Morgunblaðið - 05.07.2009, Page 42

Morgunblaðið - 05.07.2009, Page 42
42 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009 ✝ Rafn Benedikts-son fæddist í Reykjavík 14. maí 1935. Hann lést 23. júní sl. Foreldrar hans voru Laufey A. Stefánsdóttir, f. á Eskifirði 13.7. 1910, d. 3.12. 2000 og Benedikt Hjart- arson, f. í Búðardal 4.2. 1909, d. 7.2. 1990. Rafn átti einn albróður, Ásgeir, f. 1933, d. 1988. Hálf- systir Rafns sam- mæðra er Guðný Kristín Garð- arsdóttir, f. 1953. Hálfbræður samfeðra eru Sigurður, f. 1926, Atli, f. 1937 og Kjartan, f. 1949, d. 1993. Fyrri kona Rafns var Helena Hálfdanardóttir, f. 1935. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: 1) Baldur, f. 1954, kvæntur Elinóru K. Guðjónsdóttur, f. 1955. Dætur þeirra eru a) Hel- ena, hún á tvær dætur, b) Lauf- ey Guðrún, hún á tvö börn, og c) Brynja. 2) Guðbjörg Linda, f. Henry Rebbeck, f. 1973. Börn þeirra eru Isabella Lilja, f. 1998, og Atli James, f. 2000. Fyrir átti Hulda þrjú börn: 1) Hjalta Reyn- isson, f. 1958. 2) Jónu Birnu Reynisdóttur, f. 1960. Sonur hennar er Þórólfur Beck Guð- jónsson, f. 1985. 3) Arnar Reyn- isson. Börn hans eru Tómas Freyr, f. 1986, Hulda Hrund, f. 1997, og Óðinn, f. 1997. Um miðjan sjötta áratuginn hóf Rafn hænsnarækt í Smálönd- um og var hann með þann rekst- ur í rúm 20 ár. Hann var einn af frumkvöðlum við framleiðslu poppkorns hér á landi. Stofnaði Maxí popp laust eftir 1970. Auk poppsins framleiddi fyrirtækið snakk og sælgæti og sá um pökkun ýmissa afurða. Rafn lærði bókhald og hafði umsjón með bókhaldi nokkurra fyr- irtækja. Rafn starfaði í mörg ár með Sjálfsbjörgu, félagi fatlaðra og var varaformaður Reykjavík- urdeildarinnar frá árinu 1970 og formaður árin 1977–1983. Hann var auk þess í mörgum ráðum og nefndum á vegum Sjálfs- bjargar. Útför Rafns fór fram 2. júlí, í kyrrþey. Meira: mbl.is/minningar 1957, gift Stefáni Jóhanni Stef- ánssyni, f. 1957. Synir þeirra eru a) Hlynur Orri, f. 1983, b) Arnaldur Smári, f. 1987, og c) Davíð Már, f. 1991. 3) Brynhildur Björk, f. 1962, gift Sigursteini Magn- ússyni, f. 1963. Fyrri maður hennar er Arnþór Ein- arsson, f. 1958. Börn þeirra eru a) Birgir Rafn, f. 1981. Hann á tvo syni, og b) Aníta, f. 1984. 4) Arn- heiður Edda, f. 1965, gift Erling Erlingssyni, f. 1965. Börn þeirra eru Bjarki, f. 1988, Rafn, f. 1991, og Ingi, f. 1995. Seinni kona Rafns var Hulda Hjaltadóttir, f. 1938. Börn þeirra eru: 1) Benedikt Rafn, f. 1973, kvæntur Magneu Sif Agnars- dóttur, f. 1975. Börn þeirra eru Snæfríður, f. 2004, og Egill Agn- ar, f. 2007. 2) Laufey Björg, f. 1975. Maður hennar er Justin Nú þegar birtan er hvað mest kveðjum við pabba og gleðjumst yfir að hafa fengið að lifa með honum í öll þessi ár. Síðasta sím- talið hans var rétt áður en hann lést. Það lá vel á honum að vanda, hann var glaður og var að dunda sér á Smiðjuveginum eins og hann gerði svo oft. Þessi dagur virtist ætla að verða öðrum líkur. Það var í Bjarnarborg 14. maí árið 1935 að lítill drengur fæddist vel fyrir tímann og var honum í fyrstu vart hugað líf. Lífsbarátt- an byrjaði því snemma. Fram undir tvítugt