Morgunblaðið - 09.08.2009, Side 1

Morgunblaðið - 09.08.2009, Side 1
9. Á G Ú S T 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 213. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is WIKILEAKS»4 Vefsíðan Wikileaks.org hefur verið starfrækt frá 2006. Markmið hennar er m.a. að veita „lekendum“ og þeim, sem standa frammi fyrir pólitískum ofsóknum, refsingum eða ofbeldi vernd til að koma upplýsingum sín- um á framfæri. Þegar lánabók Kaupþings lak á síðuna harðneituðu forsvarsmenn hennar kröfu Kaupþings um að fjarlægja upplýsingarnar. Þeir kváðust hvorki aðstoða leif- ar Kaupþings né viðskiptavini bankans við að fela „óhreinan þvott“ sinn fyrir alþjóðasamfélaginu. HJÓNIN Erna Lúðvíksdóttir og Svisslendingurinn Erwin Glauser kynntust hjá IKEA í Sviss og starfa nú hjá fyrirtækinu í Kína. Þau eiga tvö ættleidd börn frá Suður-Afríku, Björk fjögurra ára og Smára, sem er að verða sex ára. „Börnin eru að læra sitt fjórða og fimmta tungu- mál núna,“ segir Erna. „Þau eru al- talandi á íslensku, sænsku og ensku, skilja vel þýsku og eru byrj- uð í kínverskunni. Það er stutt í það að þau hafi fullt vald á kínversk- unni.“ Erna segist alltaf tala ís- lensku við börnin en segir að Erwin sé ekki alveg nógu duglegur að tala við þau á þýsku. Þau séu best í sænsku og ensku og því skipti hann oft yfir í annað hvort þeirra mála. „Við hjónin tölum saman á þýsku og börnin svara okkur yfirleitt á sænsku. Þannig að við tölum iðu- lega þrjú tungumál heima á sama tíma.“ |12 Morgunblaðið/Heiddi Þrjú tungumál í gangi samtímis [ . . . ] „ég hætti að pæla í umhverfinu og varð sama um hvað sagt var við mig og um mig. Ég hélt ég væri að verða aftur ég, en fattaði ekki að ég var að breytast í allt annan Baldvin,“ segir Baldvin Sigurðsson, sem byrj- aði að fikta við kannabis þegar hann var 14 ára. „Ég varð fyrir einelti í skóla og hugsaði sem svo að það væri allt betra en það líf sem ég lifði,“ heldur hann áfram. Annað átti eftir að koma á daginn, hann var kominn út í dagneyslu í 9. bekk, seldi kannabis til að fjármagna neysluna, laug og sveik sína nánustu og fékk lélegar einkunnir í skóla. Víti til varnaðar Hann fór þó í menntaskóla og kveðst þá hafa gripið til þess að bragða í fyrsta skipti áfengi því kannabisefnin voru hætt að virka þar sem líkaminn var orðinn svo þol- inn. Þrátt fyrir margar „heiðarleg- ar“ tilraunir fann hann ekki fró í áfengi og byrjaði þá í dagneyslu á amfetamíni, kókaíni og e-töflum. „Ég átti enga gleði lengur,“ segir hann og lýsir lífi sínu sem helvíti. Hinn 4. júní í fyrra vaknaði hann úti á túni í Keflavík eftir mánaðar- tripp, bað vin sinn um aðstoð og hef- ur síðan verið að vinna sig upp úr neyslunni og vandanum. „Það verður mitt eilífðarverkefni,“ segir Baldvin, sem er 19 ára og heimsækir nú grunnskóla og reynir að vera krökk- unum víti til varnaðar. | 26 Baráttan eilífðar- verkefni Baldvin Sigurðsson gekk í gegnum „hel- víti“ kannabisfíknar Morgunblaðið/Jakob Fannar Von Baldvin vinnur að því að end- urheimta gleðina í lífi sínu. Víða er samkynhneigð ólögleg og fordæmd. Verst er ástandið í Mið-Austurlöndum og Asíu og sums staðar liggur dauðarefsing við samkynhneigð. Fjölmenni í gleðigöngu á Hinsegin dögum, sem samkynhneigðir, tví- kynhneigðir og transgender fólk hefur efnt til undanfarin ár, er eitt merki þess að hér býr þessi hópur við einna mest réttindi og öryggi sem þekkist í heiminum. Regnbogafáninn er tákn mannréttindabaráttu hans og fjölbreytni mannlífsins. Með hýrri há á Hinsegin dögum FRELSI OG HELSI»8 Vefsíða sem verndar persónur og lekendur [ ]Búda og Pest gengu íhjónaband árið 1873[ ] TENGSL Feðgarnir Friðþjófur og Helgi Daníelsson GENGISVÍSITALA BJÖRGVINS HALLDÓRSSONAR SHARON TATE EITT FÓRNARLAMBA CHARLES MANSONS SUNNUDAGUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.