Morgunblaðið - 09.08.2009, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 09.08.2009, Qupperneq 25
25 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009 Morgunblaðið/Kristinn Musterishliðið Kauphöll Íslands er voldug að sjá, en starfsemin hefur dregist verulega saman og hófst sú þróun löngu fyrir bankahrunið. H ugmyndin um almennan og frjálsan hlutabréfa- markað byggist á sýn, sem í ljósi bankahruns- ins á Íslandi og hinnar alþjóðlegu fjármálaólgu virðist fjarska barnaleg – í raun tálsýn. Hugs- unin á bak við hluta- bréfamarkaðinn snýst um það að leiða saman fjármagn og góðar við- skiptahugmyndir; spyrða saman þá sem eiga peninga og þá sem eru með vel rekin fyrirtæki. Á markaðnum á að ríkja gagnsæi, sem gerir fjárfestum kleift að vita nákvæmlega hver staðan er hjá viðkomandi fyrirtæki, og á þeim forsendum geta þeir ákveðið hvernig þeir verja peningunum sínum. Það er nauðsynlegt fyrir fyrirtæki að traust ríki gagnvart mark- aðnum því að hann er leið til að ná í fjármagn til að reka starfsemi eða færa út kvíarnar. Hinn gagnsæi hlutabréfamarkaður Gagnsæið veitir aðhald. Illa rekið fyrirtæki flæmir peninga í burtu. Vel rekið fyrirtæki dregur þá að. Samkvæmt hugmyndafræðinni snýst hinn frjálsi markaður um að reka fyr- irtæki vel, en ekki í annarlegum tilgangi. Markmiðið með rekstri tryggingafyrirtækis er að selja tryggingar og það fyrirtæki, sem er með lífvænlegasta reksturinn, býður bestu kjörin og dregur til sín flesta viðskiptavini, ætti að standa best að vígi þegar kemur að því að ganga í augun á væntanlegum hluthöfum. Rekstur flugfélags ætti að snúast um að efla það og styrkja, bjóða upp á góða þjónustu og ferðir til margra áfangastaða þannig að sem flestir kjósi að ferðast með því. Með svipuðum hætti mætti útlista markmiðið með banka- rekstri. Á hinum íslenska hlutabréfamarkaði voru vissulega fyrirtæki, sem stóðust þessar for- sendur, fyrirtæki með gagnsæjan rekstur og augljós markmið. Nærtækast er að nefna stoð- tækjafyrirtækið Össur og Marel, sem fram- leiðir tæki til fiskvinnslu. Í öðrum tilvikum var hugmyndafræðinni um markaðinn hins vegar kastað fyrir borð. Fyrirtæki urðu skotmark þeirra, sem sáu í þeim eignir, sem hægt væri að nota til að seilast til aukinna áhrifa. Eftir snúninginn stóð grunnreksturinn veikari eftir en áður og viðkvæmari fyrir áföllum, en það skipti engu máli. Stóru eigendurnir notuðu bankana til að halda uppi verði hlutabréfa í eigin fyrirtækjum eða fyrirtæki sín til að halda uppi verði hlutabréfa í bönkunum. Ekkert var sem sýndist. Hagsmunir smærri hluthafa skiptu minna og minna máli. Markmiðið var að hlaða undir viðskiptaveldi stóru hluthafanna. Jafnt og þétt fjarlægðist það, sem var borið á borð fyrir almenning, raunveruleikann. Ís- lenskir viðskiptajöfrar voru hins vegar óskeik- ulir og efahyggjumennirnir púkalegir, fyr- irheitið um hinn geggjaða ávinning var alls staðar. Markaðurinn gat aðeins stefnt upp á við og væri hægt að taka lán til að komast á hringekjuna var það aðeins ávísun á tapað fé að hugsa sig um tvisvar. Á meðan allt lék í lyndi skilaði þessi mark- aður þátttakendum miklum ávinningi. Á Ís- landi auðguðust menn meir en nokkurn tíma fyrr og ef til vill slævði hinn skjótfengni gróði skilningarvitin. Í skjóli blekkingar En það var ekki allt sem sýndist. Á hlutabréfa- markaðnum var dregin upp falsmynd. Löngu eftir að ljóst var að stefndi í óefni var hlut- höfum gefið til kynna að allt væri í himnalagi. Það gerðu ekki aðeins eigendur og stjórn- endur