Morgunblaðið - 09.08.2009, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 09.08.2009, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009 www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafskutlur -frelsi og nýir möguleikar Einfaldar í notkun og hagkvæmar í rekstri VITA er í eigu Icelandair Group. VITA er lífið VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444GROUP EVRÓPURÚTUR 2009 Aukaferð til Kemer í Tyrklandi Kemer er fallegur 20 þúsund manna strandbær, 40 km vestur af Antalyu í Asíuhluta Tyrklands. Bærinn liggur sunnarlega við Miðjarðarhafið og Taurusarfjöllin, yfir 3.000 metra há, skýla einstakri náttúrufegurð svæðisins fyrir köldum vindum sem leika um Miðjarðarhafið á þessum árstíma. Búast má við milli 20 og 25 stiga hita í ferðinni. Hótelið Viking Star (www.vikingturizm.com) er 5 stjörnu lúxushótel þar sem allt er innifalið. Góður matur og drykkur allan daginn. Bæði sauna og hamam (tyrkneskt bað) eru í boði innan veggja hótelsins. Hótelið er staðsett í miðbæ Kemer og liggur aðalgatan (verslunargatan) með fram hótelinu að smábátahöfninni og ströndinni. Verðlag er enn mjög gott í Tyrklandi og ber verð ferðarinnar vitni um það. Flogið verður í beinu leiguflugi. Gott jafnvægi er á milli frítíma og skoðunarferða. Meðal skoðunarferða er heimsókn til Kappadókíu, tveggja daga ferð og gist uppí í fjöllum. Þar voru fyrstu heimkynni kristinna manna í frumkristni. Eins verður siglt að borginni Kekova rétt undan ströndinni, en hún sökk í sæ og er undir vernd UNESCO. Nánari upplýsingar á VITA.is undir Einstakt líf og hjá Guðnýju eða Silju Rún í síma 570 4444 – þær taka einnig við pöntunum. Fararstjóri Friðrik G. Friðriksson Verð 215.000 kr. á mann í tvíbýli, plús 30.000 kr. fyrir einbýli. Innifalið : Beint flug, flugvallaskattar, allur akstur og skoðunarferðir, gisting með fullu fæði og íslensk fararstjórn (nema drykkir í skoðunarferðum). Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 46 91 0 08 .2 00 9 10.-19. október Gunnar Hersveinn heimspekingur komst m.a. svo að orði um heimsókn sína til Kappadókíu í Morgunblaðinu 12. apríl 2007: „Tildrög ferðar minnar í Kappadókíu eru þau að ég hitti Friðrik G. Friðriksson fararstjóra á hóteli í Miðjarðarhafsborginni Antalíu og fékk að slást í för með hópnum hans. Friðrik telur Kappadókíu vera eitt best varðveitta og merkilegasta leyndarmál ferðaþjónustunnar. Næsta dag héldum við í Göreme-þjóðgarðinn í Kappadókíu sem jafnframt er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar er líkt og að maður sjái inn í álfheima, sjái híbýlin sem þeir gera sér í klettum. En hér voru engir álfar á ferð heldur menn sem reistu munka- og nunnuklaustur, kirkjur og aðrar vistarverur í klettum. Hér hafa kristnir menn tekið Jesús á orðinu og byggt kirkju sína ekki aðeins á kletti heldur í kletta. Í Göreme er hægt að flækjast daglangt og skoða fagurskreyttar bergkirkjur og undrast við hvert fótmál. Undrunin var sambærileg við þá sem ég naut þegar ég skoði píramíðana í Kaíró. Vitað er að Páll postuli kom á ferðum sínum um heiminn til Kappadókíu og stofnaði söfnuð.“ Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Almannarómur segir að krák-ur séu fremur vel gefnirfuglar og líklega muna ein- hverjir eftir krákunni í Eden sem hafði ágætis orðaforða og var hin besta skemmtun fyrir unga sem aldna. Fuglar af hröfnungaætt eru al- gengir á norðurhveli jarðar og hef- ur gáfnastimpillinn loðað við þá í langan tíma, meðal annars voru þeir Huginn og Muninn hrafnar Óð- ins og táknuðu visku og spádóms- gáfu. Krákur og skyldir fuglar bregða oft á leik og geta verið stríðnir en fáum hefur líklega dottið í hug að krákur geti bjargað sér með því að útbúa áhöld. Vandinn leystur Það eru sem sagt ekki aðeins simpansar og menn sem hafa gáfur til að útbúa og nota verkfæri heldur geta krákur það líka. Á Youtube má sjá stutt mynd- skeið með kráku sem reynir að næla sér í mat úr djúpu röri. Rörið er of hátt til þess að krákan nái með goggnum alla leiðina í matinn, sem er í lítilli fötu með hanka. Krákan bregður því á það ráð