bjó pabbi á Bjarnastöðum við Tunguveg. Hann hafði gaman af söng og var vel liðtækur hljóðfæraleikari. Hann sá til þess að við krakk- arnir lærðum á hljóðfæri og við sungum mikið saman á góðum stundum. Hann vann ýmis störf sem ung- ur maður. Um tíma keyrði hann hjá Nýju-Sendibílastöðinni. Hon- um leið alla tíð vel á bak við stýr- ið og var boðinn og búinn ef ein- hver þurfti að láta skutla sér á milli staða og ekki var það nú verra ef farþeginn þurfti að fara langt. Jafnvel alla leið austur á Firði. Þegar við vorum krakkar keyrði hann okkur á skíði og þótt heilsan leyfði ekki að hann renndi sér sjálfur niður brekkurnar lagði hann á sig að bíða eftir okkur á bílaplaninu tímunum saman, svo við gætum rennt okkur. Við lok sjötta áratugarins var pabbi það illa farinn af gigt að hann varð að hætta á Sendibíla- stöðinni. Hann var þá búinn að koma sér upp hænsnarækt í Smá- löndum í útjaðri Reykjavíkur þar sem hann var með rekstur í rúm 20 ár. Hann varð síðar frum- kvöðull við framleiðslu popp- korns, stofnaði Maxí popp laust eftir 1970 og rak það í rúm 30. Atvinnureksturinn varð til þess að við systkinin unnum öll náið með pabba á sumrin og meðfram námi. Við vorum ekki há í loftinu þegar við hjálpuðum honum við að bera út egg til viðskiptavina og sáum um að koma poppi í bíó og sjoppur. Hann keyrði og við hlupum á milli staða með eggja- stæður og poppsekki. Pabbi próf- aði sig áfram með annan varning meðfram poppinu. Hann lærði bókhald og hafði umsjón með því hjá nokkrum fyrirtækjum. Í okk- ar huga gat pabbi allt þrátt fyrir þá fjötra sem líkaminn setti hon- um. Pabbi var félagslyndur og starfaði með Sjálfsbjörgu, félagi fatlaðra. Auk þess var hann mik- ill fjölskyldumaður og hvatti stór- fjölskylduna til að hittast reglu- lega svo sem á þorrablótum og af hvers kyns tilefnum. Hann var minnugur á afmælisdaga, skírn- ar- og fermingardaga, eða aðra merka daga sem honum þótti vert að halda uppá. Ekki sjaldan hóf- ust símtölin frá honum á þessa leið: „Veistu hvaða dagur er í dag?“ Nú þegar komið er að kveðju- stund minnumst við pabba fyrst og fremst fyrir fádæma dugnað, seiglu, jákvæðni og þrautseigju sem einkenndi allt hans líf. Þrátt fyrir áralanga baráttu við skæða gigt sem setti mark sitt á lífs- hlaupið frá unglingsaldri til dán- ardags, þá bar hann sig ávallt vel. Hann var umtalsgóður, tók sam- ferðafólki sínu eins og það var, fékkst ekki um lífsgæði sem stóðu honum ekki til boða og sagði alltaf „allt gott“ þegar gest bar að garði. Við vorum stolt af pabba. Blessuð sé minning hans. Baldur, Guðbjörg Linda, Brynhildur Björk, Arn- heiður Edda, Benedikt Rafn og Laufey Björg. Rafn Benediktsson vinur minn er látinn. Ég hrökk við þegar ég sá dánartilkynningu um Rabba í blöðunum, en við höfðum talað um að hittast að mér finnst fyrir stuttu síðan, og var hann hress og kátur eins og venjulega. En tíminn er svo miklu fljótari að líða en maður áttar sig á. Áður en varir er það orðið of seint. Við vorum báðir félagar í Sjálfsbjörg félagi fatlaðra á höfuðborgar- svæðinu, Rabbi var í stjórn fé- lagsins í mörg ár, en á þessum árum var