Íslandi? Þeirri spurningu veltir Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt fyrir sér í fyr- irlestri sem hún kallar: Landslag og fagurfræði – efni og hugsun í byggt form, og haldinn verður í Norræna húsinu á menningarhátíðinni 101 To- kyo í kvöld kl. 20. „Það sem í fyrstu slær mig sem ólíkar nálganir í japanskri bygging- arlist og þeirri vestrænu leiðir mig að þeirri spurningu hvort Ísland sé nokkuð svo sérstaklega vestrænt í þessum skilningi þegar allt kemur til alls. Við höfum þá sérstöðu að hafa verið á jaðri evrópskrar menningar, meðan Evrópubúar voru að temja sína náttúru og leggja ása í gegnum landslagið – drottna yfir umhverfi sínu. Við stóðum utan við þetta, og kannski getum við ekki tamið okkar náttúru á sama hátt og Evrópubúar. Kannski er hún einfaldlega of sterk. Að því leyti eru mörg atriði í bygg- ingarlist hér öðruvísi en á megin- landinu. Japan er virkt eldfjallaland eins og okkar land, þótt það sé grón- ara og hlýrra,“ segir Guja. Hún segir Japani hafa þá trú, eins og Íslendinga, að í náttúrunni búi alls kyns vættir. Afstaða þeirra til náttúrunnar og þeirra óútskýrðu afla sem þar búa sé því ekki ólík því sem tíðkist meðal Íslendinga. „Í vestræna heiminum hefur áherslan verið á formið. Ef við för- um til baka í tíma er áherslan meiri á rýmið sem snertiflöt manns og nátt- úru – ekki aðskilnað. Um aldir voru húsin okkar beinlínis hluti af nátt- úrunni og sennilega ekki meðvituð fagurfræðileg hugsun í því, þótt menn reyndu sig við ýmsar út- færslur í torfhleðslum. Í Japan er sama áhersla á rýmið, en ekki form- ið og þeir eiga sérstakt orð, ma, yfir þennan snertiflöt manns og náttúru. Í samtímabyggingarlist á Íslandi hafa arkitektar í vaxandi mæli verið að leita í þetta og hugsað meira um rými en form og unnið með sam- hljóm manns og náttúru. Þessi virð- ing fyrir náttúrunni, umfram það að drottna yfir henni, er sameiginleg í byggingarlist þjóðanna beggja.“ Guja Dögg Hauksdóttir talar um byggingarlist Íslands og Japans Í samhljómi við náttúruna Guja Dögg Líkindi með íslenskri byggingarlist og japanskri. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is NORÐURLÖNDIN verða í sviðsljósinu í nýrri sumartónleikaröð í Fella- og Hólakirkju sem hefst í kvöld. Fern- ir tónleikar verða kl. 20 á fimmtudagskvöldum í júlí. Guðný Einars- dóttir organisti í Fella- og Hólakirkju skipu- leggur tónleikaröðina. Einleikur, kammer- músík og kórsöngur verður á dag- skránni, og meðal listamanna sem koma fram eru Háskólakórinn í Ár- ósum, Trio Nordic Block, David Schlaffke organisti og Maryia Semotyuk flautuleikari. Í kvöld verður það þó organistinn sjálfur, Guðný Einarsdóttir, sem spilar, ásamt Evu Þyri Hilmarsdóttur píanóleikara. „Þetta verður spennandi prógramm í kvöld, frönsk tónlist, mjög bragðmikil. Við spil- um báðar einleiks- verk og svo saman Messu fátækra eftir Erik Satie sem er frekar sjaldan flutt,“ segir Guðný. „Fella- og Hólakirkja er gott tónlistarhús. Það var fyrir tilviljun að tónleikaröðin varð til. Tónlist- armennirnir voru allir á leiðinni hingað í sumar, og mér fannst upp- lagt að bjóða þeim að halda tón- leika hjá mér og gera úr því tón- leikaröð.“ Bragðmikil músík og Messa fátækra Ný tónleikaröð, Sumartónar í Elliðaárdal, hefur göngu sína í Fella- og Hólakirkju Guðný Einarsdóttir Þær sem hafa átt þann draum að sjá leikarann Magnús Jónsson á sokkaböndum fá ósk sína uppfyllta á næst- unni33 » Í umfjöllun um nýja plötu píanóleik- arans Önnu Guðnýjar Guðmunds- dóttur í gær kom fram rangt netfang hjá listamanninum, fyrir þá sem vilja panta sér eintak. Hið rétta net- fang er agg@simnet.is. Beðist er velvirðingar á þessu. Leiðrétt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.