Morgunblaðið - 09.08.2009, Page 21

Morgunblaðið - 09.08.2009, Page 21
21 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009 Sharon Marie Tate fæddist í Dallas 24. janúar 1943 og var því 26 ára þegar hún var myrt. Faðir hennar var í hernum og bjó fjölskyldan víðs- vegar um Bandaríkin á uppvaxt- arárum hennar og um tíma á Ítalíu. Tate bar snemma af öðrum stúlk- um og fór ung að sitja fyrir og keppa í fegurðarsamkeppnum. Í kringum tvítugt fór hún að koma fram í sjón- varpi og í kjölfarið að taka að sér smærri hlutverk í kvikmyndum. Fyrsta alvöru hlutverk hennar var í myndinni Eye of the Devil árið 1966 og í kjölfarið lék hún í The Fearless Vampire Killers. Meðan á tökum á þeirri mynd stóð féll hún fyrir leik- stjóranum, Roman Polañski, sem síðar varð eiginmaður hennar. Hermt er að hjónaband þeirra hafi verið gott enda þótt þau hafi látið sér hjúskaparheitin í léttu rúmi liggja, einkum Polañski. Hann tók frægar myndir af spúsu sinni fyrir Playboy í mars 1967. Því næst lék Tate í myndinni Don’t Make Waves á móti Tony Curt- is. Persóna hennar þar var af grynnri gerðinni – klæddist bíkíníi út í gegn – og Tate var ekki ánægð með stefnuna sem ferill hennar hafði tekið. Tilnefnd til Golden Globe Í næstu mynd, Valley of the Dolls, fékk hún á hinn bóginn tækifæri til að sýna hvað í henni bjó og frammi- staða hennar í gamanmyndinni The Wrecking Crew með Dean Martin jók hróður hennar ennfrekar. Var Tate m.a. tilnefnd til Golden Globe- verðlauna sem besti nýliðinn árið 1968. Sæta stelpan gat leikið. Tate kom til álita í aðalhlutverkið í mynd bónda síns Rosemary’s Baby en Polañski þótt óþægilegt að troða henni fram, þannig Mia Farrow fékk hlutverkið. Því miður fékk heimurinn ekki að njóta Sharon Tate mikið lengur en síðasta myndin sem hún lék í áður en hún lést var 12 + 1 eftir Nicolas Gessner. Þar þurfti að fela óléttuna. Bíóspekinga fyrr og nú hefur greint á um hæfileika Tate og hversu langt hún hefði getað náð sem leik- kona. Polañski hefur hins vegar aldrei verið í vafa. Löngu seinna minntist hann eiginkonu sinnar með þessum orðum: „Það tala allir um hvað hún var falleg, jafnvel falleg- asta kona í heimi. En það muna færri eftir því hvað hún var góð leik- kona.“ Helst minnst fyrir fegurð Hjón Sharon Tate og Roman Pol- añski voru ástfangið par. fanginu. Hollywood – og heimurinn allur – var felmtri slegin. Hver gat framið svo hræðilegan verknað? Illa gekk að upplýsa málið og spennan stigmagnaðist. „Ég hef ekki í annan tíma kynnst svona mikilli skelfingu,“ rifjaði rithöfund- urinn Dominick Dunne upp síðar. „Fólk var sannfært um að ríkir og frægir væru upp til hópa í bráðri hættu. Börn voru send úr bænum, verðir ráðnir til starfa. Steve McQueen var með byssu á sér í út- för Jays Sebrings.“ Hvorki gekk né rak við rannsókn- ina fyrr en í nóvember 1969. Susan Atkins hafði þá verið tekin höndum í tengslum við bílþjófnað og fór að grobba sig af því við klefafélaga sinn að hafa myrt Sharon Tate. Þau digurmæli urðu dýrkeypt. Fengu fyrirmæli frá Manson Upprunalega gerði ákæruvaldið í Los Angeles samkomulag við Atk- ins um friðhelgi gegn því að hún upplýsti málið og vísaði á samverkamenn sína. Það gerði hún. Spurð um ástæðu voðaverkanna gaf hún þá skýringu að andlegur leið- togi þeirra, Charles Manson, hefði fyrirskipað þeim að myrða fólkið. Watson átti að stjórna aðgerðum á vettvangi en konurnar að gegna honum í einu og öllu. Þau heyrðu til Manson-fjölskyldunni, hópi ung- menna sem hinn 35 ára gamli Man- son hafði safnað í kringum sig og voru öll háð örvandi efnum á þess- um tíma, þrátt fyrir andúð Mansons á þeim. Atkins viðurkenndi einnig að morðin á hjónunum Leno og Rose- mary LaBianca, kvöldið eftir Tate- morðin, hefðu verið framin af sama hópi, auk fjórðu konunnar, Leslie Van Houten. Heimurinn fékk innsýn í sjúkan hugarheim Mansons við rétt- arhaldið. Hann leit á það sem sitt hlutverk að stuðla að stríði milli kynþátta og að Bítlarnir, sem hann hafði