að ná í lítinn vír svo hún nái alla leið í hankann á fötunni. Eftir nokkrar tilraunir áttar krákan sig á því að þetta mun ekki ganga upp og þá tekur hún vírinn upp úr og beygir endann á honum í krók. Þar næst reynir hún aftur við hankann á fötunni og eftir tvær til þrjár tilraunir hefur hún heppnina með sér, dregur fötuna upp úr og kemst í ætið. Myndbandið má sjá á Youtube með því að slá inn í leitina „Tool- Making Crows“. Það voru vísindamenn við háskól- ann í Oxford sem stóðu að tilraun- inni og hefur hún vakið talsvert mikla athygli og hafa vísindamenn- irnir skráð niður fleiri verkefni sem krákurnar, sem eru af svokallaðri Ný-Kaledóníu-krákutegund, hefur leyst farsællega. Meðal annars hafa krákur notað áhöld til að ná í enn önnur áhöld og má því vera ljóst að þær geta leyst nokkuð flókin verk- efni. Klárustu krákurnar virðast þó vera frá Japan því þær hafa fundið leið til að opna múskathnetur. Krákurnar fljúga upp með hnet- urnar og sleppa þeim á vegi, bíða svo eftir að bílar aki yfir þær og hirða svo upp innihaldið. Það sem kemur hinsvegar verulega á óvart er að krákurnar áttuðu sig á því að þetta var áhættusamt, því tóku þær upp á því að sleppa hnetunum á gangbrautum og hirða þær upp þar þegar gangandi vegfarendur fara yfir á grænu ljósi – og bílarnir eru stopp. Það má sjá myndskeið af þessu á Youtube með því að slá inn „Wild crows inhabiting the city use it to their advantage“. Morgunblaðið/Árni Sæberg Klárir Hrafnar og krákur eru snjallir fuglar og geta bæðið brugðið á leik og leyst nokkuð flókin verkefni. Klárar krákur Coca Cola er frægur og vin- sæll gosdrykkur eins og allir vita og þekkt er að fólk kemur sér upp neysluvenjum sem oft eru sérstakar þegar gos- drykkir eru annars vegar. Kók og prins er ein þeirra, kók og pylsa önnur. Þá eru þeir líka til sem standa á því fastar en fót- unum að kók í gleri sé betra en kók í plastflösku eða dós. Í hefðbundnu kaffistofu- spjalli berast margs konar skýringar á því hvernig á því geti staðið að kók bragðist mismunandi. Sumir segjast reyndar ekki finna neinn mun en aðrir segja meira gos í dósunum og plastinu sem hugsanlega geti haft áhrif á bragðskynið. Coca Cola-fyrirtækið segir hins vegar að munurinn sé eng- inn, því blandan sé alltaf nákvæmlega sú sama. Umbúðirnar skipta máli Tímaritið Popular Science hefur nýlega kannað málið og komist að nið- urstöðu sem á eftir að verða sumum fagnaðarefni – öðrum ekki. Tímaritið segir að talsmenn Coca Cola hafi haldið því fram að það sé enginn bragðmunur á milli Coca Cola í mismunandi umbúðum því þess sé gætt í hvívetna að blandan sé alltaf sú sama alls staðar í heiminum. Tals- menn fyrirtækisins halda því fram að um sé að ræða sálræn áhrif þess að opna glerflöskuna, sem tekin er beint úr kæliskáp eins og fersk mat- vara, samanborið við það að opna dós sem keypt er úr sjálf- sala. Semsagt, áhrifin séu sál- ræn þar sem umhverfið í fyrra tilfellinu minnir á kaup á fersk- vöru, en í því seinna minnir um- hverfið á kaup á … nið- ursuðuvöru. Af þessum sökum geti fólk upplifað kók í gleri sem ferskara og bragðbetra. Sara Risch, sem er matvæla- efnafræðingur hjá Institute of Food Technologists, sem er stofnun matvælasérfræðina í Bandaríkjunum, segir að um- búðir geti svo sannarlega haft áhrif á bragðið. Risch segir nefnilega að þótt reynt sé að koma í veg fyrir bragð- áhrif í matvælaeftirliti geti lítið magn efna eins og polýmers, sem er notað til að fóðra áldósir að innan, og acetalde- hýðis, sem er að finna í plastflöskum, haft áhrif þar sem efnin berast í drykkina. Risch segir nefnilega að umbúðir og matvæli geti bundist að einhverju leyti en glerflöskur séu þær eigin- leikum gæddar að erfiðast sé fyrir matvæli að taka upp bragð úr gleri. Samkvæmt þessu ætti hreinasta bragðið að fást úr glerflöskunni þótt ekkert sé sagt um hvort það sé endi- lega best. Þar ræður smekkur fólks algjörlega en ljóst er að munurinn er einhver á milli umbúða þótt hann sé lítill – ef marka má könnun Popular Science. Er kók í gleri betra?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.