Morgunblaðið - 09.08.2009, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009
12. ágúst 1979: „Ekki bætir það svo
úr skák, að mitt á meðal okkar er
fjöldi manns, sem telur það sína
pólitísku og trúarlegu köllun að
gera lítið úr hörmungum þeirra
þjóða, sem eru ofurseldar alþjóða-
kommúnismanum. Valdhafar Víet
Nam og Kambódíu eiga hér sín
ginningarfífl. Og ýmsir valdamiklir
menn í þjóðfélaginu kalla til gistivin-
áttu við ráðamennina í Kreml. Af-
staða þessara manna gagnvart eigin
þjóð lýsir sér svo í því, að hvatt er til
lögbrota og hvert tækifæri notað til
að brjóta niður efnahag landsins, ef
því er að skipta. Svo mikið er blygð-
unarleysið, að t.a.m. Svavar Gests-
son viðskiptaráðherra notaði fyrsta
daginn í valdastólnum til þess að
hlakka yfir því, að hann ætti vel-
gengni sína að þakka skipulögðum
lögbrotum til þess að brjóta á bak
aftur löglega kjörna ríkisstjórn í
landinu. Á hinn bóginn ætlaðist
hann til að sér yrði hlýtt, þegar
hann setti gerðardóm á sjómenn.“
. . . . . . . . . .
13. ágúst 1989: „Stjórnendur einka-
fyrirtækja hafa gert sér ljóst, að
þeim samdrætti, sem nú stendur yf-
ir í efnahags- og atvinnumálum
verður að mæta í rekstri fyrirtækj-
anna með stórauknu aðhaldi, fækk-
un starfsmanna og aukinni hagræð-
ingu á allan veg. Ríkisstjórnin hefur
enn ekki horfzt í augu við þennan
veruleika nema að litlu leyti. Vissu-
lega ber að meta það að yfirvinna á
vegum ríkisins hefur minnkað á
þessu ári. Það er líka eftirtektarvert
að fjölgun starfsmanna hins op-
inbera er minni en áður. En þetta er
ekki nóg. Hér þarf margfalt sterkari
tök.
Steingrímur Hermannsson virðist
gera sér þetta ljóst þegar hann seg-
ir að þjóðin hafi reist sér hurðarás
um öxl. Á hans herðum hvílir hins
vegar sú ábyrgð að hafa forystu um
hvernig við skuli bregðast. Því mið-
ur er stundum töluverður munur á
orðum og athöfnum forsætisráð-
herra. Yfirlýsingar hans sýna að
hann gerir sér grein fyrir í hverju
vandinn er fólginn, en hið sama
verður ekki sagt um gerðir rík-
isstjórnarinnar.“
Úr gömlum l e iðurum
FyrirtækiðStjörnu-Oddi vinn-
ur nú að hönnun
og smíði sjálfvirks
mælitækis, sem
ætlað er að skrá hjartslátt,
súrefnismettun blóðs og hita-
stig í dýrum, svo eitthvað sé
talið. Ætlunin er að tækið
verði þegar upp er staðið á
stærð við pillu og hægt verði
að setja það í kviðarhol til
dæmis tilraunadýra til að
mæla áhrif lyfja á þau. Ef vel
tekst til verður markaður fyrir
þetta tæki um allan heim.
Frá þessu er greint í frétt í
Morgunblaðinu í gær. Þar
kemur fram að smíði tækisins
muni fara fram hjá Stjörnu-
Odda hér á landi og hlutir í það
komi víða að, þar á meðal frá
Stjörnu-Odda. Mikilvægast er
þó að hugvitið og tæknin eru
þróuð á Íslandi.
Nýsköpun getur verið með
ýmsu móti. Fyrr á þessu ári
fékk íslenska fyrirtækið
Reykjavík Eyes alþjóðlegu
hönnunarverðlaunin Univers-
al Design Awards fyrir nýja
gleraugnalínu, sem að öllu
leyti var þróuð á Íslandi.