umræddra fyrirtækja. Stjórnmálamenn tóku þátt í leiknum og eftirlitsstofnanirnar voru máttvana. Og eftir stendur hugmyndin um frjálsan hlutabréfamarkað í tætlum. Við fyrstu sýn mætti ætla að þeir, sem áttu í hlut hafi ekki treyst hugmyndinni um hinn gagn- sæja hlutabréfamarkað, en auðvitað er merg- urinn málsins sá að þeir treystu henni of vel. Þeir vissu að ef sannleikurinn kæmi í ljós myndi verð hlutabréfa í fyrirtækjunum þeirra lækka og jafnvel hrynja. Þeim leist ekki á til- hugsunina um að eigendur hlutabréfa í þeim þyrptust að útgöngudyrunum. Ábyrgir stjórn- málamenn hugsuðu sem svo að það eitt að hrópa „úlfur, úlfur“ myndi veikja og jafnvel leiða til hruns fyrirtækja, sem væru svo mik- ilvæg fyrir þjóðarhag að þau mættu ekki fara á hausinn. Þegar upp var staðið brugðust meira að segja helstu talsmenn hins frjálsa markaðar í íslenskri pólitík sinni eigin hugmyndafræði. Svik við hlutabréfaeigendur Gallinn var hins vegar sá að fegrun sannleik- ans fylgdi ekki krafa um betri rekstrarhætti. Það var ekki hægt að slaka á kröfunni um gegndarlausa útþenslu eða hægja á ferðinni í lántökum til að taka yfir ný og ný fyrirtæki án þess að gefa sér ráðrúm til að setjast niður og ákveða hvernig ætti að reka fyrirtækið, sem síðast hafði verið keypt. Blekkingin veitti því ekki svigrúm til að laga reksturinn, hún stuðl- aði að því að gera illt verra. Í skjóli blekking- arinnar þreifst óbreytt hegðun. Í raun var um að ræða svik við hinn almenna hlutabréfaeig- anda. Hann vissi að það var ekki án áhættu að kaupa hlutabréf, en með blekkingunni var komið í veg fyrir að hann gæti takmarkað skaðann af vondri fjárfestingu með því að forða sér áður en eignin yrði að engu. Hlutabréfin og efnahagslífið Hinn fullkomni hlutabréfamarkaður er vita- skuld ekki til. Meginástæðan er ekki aðeins sú að í raun geta aldrei legið fyrir fullkomnar upplýsingar um stöðu fyrirtækja, heldur hegð- un fjárfesta. Sveiflur gengis hlutabréfa eru iðulega úr öllu samhengi við það sem gerist í rekstri fyrirtækja. Hlutabréfabólur, sem blása út og springa með hvelli, eru ekki nýtt fyr- irbæri. Einn daginn getur verð hlutabréfanna snarhækkað og þann næsta getur það lækkað án þess að nokkuð í rekstri fyrirtækisins gefi tilefni til þess. Sama starfsfólkið mætti til vinnu og hafði mætt í vinnuna daginn áður. Í bókinni Karlar sem hata konur eftir Stieg Larsson er stuttur kafli þar sem ein söguhetj- an, blaðamaðurinn Mikael Blomkvist, er spurður um hrun á sænska verðbréfamark- aðnum í viðtali: „„Þú verður að halda þessu tvennu aðskildu; sænskum verðbréfamarkaði og sænsku efnahagslífi. Sænskt efnahagslíf er samanlagt allar vörur og þjónusta sem fram- leitt er í landinu á hverjum einasta degi. Það eru Ericssonsímarnir, Volvobílarnir, Scan- kjúklingarnir og vöruflutningurinn frá Kiruna til Skövde. Þetta er sænskt efnahagslíf og það er alveg jafn sterkt eða veikt í dag og það var fyrir viku síðan.“ Hann gerði hlé á máli sínu til enn frekari áherslu og fékk sér vatnssopa. „Verðbréfamarkaðurinn er allt annað. Þar er engan efnahag að finna eða framleiðslu á vörum eða þjónustu. Þar eru bara einhverjar ímyndanir sem sveiflast til og frá eftir því hvað menn telja að þetta eða hitt fyrirtækið sé mik- ils virði þá og þá stundina. Það hefur ekkert með raunveruleikann eða sænskt efnahagslíf að gera.