Morgunblaðið - 09.08.2009, Síða 20

Morgunblaðið - 09.08.2009, Síða 20
20 Sakamál MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is „Örlögin hafa stjórnað öllu mínu lífi. Ég held að einhver æðri mátt- ur hafi örlög okkar í hendi sér. Eitt er alltént víst – ég hef aldrei skipulagt neitt sem hefur hent mig í lífinu.“ – Sharon Tate í samtali við breska tímaritið Queen seint í júlí 1969. Þ að var miðnætti. Nýr dagur rann upp, 9. ágúst 1969. Þau lögðu bílnum svo lítið bar á skammt frá húsinu á 10050 Cielo Drive í borg englanna og gengu síð- asta spölinn. Hann klifraði upp í símastaur og skar á línuna. Best að hafa vaðið fyrir neðan sig. Af ótta við að rafmagn væri í hliðinu klifr- uðu þau yfir hrjúfan vegginn og létu sig falla hljóðlega til jarðar. Þá gerðist nokkuð sem þau höfðu ekki reiknað með, bíll kom keyrandi á móti þeim. Framljósin voru skær í náttmyrkrinu. Hann skipaði kon- unum þremur að fela sig í næsta runna. Síðan gaf hann bílstjóranum fyrirmæli um að nema staðar. Eng- inn tími var fyrir kurteisishjal, þannig að hann dró byssu úr pússi sínu og skaut bílstjórann, hinn átján ára gamla Steven Parent, í höfuðið. Eftir að hafa tekið rúðuna úr opnum glugga á húsinu fékk mað- urinn, Charles „Tex“ Watson, 23 ára, eina kvennanna, Lindu Kasabi- an, 20 ára, til að standa vörð fyrir utan. Sjálfur skreið hann inn um gluggann og hleypti hinum kon- unum tveimur, Susan Atkins og Patriciu Krenwinkel, báðum 21 árs, inn um aðaldyrnar. Ég er djöfullinn sjálfur! Við hvíslið í þeim vaknaði vinur húsráðenda, Wojciech Frykowski, sem svaf á sófanum í stofunni. Spurði sísona hvaða ferðalag væri á þeim. „Ég er djöfullinn sjálfur og er hingað kominn til að vera með djöfulgang,“ svaraði Watson að bragði og sparkaði þéttingsfast í höfuðið á Frykowski. Því næst gaf hann konunum tveimur fyrirmæli um að hafa uppi á öðru fólki í hús- inu. Það reyndist vera þrennt. Kvikmyndaleikkonan Sharon Tate, sem réð húsum, komin hálfan ní- unda mánuð á leið, hárgreiðslumað- ur hennar og fyrrverandi ástmaður, Jay Sebring, og ástkona Frykowsk- is, Abigail Folger. Eiginmaður Tate, kvikmyndaleikstjórinn Rom- an Polañski, var staddur í Lund- únum. Watson tók til við að binda Tate og Sebring saman í stofunni. Sá síð- arnefndi mótmælti meðferðinni á barnshafandi vinkonu sinni hástöf- um. Watson nennti ekki að hlusta á það, þannig að hann skaut Sebring og stakk hann síðan til öryggis sjö sinnum með hnífi. Í því sleit Frykowski, sem bund- inn hafði verið með handklæði á höndum, sig lausan. Enda þótt Atk- ins næði að stinga hann í fótinn tókst honum að brjótast út á ver- önd hússins. Þar tók Watson hins vegar í hnakkadrambið á honum og barði hann nokkrum sinnum í höf- uðið með byssuskeftinu svo það brotnaði. Að því búnu stakk hann Frykowski ítrekað og skaut hann í tvígang. Bað þau að þyrma barninu Að því búnu sá Watson útundan sér að Folger hafði gengið Kren- winkel úr greipum og var komin út á grasflötina við húsið. Þau eltu hana uppi í sameiningu og stungu alls 28 sinnum áður en Watson gekk endanlega frá henni. Þótt ótrúlegt megi virðast var Frykowski ennþá á lífi þegar hér er komið sögu. Watson kom auga á hann skríðandi í grasinu og veitti honum náðarstunguna, hún var sú 51. í röðinni. Þá