Hér hafa verið nefnd tvö
dæmi um nýsköpun á Íslandi,
en vitaskuld eru þau mun
fleiri. Í kreppunni er þörf á
nýjum hugmyndum og ný-
sköpun. Það er þörf á fyr-
irtækjum, sem byggja á hug-
viti og þekkingu.
Ríkið getur ekki handstýrt
slíku starfi eða uppbyggingu
slíkra fyrirtækja, en það getur
skapað hagkvæmar forsendur
fyrir slíkt. Á undanförnum ár-
um hefur gríðarlegt fé verið
lagt í að skapa störf í kringum
stóriðju. Með minni tilkostnaði
hefði mátt efla nýsköpun, sem
einnig getur leitt
til fjölgunar starfa.
Árangur af slíkri
fjárfestingu sést
reyndar ekki alltaf
jafn greinilega og
hann getur látið á sér standa.
Það hefur verið tilhneiging til
þess á Íslandi að vilja að af-
rakstur fjárfestinga sé sýni-
legur og ekkert er jafn sýni-
legt og foldgnátt mannvirki.
Stuðningur við nýsköpun
felst hins vegar í því að efla
menntun og styðja við rann-
sóknir. Sá stuðningur má ekki
einskorðast við grunnrann-
sóknir heldur verður einnig
að gera vísinda- og fræði-
mönnum kleift að fylgja hug-
myndum sínum eftir alla leið
á framleiðslustigið.
Stephen Ciesinski, sér-
fræðingur í nýsköpun við
rannsóknarstofnunina SRI í
Kaliforníu, fjallaði um þetta á
hnattvæðingarþingi norrænu
forsætisráðherranna í Bláa
lóninu í mars: „Nýsköpun
snýst ekki einungis um þekk-
ingarsköpun eða tækniþróun.
Nýsköpun snýst einnig um
nýtingu afurða hennar í at-
vinnulífinu þar sem hún hefur
gildi fyrir neytendur, þá sem
kaupa vöruna. Ef hægt væri
að betrumbæta þetta ferli, frá
sköpun til notkunar þeirra
vara sem af henni leiðir, væri
hægt að bæta skilvirkni
ferlisins stórlega. Þetta hefði
í för með sér að mun fleiri ný-
sköpunarafurðir ættu mögu-
leika á markaðnum.“
Sparnaðarviðkvæðið á eftir
að heyrast oft á Íslandi á
næstu misserum, en það þarf
líka átak til að komast út úr
hremmingunum. Þess vegna
þarf að ýta undir öfl frjósemi
og sköpunar í þjóðfélaginu.
Það þarf að nýta
sköpunarkraftinn í
samfélaginu }
Mikilvægi nýsköpunar
FRÉTTASKÝRING
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
D
eilur um rekstur og
fjármögnun heilbrigð-
isþjónustu á Vest-
urlöndum eru við-
kvæmari en flest
annað. Í Bandaríkjunum segja and-
stæðingar Baracks Obama að hann
vilji með heilbrigðistillögum sínum
smeygja sósíalisma inn um bak-
dyrnar. En í Danmörku gera
vinstrimenn harða hríð að stjórn
borgaraflokkanna vegna einkavæð-
ingar í heilbrigðiskerfinu – og segja
hana vilja smeygja kapítalisma inn
um bakdyrnar, gera Danmörku am-
eríska.
Það sem hefur valdið hörðustu
gagnrýninni á einkarekstur sjúkra-
húsa og annarra heilbrigðisstofnana
á Norðurlöndum er að þær fá greitt
fyrir verk frá opinberum aðilum
eins og hefðbundnar stofnanir (að
vísu með takmörkunum) en geta
samt greitt út hagnað.
Danska stjórnin hefur beitt sér
mjög fyrir einkarekstri í velferð-
arþjónustunni, þ.á m. í heilbrigð-
isþjónustu enda var kvartað yfir
löngum biðlistum. Um milljón
danskra skattgreiðenda kaupir nú
sjúkratryggingar sinar hjá einka-
reknum tryggingafélögum. Og
mörg sjúkrahús eru einkarekin.