““ Í inngangi bókarinnar The Essential Buffett um fjárfestinn Warren Buffet eftir Robert G. Hagstrom segir: „Með hverju árinu sem líður eykst hávaðinn á hlutabréfamarkaðnum. Álits- gjafar í sjónvarpi, þeir, sem skrifa um fjármál, greinendur og markaðssérfræðingar reyna að fara hver fram úr öðrum til að ná athygli fjár- festa. Um leið eru fjárfestar niðursokknir á spjallrásum og við skilaboðatöflur við að skiptast á ráðum, sem oft eru hæpin og misvís- andi. Þrátt fyrir allar þessar upplýsingar verð- ur erfiðara fyrir fjárfesta að hagnast. Verð- hlutabréfa rýkur upp af lítilli ástæðu og hrapar svo alveg jafn hratt og fólk sem hefur snúið sér að fjárfestingu til að tryggja mennt- un barnanna sinna og eigin eftirlaunaár verður hrætt. Stundum virðist ekkert vit vera í mark- aðnum, bara vitleysa.“ Er hægt að skapa traust að nýju? Þótt hinn fullkomni markaður sé aðeins til sem hugmynd er ekki þar með sagt að það eigi að gefa hana upp á bátinn. Það er hins vegar erf- itt að sjá hvernig eigi að skapa traust almenn- ings á hlutabréfamörkuðum eftir það, sem á undan er gengið. En hvað er til bragðs? Þing- mennirnir Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að samið verði lagafrumvarp um nýja tegund hluta- félaga með gagnsætt eignarhald og bann við lánveitingum og krosseignarhaldi: „Markmið lagasetningarinnar verði að búa til tegund hlutafélaga sem eru með gegnsætt eignarhald, bæði gagnvart eigendum beint og óbeint og einnig gagnvart dótturfyrirtækjum beint og óbeint. Slíkum félögum verði bannað að lána til eða eiga í hlutafélögum sem eiga þau beint eða óbeint.“ Í greinargerð með tillögunni er vísað til þess að svipuð tillaga hafi verið lögð fram á síðasta þingi og hafi þá borist umsagnir frá sjö aðilum. Félag löggiltra endurskoðenda hafi hins vegar ekki talið tilefni til sérstakrar um- sagnar. „Það er athyglisvert í ljósi þess að stærsti hluti bankakerfisins hrundi hér á landi og keðjuverkandi gjaldþrot eru enn að dynja yfir svo að tilefnið sýnist vera ærið,“ segir í til- lögunni. „Öll voru þessi hlutafélög endur- skoðuð. Ekki hafa komið fram aðrar betri lausnir til að hindra slíkt hrun aftur né aðgerð- ir til að endurreisa það traust sem farið hefur forgörðum.“ Um umsögn ríkisskattstjóra seg- ir: „Ríkisskattstjóri lýsir markmiðum með setningu laga um hlutafélög en sleppir því mikilvæga hlutverki slíkra fyrirtækja sem er að takmarka áhættu hluthafanna sem þátttak- enda í rekstri við hlutafé sitt. Virðist sem sér- fræðingar fjármálafyrirtækja hafi lagt meiri áherslu á að fela eða flækja eignarhald fyr- irtækja en ganga úr skugga um raunverulegt verðmæti félaga sem fengu lán.“ Það er eðlilegt að tillögur á borð við þessa komi fram. Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra hefur boðað allsherjar endurskoðun á umgjörð íslensks fjármála- og viðskiptalífs. Það er nauðsynlegt að setja reglur til að koma í veg fyrir einokun og fákeppni, kross- eignatengsl og hringamyndun sem kæfa frjálsa samkeppni. Það hlýtur að vera mark- miðið að þegar hjólin fara að snúast á ný dafni á Íslandi heilbrigt efnahagslíf. Það er hins veg- ar eitthvað ankannalegt við að sett skuli fram hugmynd um nýja tegund hlutafélaga; gagnsæ hlutafélög. Hún gerir nefnilega ráð fyrir því að til séu ógagnsæ hlutafélög. Hvernig eiga ógagnsæ hlutafélög að geta átt erindi á gagn- sæjan hlutabréfamarkað? Hlutabréfamarkaður rúinn trausti Reykjavíkurbréf 080809 10 Fjöldi fyrirtækja sem nú eru skráð í Kauphöll Íslands. 75 Fjöldi fyrirtækja sem voru skráð í Kauphöll Íslands þegar mest var árin 1999 og 2000. 86,7% Hlutfallsleg fækkun félaga í Kauphöll Íslands á áratug.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.