dálæti á, hefðu varað við yf- irvofandi helför í tónlist sinni. Gaf hann helför þessari nafnið Helter Skelter, eftir lagi Bítlanna. Greip Manson til þess ráðs að láta fylgj- endur sína slátra auðugu fólki á heimilum sínum og láta grun falla á herskáa hópa blökkumanna, svo sem Svörtu pardusana, til að kynda undir stríði milli kynþátta. Spá hans var sú að svartir myndu fara með sigur af hólmi í þeirri styrjöld en þar sem þeir hefðu ekki burði til að stjórna sjálfir myndu þeir gera hann að leiðtoga þjóðarinnar. Á endanum stæðu engir uppi nema „hinir útvöldu“, þ.e. Manson- fjölskyldan. Flissandi sakborningar Susan Atkins gekk snemma úr skaftinu sem lykilvitni í málinu og ákæruvaldið sneri sér þá að Lindu Kasabian enda virtist þáttur hennar í morðunum vera minni en hinna þriggja sem voru á vettvangi. Kas- abian reyndist trúverðugt og áreið- anlegt vitni réttarhaldið út í gegn enda þótt Manson og aðrir fjöl- skyldumeðlimir reyndu ítrekað að koma henni úr jafnvægi í vitnastúk- unni. Til þess var tekið að stöllur hennar, Atkins og Krenwinkel, fliss- uðu reglulega eins og smástelpur. Framburður Kasabian varð öðru fremur til þess að Manson, Atkins, Krenwinkel og Van Houten voru öll sakfelld og dæmd til dauða 29. mars 1971. Watson, sem tekinn var hönd- um í Texas, var síðar framseldur og dómur í máli hans féll 21. október sama ár. Geðlæknar fullyrtu að hann hefði gert sér upp geðveiki og hlaut hann einnig dauðadóm. Refs- ingum allra fimm var breytt í lífs- tíðarfangelsi eftir að dauðarefsingin var lögð niður í ríkinu árið 1972. Öll sitja þau enn í fangelsi og hafa ítrekað fengið synjun um reynslu- lausn. Frægð morðingjanna, einkum Mansons, hefur verið með miklum ólíkindum og er stöðugt viðhaldið, ekki síst af tónlistarmönnum. Allir þekkja Marilyn Manson og hin vin- sæla breska rokkhljómsveit Kasabi- an heitir í höfuðið á lykilvitninu. Þá bjó Trent Reznor úr Nine Inch Na- ils um tíma í húsinu þar sem morðin voru framin. Það hefur nú verið rif- ið. Þér er ekki treystandi Þessi „dýrkun“ á misindisfólkinu fór fyrir brjóstið á Doris, móður Sharon Tate, og barðist hún meðan hún lifði á hæl og hnakka gegn því að það fengi reynslulausn. Varð barátta hennar til þess að fórnar- lömbum eða fjölskyldum þeirra var leyft með lögum árið 1982 að leggja orð í belg þegar tekin er afstaða til reynslulausnar fanga. Skömmu áð- ur en hún féll frá 1992 sagði Doris Tate að sér hefði tekist að koma því til leiðar að dóttir sín væri ekki lengur bara fórnarlamb morðingja heldur tákngervingur réttinda fórn- arlamba glæpamanna. Í eitt skipti ávarpaði hún Tex Watson sjálf, augliti til auglitis: „Hvaða miskunn, herra minn, sýnd- ir þú dóttur minni þegar hún grát- bað þig að þyrma lífi sínu? Hvaða miskunn sýndir þú dóttur minni þegar hún sagði: „Gefðu mér tvær vikur til að fæða barnið mitt og myrtu mig svo“? Hvenær fær Shar- on reynslulausn? Munu fórn- arlömbin sjö og jafnvel fleiri til rísa upp frá dauðum losnir þú úr fang- elsi? Þér er ekki treystandi.“ Illvirki Charles „Tex“ Watson fór fyrir hópnum á morðstað. Systurnar þrjár Susan Atkins, Patricia Krenwinkel og Linda Kasabian til- heyrðu allar hinni óhugnanlegu Manson-fjölskyldu. N æ s t a l e i ð b e i n e n d a n á m s k e i ð v e g n a æ f i n g a a k s t u r s v e r ð u r m i ð v i k u d a g i n n 1 2 . á g ú s t Upplýs ingar og innr i tun í s íma 567 0300. Opið 10–17 a l la daga. B-réttindi: Námskeið alla virka daga kl. 18–22 Dagnámskeið kl. 16–18 Helgarnámskeið B-réttindi á pólsku, ensku og tælensku Námskeið vegna akstursbanns Námskeið til B-réttinda fyrir þá sem þurfa að læra á sínum hraða í samvinnu við Fjölmennt Önnur námskeið: Aukin ökuréttindi (meirapróf) Vistakstur Bifhjólanámskeið Atvinnuleyfishafanámskeið í samvinnu við Vegagerðina Flutningur hættulegra efna ADR Lærið þar sem þekking og reynsla er í fyrirrúmi. Yfir 40 ár í fagmennsku. www.bi lprof. is Vistakstur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.