Hvernig hefur gengið? Menn
deila um niðurstöðurnar. Að sögn
Politiken minnkaði algengur biðtími
árin 2002-2005 eftir margvíslegum
aðgerðum úr þrem í tvo mánuði.
Samkvæmt reglum mega sjúklingar
sem hafa þurft að bíða í meira en
mánuð eftir aðgerð á opinberri
stofnun sækja hana á einkarekinni
sjúkrastofnun. Á síðustu tveim ár-
um hefur hagnaður einkareknu spít-
alanna meira en tvöfaldast. En bið-
listarnir hafa hins vegar ekki styst
neitt á sama tíma, þar ríkir stöðnun.
Þessi þróun hefur reynst hvalreki
fyrir þá sem tala gegn auknum
einkarekstri. Gagnrýnt er einnig að
einkareknu sjúkrahúsin keppi ekki
sín í milli. En þau noti tækifærið og
beiti yfirborgunum til að laða að sér
hæfustu starfskraftana, lækna og
aðra, frá opinberum stofnunum.
Óttuðust samkeppnina
Einkareknu spítalarnir fá borgað
fyrir verk frá ríkinu eftir töxtum
sem sagðir eru rausnarlegir. Og ný-
lega sendi embætti danska ríkisend-
urskoðandans frá sér harðorða
skýrslu. Þar sagði að Lars Løkke
Rasmussen, núverandi forsætisráð-
herra en þá ráðherra heilbrigð-
ismála, hefði árið 2006 hunsað alla
hagkvæmni og lagt til hliðar tillögur
um útboð og verðsamkeppni milli
einkareknu aðilanna.
Tillögurnar komu frá nefnd sem
ráðherrann skipaði sjálfur og Sam-
keppniseftirlitið hafði hrósað þeim
mjög. En talsmenn einkareknu
stofnananna voru á móti. Þeir sögðu
að þeir sem töpuðu í útboðum hins
opinbera yrðu að hætta starfsemi ef
þeir fengju ekki tekjur frá ríkinu.
Með öðrum orðum, að einkafyr-
irtækin væru í reynd á ríkisspen-
anum. Ef til vill sýnir þetta hve erf-
itt geti verið að reka heilbrigðiskerfi
þar sem endalaust verða árekstrar
milli rekstrarformanna tveggja.
Önnur hvor hugmyndafræðin,
einkarekstur eða opinber rekstur,
verði a.m.k. að hafa yfirhöndina þótt
gera megi undantekningar.
Í vafa ,,Að vera eða ekki vera,“ sagði Hamlet Danaprins. Danir veruleikans
eiga erfitt með að gera upp við sig hve langt skuli ganga í því að einkavæða
rekstur heilbrigðisþjónustunnar, hvort kostirnir vegi þyngra en gallarnir.
Danskur einka-
rekstur á ríkisspena?
Hart er deilt um árangur af aukn-
um einkarekstri í heilbrigðisþjón-
ustunni í Danmörku. Fyrstu árin
styttust biðlistarnir en ekki leng-
ur og sumum vex í augum hagn-
aður einkareknu spítalanna.
MENN velta því fyrir sér
hvort danska þjóðin vilji í
reynd ganga jafnlangt í mark-
aðshyggjuátt í heilbrigðis-
þjónustu og raun ber vitni.
Kannanir sýna áhyggjur af
vaxandi ójöfnuði; margir vilja
að sýnt verði fram á sparnað
af einkarekstrinum. Leiðtogi
Íhaldsflokksins, Lene Esper-
sen, lagði nýlega til að taxtar
einkareknu spítalanna fyrir
verk frá ríkinu yrðu lækkaðir.
