Morgunblaðið - 05.07.2009, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 05.07.2009, Qupperneq 55
Menning 55 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009 Stimplaðu þig inn í sumarið með N1 FERÐ INNANLANDS FYRIR FJÖLSKYLDUNA Ferð fyrir 4: Flug, gisting, miðar í leikhús, gjafabréf út að borða, afnot af bílaleigu- bíl frá Avis og skotsilfur. (Akureyri/Reykjavík) PLAYSTATION 3 leikjatölva GARMIN staðsetningartæki í bílinn með Íslandskorti SEG DVD ferðaspilari með 7” skjá 3x1x 3x 3x KODAK EASY SHARE myndavél 10x BROIL KING PORTA-CHEF ferðagasgrill N1 INNKORT 10.000 kr. 10x 10x FERÐASPIL Spurt að leikslokum FJÖLSKYLDUMÁLTÍÐ á Serrano BÍÓMIÐAR fyrir 2 í Sambíóin FJÖLSKYLDUÁRSKORT í Fjölsk.- og húsdýragarðinn Taktu þátt í skemmtilegum leik á ferðalaginu í sumar. Safnaðu stimplum í Vega- bréfið þitt hjá þjónustustöðvum N1 um land allt, lærðu meira um landið þitt og fáðu skemmtileg verðlaun. Þú skilar svo inn fullstimpluðu Vegabréfi og átt kost á glæsilegum vinningi! Vertu með. Stimplaðu þig inn í sumarið með N1! SUMARIÐ 2009 NÁÐU ÞÉRÍ VEGABRÉFÁ NÆSTUÞJÓNUSTU-STÖÐ N1 Gjafir fyrir duglega stimplasafnara Fjöldi glæsilegra vinninga 10x 170 VIN NIN GAR ! 10x 10x 100x BANDARÍSKA leikkonan Angel- ina Jolie er sú tekjuhæsta og valdamesta í Bandaríkjunum, skv. úttekt tímaritsins Forbes. Jolie leikur ýmist í heldur innihalds- rýrum hasarmyndum á borð við Mr. and Mrs. Smith eða drama- tískum, listrænni kvikmyndum, á borð við Changeling og A Mighty Heart. Þessi fjölbreytni í verkefnavali færir henni annars vegar gríð- arlegar tekjur, þ.e. fyrir has- armyndirnar, og hins vegar við- urkenningu fyrir leiklist, m.a. Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndina Girl, Interrupted og tilnefningu fyrir Changeling. Fyrir vikið er Jolie moldrík en jafnframt valda- mikil í kvikmyndabransanum, að mati Forbes. Jolie þénaði litlar 27 milljónir dollara frá júní 2008 til júní á þessu ári, rúma 3,4 milljarða ef miðað er við gengi íslenskrar krónu í gær. Á vef Abc News er bent á að Hollywoodleikarar, þ.e. karlarnir, séu með miklu hærri laun en leikkonurnar. Leikarinn Harrison Ford mun hafa þénað mest allra síðastliðið ár, 65 millj- ónir dollara eða 38 milljónum doll- ara meira en Jolie. Reuters Jolie Rík og valdamikil. Reuters Ford Rakar inn seðlum. Jolie og Ford tekjuhæst LEIKARINN Matt Damon vill endilega að kollegi hans ástralsk- ur, Hugh Jackman, haldi titlinum „Kynþokkafyllsti, núlifandi karl- maðurinn“ (e. Sexiest Man Alive) sem glanstímaritið People veitti honum í fyrra. „Kannski getur hann orðið fyrstur til þess að halda titlinum í tvö ár samfellt,“ segir Damon en hann var talinn sá kynþokkafyllsti á jarðríki áður en Jackman tók við. Damon segist ætla að berjast fyrir þessu. Þá fer hann heldur illa með fé- laga sína úr kvikmyndunum um gengi Danny Ocean, þá George Clooney og Brad Pitt, vill alls ekki að þeir komi til greina í kyn- þokkamati People. Clooney og Pitt hafa enda báðir borið þennan merka titil. Það komi hreinlega ekki til greina að þeir hirði titilinn í þriðja skipti. Báðir hafa sumsé borið hann í tvö ár, þó ekki sam- fleytt. Jackman Loðinn um kjamma sem Wolverine og ku löðra af kynþokka. Vill að Jack- man haldi titlinum LEIKARINN David Carradine svipti sig ekki lífi. Þetta er mat læknis sem sá um krufningu á líki leikarans. Carradine fannst látinn inni í fataskáp á hóteli í Bangkok 4. júní sl. með snúru vafða um háls sér og aðra líkamsparta. Meinafræðingurinn Michael Ba- den segir leikarann hafa kafnað en sjálfsvíg sé útilokað þar sem leikarinn var bundinn. „Hann lést ekki með eðlilegum hætti og svipti sig ekki heldur lífi. Því hlýtur þetta að hafa verið einhvers konar slys,“ segir Baden en það voru ættingjar Car- radine sem fengu hann til að rannsaka lík- ið. Baden segir ekki vitað hvað gerðist nákvæm- lega, í samtali við Reuters. Þó sé ekki útilokað að leikarinn hafi látið lífið við kynlífsiðkan og nú sé beðið eftir niðurstöðu rannsóknar taílensku lögreglunnar á málinu. Svipti sig ekki lífi að mati læknis David Carradine

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.