félagslífið mjög líflegt, fundir, spilakvöld, ferðalög, en síðast og ekki síst kjarabaráttan fyrir kjörum fatlaðra. Rabbi átti stóran þátt í að þoka þeim málum til betri vegar. Hann varð síðan formaður félagsins um árabil og skilaði hann félaginu með miklum sóma, til betri framtíðar. Nokkr- um árum síðar tók ég við for- mennsku í Sjálfsbjörg Rabbi studdi mig þá með góðum ráðum og leiðbeindi mér um margt, og alltaf var sjálfsagt að taka þátt og hjálpa til. Þannig var hann bara. Rabbi minn ég vil færa þér kærar þakkir fyrir afar góðan og gjöfulan vinskap við mig og fjöl- skyldu mína. Við munum öll eftir poppinu þínu sem var það besta á landinu! Aðstendum Rafns Benedikts- sonar votta ég mína innilegustu samúð. Gunnar Reynir Antonsson. Rafn Benediktsson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SVERRIR LEÓSSON útgerðarmaður, Aðalstræti 68, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 7. júlí kl. 13.30. Auður Magnúsdóttir, Magnús Sverrisson, Unnur Dóra Norðfjörð, Ásthildur Sverrisdóttir, Jóhann Björgvinss., Ebba Sverrisdóttir, Sveinbjörn Bjarnason, Ragnhildur Sverrisdóttir, Steinar Sigurðsson, afabörnin og langafastrákarnir. ✝ Útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, sonar og afa, ÞÓRHALLS STEINGRÍMSSONAR kaupmanns, Sogavegi 158, Reykjavík, verður gerð frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 8. júlí kl. 11.00. Jarðsungið verður frá Skarðskirkju í Landsveit kl. 15.00. Þorgerður K. Halldórsdóttir, Þóra Kristín Þórhallsdóttir, Árni Þór Steinarsson, Rakel Ósk Þórhallsdóttir, Elmar Sigurðsson, Berglind Björk Þórhallsdóttir, Sigurður Árnason, Helga María Þórhallsdóttir, Ívar Daníelsson, Þóra Kristín Kristjánsdóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg frænka okkar, SIGRÍÐUR THORLACIUS, sem andaðist mánudaginn 29. júní, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 8. júlí kl. 15.00. Gylfi Thorlacius, Sigríður Thorlacius, Stefanía María Pétursdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN SVEINSSON fyrrv. útgerðarmaður, Víkurbraut 30, Hornafirði, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju þriðjudaginn 7. júlí kl. 14.00. Þeir sem vilja minnast hans er bent á hjúkrunarheimili Heilbrigðis- stofnunar Suðausturlands eða Björgunarfélag Hornafjarðar. Sigríður Helga Axelsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Grétar Vilbergsson, Axel Jónsson, Fanney Þórhallsdóttir, Sveinbjörg Jónsdóttir, Ómar Frans Fransson og fjölskyldur. ✝ Ástkær systir okkar og frænka, RAGNA HARALDSDÓTTIR, Dídí, hjúkrunarfræðingur, Æsufelli 2, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti mánu- daginn 29. júní. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 10. júlí kl. 15.00. Sigurður Haraldsson, Gunnar Haraldsson, Ragnheiður Eiríksdóttir og fjölskyldur. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ALBERTS ÓLAFSSONAR bakarameistara. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar B4 á Landspítalanum Fossvogi fyrir frábæra umönnun, hlýhug og virðingu. Ragnhildur Einarsdóttir og vandamenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.