Aðrir fullyrða að tölur um
dýrt heilbrigðiskerfi hafi allt-
af verið villandi. Ráðamenn,
bæði til hægri og vinstri, hafi
verið orðnir þreyttir á tali um
fjársvelti og því tekið inn liði
sem ekki séu reiknaðir með í
heilbrigðisútgjöldum t.d. í Sví-
þjóð eða Noregi. Hlutfallið
hafi þá lagast – á pappírunum.
Krónur
og aurar
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
S
jálfstæðisflokkurinn kynnti sig á ár-
um áður sem kjölfestu í íslenskum
stjórnmálum. Flokkurinn átti tölu-
verða innistæðu fyrir þeirri fullyrð-
ingu. Hann hafði til dæmis lengi vel
forystu í að marka utanríkisstefnu landsins.
Það má ekki gleymast að þetta er flokkurinn
sem beitti sér fyrir inngöngu Íslands í NATÓ,
sem var þarft og nauðsynlegt verk.
Þetta árið, þegar aðildarumsókn til Evrópu-
sambandsins var sett á dagskrá Alþingis, kaus
þessi fyrrum kjölfestuflokkur að vera ekki
ábyrgur þátttakandi í því að opna fyrir aukn-
um samskiptum Íslendinga við lýðræðisríkin í
Evrópu. Hann greiddi atkvæði gegn málinu í
stað þess að breiða út sinn stóra faðm og bjóða
alþjóðastrauma velkomna til landsins.
Hvað er að gerast í Sjálfstæðisflokknum? Útbelgd
þjóðremba er farin að ágerast í flokknum og það virðist
veruleg hætta á því að hann einangrist og verði að harð-
línuíhaldsflokki með takmarkað fylgi. Það hlakkar í and-
stæðingum flokksins vegna þeirrar vafasömu stefnu sem
flokkurinn er að taka. Hinir, sem eru fjölmargir, og bera
virðingu fyrir flokki sem svo oft hefur verið rödd skyn-
seminnar, hafa áhyggjur af þessari þróun mála.
Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benedikts-
son, virkar enn sem komið er hikandi og óöruggur. Í stað
þess að hlusta á Evrópusinna í eigin flokki og gefa þeim
svigrúm og frelsi hefur hann tekið afstöðu með þeim öfl-
um innan flokksins sem þusa endalaust um afsal full-
veldis gangi Ísland í Evrópusambandið. Evr-
ópusinnuðum sjálfstæðismönnum virðist
varla lengur vært í eigin flokki og hljóta að
finna sér annan verustað. Nýr formaður er
ekki að breikka eigin flokk heldur þrengja
hann.
Í Icesave-málinu á Sjálfstæðisflokkurinn
svo engin svör. Kannski ekki skrýtið. Flokk-
urinn sem lagði allt kapp á að efla frelsi í við-
skiptum gerði það með slíkum djöfulgangi að
afleiðingarnar hlutu að verða ógurlegar. Það
er svosem engin furða að formaður Sjálfstæð-
isflokksins skuli vera á hlaupum frá því máli
og svara skringilega þegar hann mætir í fjöl-
miðla.
Staða Sjálfstæðisflokksins er dapurleg en
góðar fréttir berast þó. Borgarstjórinn í
Reykjavík, Hanna Birna Kristjánsdóttir, er einkar far-
sæl í starfi, vinnur af vandvirkni og atorku og nýtur virð-
ingar langt út fyrir raðir sjálfstæðismanna. Hún er ein-
mitt þess konar leiðtogi sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf
nauðsynlega í landsmálin.
Í landsmálum er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn valda-
laus eftir að hafa getað vaðið um sviðið áratugum saman.
Flokkurinn á hins vegar tækifæri í stjórnarandstöðu sem
hann nýtir sér ekki. Hann á að koma fram sem ábyrgur
flokkur með mótaðar tillögur og tala máli alþjóðlegrar
samvinnu. Af hverju getur hann ekki gert það núna þeg-
ar hann gat það svo auðveldlega áður fyrr?
kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Sjálfstæðisflokkur – fyrir hverja?