var bara eitt eftir – að ganga frá Sharon Tate. Hún var ennþá bundin á stofugólfinu, vitstola af hræðslu. Tate þrábað þríeykið um að þyrma sér, alltént þangað til barnið væri fætt. Við því var ekki orðið. „Þegiðu truntan þín. Ég hef enga samúð með þér. Þú munt deyja og skalt sætta þig við það,“ grenjaði Atkins. Ekki varð aftur snúið. „Mamma, mamma,“ hrópaði Tate. Síðan var hún öll. Stungusárin á líkinu voru sextán. Dánardómstjóri dró þá ályktun að fimm þeirra hefðu nægt til að bana henni, hvert fyrir sig. Áður en ódæðisfólkið yfirgaf vett- vanginn tók Atkins handklæðið, sem notað hafði verið til að binda Frykowski, dýfði því í blóð Tate og skrifaði orðið „svín“ á útidyrnar. Lögreglan sein á sporið Það var ófögur sjón sem blasti við Winifred Chapman, ráðskonu Tate og Polañskis, þegar hún mætti til vinnu morguninn eftir. Fyrst beindist grunur að William nokkr- um Garretson, sem bjó í litlu bak- húsi á lóðinni. Fljótlega kom þó í ljós að hann tengdist morðunum ekki á neinn hátt, nema hvað ungi maðurinn, Steven Parent, hafði ver- ið að koma frá honum þetta ör- lagaríka kvöld. Vond tímasetn- ing. Sharon Tate var borin til grafar 13. ágúst 1969 með ófæddan son sinn, Paul Richard Polañski, í Fjörutíu ár eru í dag liðin frá því fjögur ungmenni brutust inn á heimili leikkonunnar Sharon Tate í Los Angeles í skjóli nætur og leiddu hana kasólétta og fernt annað hreinlega til slátrunar. Grimmdin vakti viðbjóð um allan heim en voðaverkið var liður í út- hugsaðri áætlun andlegs föður ungmennanna, Charles Mansons. Frásögnin sem hér fer á eftir er ekki við hæfi viðkvæmra. Í járnum Charles Manson lagði á ráðin um Tate-morðin. Hann er einn frægasti fangi heims. Kyntákn Sharon Tate þótti með huggulegri konum á sinni tíð. Sharon Tate og gestir hennar drógust ekki fyrir tilviljun inn í áform Charles Mansons. Í raun voru þau fórnarlömb samskipta hans við plötuútgefandann Terry Melcher. Manson var sjálfur tónlist- armaður, sem þráði að koma sér á framfæri. Hann kynntist Melcher gegnum sameiginlegan vin þeirra, Dennis Wilson úr Beach Boys. Wil- son sýndi tónsköpun Mansons áhuga og hljóðritaði m.a. tvö af lögum hans með hljómsveit sinni. Melcher hafði í fyrstu áhuga á tón- list Mansons, auk þess sem hann vakti máls á því að gera heimild- armynd um Manson-fjölskylduna. Hittust þeir félagar nokkrum sinn- um á heimili Melchers og þáver- andi ástkonu hans, Candice Berg- en – 10050 Cielo Drive í LA. Á endanum hætti Melcher við að gefa tónlist Mansons út og eftir að hafa orðið vitni að því þegar hann barði mann til óbóta á búgarði sín- um, Spahn, sleit hann öllum tengslum við hann. Sömu sögu er að segja af Dennis Wilson. Þetta gramdist Manson. Skömmu síðar fluttu Melcher og Bergen frá 10050 Cielo Drive og nýir leigjendur komu í staðinn, Sharon Tate og Roman Polañski. Manson hélt áfram að snuðra á staðnum og vitni voru að því þegar hann hitti Tate í eitt skipti. Hermt er að hún hafi haft illan bifur á þessum „hrollvekjandi manni“. Það var svo að kvöldi 8. ágúst 1969 að hann gaf fjórum úr fjöl- skyldu sinni fyrirmæli um að fara á 10050 Cielo Drive og „myrða alla þar“. Þótti Manson hrollvekjandi Þegiðu truntan þín … þú munt deyja!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.